Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2015 19:45 Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun og telst nú fullhönnuð. Formaður stýrihóps vonast til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. Nýtt skip sem hentaði betur Landeyjahöfn en gamli Herjólfur var raunar ein helsta forsenda hafnargerðarinnar umdeildu. Hönnun nýs Herjólfs er nú lokið og samkvæmt teikningunum mun skipið líta svona út. Það verður 69 metra langt og 15 metra breitt, litlu minna en gamla skipið og munar raunar aðeins einum metra í lengd og breidd. Nýja skipið mun samt taka jafn marga farþega, eða 540, og allt að 70 fólksbíla. Sex metra líkan af skrokknum hefur nú staðist prófanir í rannsóknarstöð í Danmörku. Það var meðal annars reynt miðað við þriggja og hálfs metra samfellda ölduhæð, sem skipið á að þola við siglingar inn í Landeyjahöfn. Í fréttum Stöðvar 2 voru myndirnar sýndar hægt en þannig má betur gera sér grein fyrir hvernig skipið fer í gegnum öldurnar við síkar aðstæður. Jóhannes Jóhannesson, skipaverkfræðingur og ráðgjafi, segir að sérstök áhersla hafi verið lögð á góða stýriseiginleika og stefnufestu og hafi skipið komið mjög vel út.Sex metra líkan af skrokki nýs Herjólfs í rannsóknarstöð í Danmörku.Líkansprófanirnar leiddu meðal annars í ljós að hæfni þess til að ráða við Landeyjahöfn skertist ekki þótt skipið væri lengra en áður var ráðgert. Var því ákveðið við lokahönnun að lengja það um fjóra metra. Útboðsgögn eru að verða tilbúin og vonast Friðfinnur Skaftason, formaður stýrihóps um verkefnið, til að smíði ferjunnar verði boðin út öðru hvoru megin við áramótin, eða innan eins mánaðar. Gangi það eftir er miðað við að nýr Herjólfur verði kominn í notkun vorið 2018. Kostnaður er áætlaður um 3,8 milljarðar króna. Við útboðið verður boðið upp á tvo valkosti; að ríkið eigi skipið eða að bjóðandi bæði eigi og reki skipið. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun og telst nú fullhönnuð. Formaður stýrihóps vonast til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. Nýtt skip sem hentaði betur Landeyjahöfn en gamli Herjólfur var raunar ein helsta forsenda hafnargerðarinnar umdeildu. Hönnun nýs Herjólfs er nú lokið og samkvæmt teikningunum mun skipið líta svona út. Það verður 69 metra langt og 15 metra breitt, litlu minna en gamla skipið og munar raunar aðeins einum metra í lengd og breidd. Nýja skipið mun samt taka jafn marga farþega, eða 540, og allt að 70 fólksbíla. Sex metra líkan af skrokknum hefur nú staðist prófanir í rannsóknarstöð í Danmörku. Það var meðal annars reynt miðað við þriggja og hálfs metra samfellda ölduhæð, sem skipið á að þola við siglingar inn í Landeyjahöfn. Í fréttum Stöðvar 2 voru myndirnar sýndar hægt en þannig má betur gera sér grein fyrir hvernig skipið fer í gegnum öldurnar við síkar aðstæður. Jóhannes Jóhannesson, skipaverkfræðingur og ráðgjafi, segir að sérstök áhersla hafi verið lögð á góða stýriseiginleika og stefnufestu og hafi skipið komið mjög vel út.Sex metra líkan af skrokki nýs Herjólfs í rannsóknarstöð í Danmörku.Líkansprófanirnar leiddu meðal annars í ljós að hæfni þess til að ráða við Landeyjahöfn skertist ekki þótt skipið væri lengra en áður var ráðgert. Var því ákveðið við lokahönnun að lengja það um fjóra metra. Útboðsgögn eru að verða tilbúin og vonast Friðfinnur Skaftason, formaður stýrihóps um verkefnið, til að smíði ferjunnar verði boðin út öðru hvoru megin við áramótin, eða innan eins mánaðar. Gangi það eftir er miðað við að nýr Herjólfur verði kominn í notkun vorið 2018. Kostnaður er áætlaður um 3,8 milljarðar króna. Við útboðið verður boðið upp á tvo valkosti; að ríkið eigi skipið eða að bjóðandi bæði eigi og reki skipið.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira