Enski boltinn

Liverpool ætti að vera enskur meistari

Origi er hann samdi síðasta sumar.
Origi er hann samdi síðasta sumar. vísir/getty
Belginn Divock Origi hefur feril sinn hjá Liverpool í sumar og hann hefur tröllatrú á liðsfélögum sínum.

Liverpool keypti Origi frá Lille síðasta sumar á 10 milljónir punda. Stjóri liðsins, Brendan Rodgers, hafði þó ekki trú á því að Origi væri klár í slaginn fyrir úrvalsdeildina og lánaði hann því aftur til Lille.

Nú er Origi orðinn tvítugur og fær tækifæri hjá Liverpool.

„Mér finnst Liverpool vera yndislegt félag sem á skilið að vera á toppnum," sagði Origi en hann efast ekkert um styrkleika liðsins.

„Ef ég á að vera heiðarlegur þá ætti Liverpool að vera meistari miðað við gæðaleikmennina sem félagið hefur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×