Kynntu tillögur um endurbætur Laugavegar og Óðinstorgs Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2015 20:27 Hugmyndir eiga að efla mannlíf og styðja við þjónustu á Laugavegi. Mynd/Reykjavíkurborg Niðurstöður í hönnunarsamkeppni um Laugaveg og Óðinstorg voru kynntar í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hugmyndirnar sýna endurgerð tveggja svæða, annars vegar á Laugavegi milli Snorrabrautar og Skólavörðustígs og hins vegar Óðinstorgi. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að „viðfangsefni samkeppninnar hafi verið að hanna svæði fyrir almenning sem endurspeglaði bæði góðan borgarbrag og yrði vettvangur fjölbreytts mannlífs, þar sem aukin áhersla væri lögð á gangandi og hjólandi umferð auk góðs aðgengis fyrir alla. Höfundar vinningstillögu um endurgerð Laugavegar eru Birgir Teitsson, Hulda Sigmarsdóttir og Sara Axelsdóttir, arkitektar hjá Arkís arkitektum. Með þeim í teymi eru Hermann Ólafsson, landslangsarkitekt hjá Landhönnun, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, lýsingarhönnuður, Guðjón Örn Sigurðsson, lýsingahönnuður, Kristveig Sigurðardóttir, skipulagsverkfræðingur og Ramon Contini hjá Verkís og Harpa Cilia Ingólfsdóttir, ferlihönnuður og byggingarfræðingur hjá Aðgengi.Höfundar vinningstillögu um endurgerð Óðinstorgs eru Anna María Bogadóttir, Einar Hlér Einarsson, Hrólfur Karl Cela og Sigríður Sigþórsdóttir, arkitektar hjá Basalt arkitektum. Í samstarfi við þau voru Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt, Edda Ívarsdóttir, borgarhönnuður og Dario Gustavo Nunes Salazar, lýsingarhönnuður hjá Verkís. Í dag var einnig opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur sýning á öllum tillögum hönnunarsamkeppninnar og verður hún opin til mánudags.Laugavegur við Kjörgarð.Mynd/ReykjavíkurborgVerslun, þjónusta og mannlíf á Laugavegi Um vinningstillögu að endurgerð Laugavegar frá Skólavörðustíg að Snorrabraut segir dómnefnd að hún bjóði upp á hlýlegt yfirbragð götu og feli í sér áhugaverðar hugmyndir. „Mynstrið í hellum er margbrotið og gefur götunni líflegt yfirbragð. Merking gatnamóta í yfirborði götu er athyglisverð. Útfærsla og aðlögun að nærliggjandi götum gæti þó orðið vandasöm. Hugmyndir um lýsingu og vatnsnotkun í göturýminu eru skoðunarverðar. Hugmynd um leiðarlínu í götu er áhugaverð. Saknað er ítarlegri tillagna um útfærslu á götugögnum, lýsingu og gróðri,“ segir í umsögn dómnefndar. Endurbættur Laugavegur á að laða að fólk og styðja betur við verslun og þjónustu sem veitt eru í götunni, auk þess að efla mannlífið sem hefur verið að aukast á undanförnum árum.Laugavegur að nóttu til.Mynd/ReykjavíkurborgÍ samantekt um hönnunarsamkeppnina segir að eftirfarandi markmið skyldi hafa í huga við úrlausnir á Laugavegi:Styðja við verslunarrekstur, veitinga- og viðburðahald við Laugaveginn.Efla þungamiðjur við Laugaveginn, bæði með því að skapa nýjar og efla þær sem til staðar eru en eru kannski óvirkar í dag.Fjölga uppbrotum við Laugaveginn; m.a. með því að virkja og efla starfsemi sem gætu átt sér stað í þak- og bakgörðum við Laugaveginn.Að hönnunin myndi umgjörð um lifandi og aðlaðandi staði sem ýti undir aukin og gagnkvæm samskipti fólks. Umhverfisleg gæði verði hámörkuð og skapað verði gott aðgengi fyrir alla.Styðja ímynd Laugavegarins sem eins elsta verslunarkjarna Reykjavíkur svo að tíðarandi húsa og götu falli sem best saman. Huga að merkingum og reglum um skilti og auglýsingabúnað með það að leiðarljósi að skapa ákveðna ró í götunni en ekki ,,Vegas“ stemningu á Laugaveginum. Búnaður, götugögn og annað sem hönnuðir kjósa að velja sé í anda Reykjavíkur eða norrænna borga.ÓðinstorgMynd/ReykjavíkurborgFjölbreytt hverfistorg fyrir íbúa og gesti „Tillagan sýnir góða og sannfærandi útfærslu, þar sem efnisval er gott og hugmyndir vel útfærðar,“ segir í dómnefndaráliti um vinningstillögu að endurgerð Laugavegar frá Skólavörðustíg að Snorrabraut. „Leiðarlínan er hugmynd sem virðist virka vel og tengir sögu svæðisins inn í hönnunina. Lýsing í götu og rýmum er vel leyst sem og við götugögn. Götutorg eru áhugaverð og sama má segja um lausn á bílastæðum fyrir mismunandi árstíma. Tillögur um götugögn og gróðurbeð virka sannfærandi. Hugmyndir um yfirborð eru með góðu jafnvægi en vinna mætti meira með efnisval. Athuga þarf betur flæði gangandi umferðar og bíla. Tillagan er vel unnin, sýnir ágætt heildaryfirbragð Laugavegar og góðar úrlausnir.“Óðinstorg að vetri.Mynd/ReykjavíkurborgHelsta viðfangsefni hönnunarsamkeppninnar fyrir Óðinstorg var að stuðla að breyttri notkun á torginu frá því sem nú er, en svæðið er að mestu lagt undir bílastæði. Einnig að horfa á lausnir fyrir Óðinsgötu og Týsgötu sem tengir torgið við Skólavörðustíg á sem bestan hátt. Í innsendum tillögum mátti samkvæmt keppnisskilmmálum horfa framhjá ákvæðum gildandi deiliskipulags hvað varðar torg og göturými. Í forsendum hönnunarsamkeppninnar var lagt upp með eftirfarandi markmið:Að efla gæði umhverfisins á allan hátt og að hönnunin endurspegli góðan borgarbragAð torgið verði vettvangur fjölbreytts mannlífsAð torgið verði stolt hverfisins og frábært dvalarsvæði fyrir íbúaAð torgið styðji við veitinga- og viðburðahaldÁhersla er lögð á gott aðgengi fyrir alla.Óðinstorg.Mynd/ReykjavíkurborgÍ dómnefnd áttu sæti Ólafur Bjarnason, formaður, ReykjavíkurborgHildur Gunnlaugsdóttir, ReykjavíkurborgOddur Hermannsson, fulltrúi FÍLAGunnar Sigurðsson, fulltrúi AÍTinna Brá Baldvinsdóttir, fulltrúi Miðborgarinnar okkar Ritari dómnefndar var Björn Ingi Edvardsson, landslagsarkitekt og trúnaðarmaður keppninnar var Ólafur Melsted, landslagsarkitekt. Undirbúningur og aðdragandi aðhönnunarsamkeppni þessara tveggja svæða hefur verið nokkur. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti í febrúar 2013 að vinna forsögn um endurbætur á Laugavegi, kaflann frá Snorrabraut að Skólavörðustíg þar sem gert er ráð fyrir að endurnýja allt yfirborð, gróður, götugögn og götulýsingu í áföngum. Í kjölfarið var skipaður vinnuhópur um verkefnið og lagði hann fram hönnunarforsögn í umhverfis- og skipulagsráði, sem jafnframt var kynnt fyrir íbúum, fasteignaeigendum og fyrirtækjum við Laugaveg á umræddum kafla. Ábendingar sem fram komu við forsögnina voru hluti af keppnisgögnum. Endurgerð Óðinstorgs hefur einnig verið í deiglunni um skeið. Samkeppni um útfærslu torgsins hafði áður verið samþykkt haustið 2008 í þáverandi umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur og var þá hluti af hugmyndasamkeppni um Óðinstorg, Baldurstorg og Freyjutorg. Í kjölfarið hófst vinna með biðsvæðaverkefni og ýmsar tilraunainnsetningar á Óðinstorgi og Baldurstorgi sem hefur nú m.a. leitt til hönnunarsamkeppni Óðinstorgs.“Óðinstorg að nóttu.Mynd/Reykjavíkurborg. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Niðurstöður í hönnunarsamkeppni um Laugaveg og Óðinstorg voru kynntar í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hugmyndirnar sýna endurgerð tveggja svæða, annars vegar á Laugavegi milli Snorrabrautar og Skólavörðustígs og hins vegar Óðinstorgi. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að „viðfangsefni samkeppninnar hafi verið að hanna svæði fyrir almenning sem endurspeglaði bæði góðan borgarbrag og yrði vettvangur fjölbreytts mannlífs, þar sem aukin áhersla væri lögð á gangandi og hjólandi umferð auk góðs aðgengis fyrir alla. Höfundar vinningstillögu um endurgerð Laugavegar eru Birgir Teitsson, Hulda Sigmarsdóttir og Sara Axelsdóttir, arkitektar hjá Arkís arkitektum. Með þeim í teymi eru Hermann Ólafsson, landslangsarkitekt hjá Landhönnun, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, lýsingarhönnuður, Guðjón Örn Sigurðsson, lýsingahönnuður, Kristveig Sigurðardóttir, skipulagsverkfræðingur og Ramon Contini hjá Verkís og Harpa Cilia Ingólfsdóttir, ferlihönnuður og byggingarfræðingur hjá Aðgengi.Höfundar vinningstillögu um endurgerð Óðinstorgs eru Anna María Bogadóttir, Einar Hlér Einarsson, Hrólfur Karl Cela og Sigríður Sigþórsdóttir, arkitektar hjá Basalt arkitektum. Í samstarfi við þau voru Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt, Edda Ívarsdóttir, borgarhönnuður og Dario Gustavo Nunes Salazar, lýsingarhönnuður hjá Verkís. Í dag var einnig opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur sýning á öllum tillögum hönnunarsamkeppninnar og verður hún opin til mánudags.Laugavegur við Kjörgarð.Mynd/ReykjavíkurborgVerslun, þjónusta og mannlíf á Laugavegi Um vinningstillögu að endurgerð Laugavegar frá Skólavörðustíg að Snorrabraut segir dómnefnd að hún bjóði upp á hlýlegt yfirbragð götu og feli í sér áhugaverðar hugmyndir. „Mynstrið í hellum er margbrotið og gefur götunni líflegt yfirbragð. Merking gatnamóta í yfirborði götu er athyglisverð. Útfærsla og aðlögun að nærliggjandi götum gæti þó orðið vandasöm. Hugmyndir um lýsingu og vatnsnotkun í göturýminu eru skoðunarverðar. Hugmynd um leiðarlínu í götu er áhugaverð. Saknað er ítarlegri tillagna um útfærslu á götugögnum, lýsingu og gróðri,“ segir í umsögn dómnefndar. Endurbættur Laugavegur á að laða að fólk og styðja betur við verslun og þjónustu sem veitt eru í götunni, auk þess að efla mannlífið sem hefur verið að aukast á undanförnum árum.Laugavegur að nóttu til.Mynd/ReykjavíkurborgÍ samantekt um hönnunarsamkeppnina segir að eftirfarandi markmið skyldi hafa í huga við úrlausnir á Laugavegi:Styðja við verslunarrekstur, veitinga- og viðburðahald við Laugaveginn.Efla þungamiðjur við Laugaveginn, bæði með því að skapa nýjar og efla þær sem til staðar eru en eru kannski óvirkar í dag.Fjölga uppbrotum við Laugaveginn; m.a. með því að virkja og efla starfsemi sem gætu átt sér stað í þak- og bakgörðum við Laugaveginn.Að hönnunin myndi umgjörð um lifandi og aðlaðandi staði sem ýti undir aukin og gagnkvæm samskipti fólks. Umhverfisleg gæði verði hámörkuð og skapað verði gott aðgengi fyrir alla.Styðja ímynd Laugavegarins sem eins elsta verslunarkjarna Reykjavíkur svo að tíðarandi húsa og götu falli sem best saman. Huga að merkingum og reglum um skilti og auglýsingabúnað með það að leiðarljósi að skapa ákveðna ró í götunni en ekki ,,Vegas“ stemningu á Laugaveginum. Búnaður, götugögn og annað sem hönnuðir kjósa að velja sé í anda Reykjavíkur eða norrænna borga.ÓðinstorgMynd/ReykjavíkurborgFjölbreytt hverfistorg fyrir íbúa og gesti „Tillagan sýnir góða og sannfærandi útfærslu, þar sem efnisval er gott og hugmyndir vel útfærðar,“ segir í dómnefndaráliti um vinningstillögu að endurgerð Laugavegar frá Skólavörðustíg að Snorrabraut. „Leiðarlínan er hugmynd sem virðist virka vel og tengir sögu svæðisins inn í hönnunina. Lýsing í götu og rýmum er vel leyst sem og við götugögn. Götutorg eru áhugaverð og sama má segja um lausn á bílastæðum fyrir mismunandi árstíma. Tillögur um götugögn og gróðurbeð virka sannfærandi. Hugmyndir um yfirborð eru með góðu jafnvægi en vinna mætti meira með efnisval. Athuga þarf betur flæði gangandi umferðar og bíla. Tillagan er vel unnin, sýnir ágætt heildaryfirbragð Laugavegar og góðar úrlausnir.“Óðinstorg að vetri.Mynd/ReykjavíkurborgHelsta viðfangsefni hönnunarsamkeppninnar fyrir Óðinstorg var að stuðla að breyttri notkun á torginu frá því sem nú er, en svæðið er að mestu lagt undir bílastæði. Einnig að horfa á lausnir fyrir Óðinsgötu og Týsgötu sem tengir torgið við Skólavörðustíg á sem bestan hátt. Í innsendum tillögum mátti samkvæmt keppnisskilmmálum horfa framhjá ákvæðum gildandi deiliskipulags hvað varðar torg og göturými. Í forsendum hönnunarsamkeppninnar var lagt upp með eftirfarandi markmið:Að efla gæði umhverfisins á allan hátt og að hönnunin endurspegli góðan borgarbragAð torgið verði vettvangur fjölbreytts mannlífsAð torgið verði stolt hverfisins og frábært dvalarsvæði fyrir íbúaAð torgið styðji við veitinga- og viðburðahaldÁhersla er lögð á gott aðgengi fyrir alla.Óðinstorg.Mynd/ReykjavíkurborgÍ dómnefnd áttu sæti Ólafur Bjarnason, formaður, ReykjavíkurborgHildur Gunnlaugsdóttir, ReykjavíkurborgOddur Hermannsson, fulltrúi FÍLAGunnar Sigurðsson, fulltrúi AÍTinna Brá Baldvinsdóttir, fulltrúi Miðborgarinnar okkar Ritari dómnefndar var Björn Ingi Edvardsson, landslagsarkitekt og trúnaðarmaður keppninnar var Ólafur Melsted, landslagsarkitekt. Undirbúningur og aðdragandi aðhönnunarsamkeppni þessara tveggja svæða hefur verið nokkur. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti í febrúar 2013 að vinna forsögn um endurbætur á Laugavegi, kaflann frá Snorrabraut að Skólavörðustíg þar sem gert er ráð fyrir að endurnýja allt yfirborð, gróður, götugögn og götulýsingu í áföngum. Í kjölfarið var skipaður vinnuhópur um verkefnið og lagði hann fram hönnunarforsögn í umhverfis- og skipulagsráði, sem jafnframt var kynnt fyrir íbúum, fasteignaeigendum og fyrirtækjum við Laugaveg á umræddum kafla. Ábendingar sem fram komu við forsögnina voru hluti af keppnisgögnum. Endurgerð Óðinstorgs hefur einnig verið í deiglunni um skeið. Samkeppni um útfærslu torgsins hafði áður verið samþykkt haustið 2008 í þáverandi umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur og var þá hluti af hugmyndasamkeppni um Óðinstorg, Baldurstorg og Freyjutorg. Í kjölfarið hófst vinna með biðsvæðaverkefni og ýmsar tilraunainnsetningar á Óðinstorgi og Baldurstorgi sem hefur nú m.a. leitt til hönnunarsamkeppni Óðinstorgs.“Óðinstorg að nóttu.Mynd/Reykjavíkurborg.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira