Kynntu tillögur um endurbætur Laugavegar og Óðinstorgs Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2015 20:27 Hugmyndir eiga að efla mannlíf og styðja við þjónustu á Laugavegi. Mynd/Reykjavíkurborg Niðurstöður í hönnunarsamkeppni um Laugaveg og Óðinstorg voru kynntar í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hugmyndirnar sýna endurgerð tveggja svæða, annars vegar á Laugavegi milli Snorrabrautar og Skólavörðustígs og hins vegar Óðinstorgi. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að „viðfangsefni samkeppninnar hafi verið að hanna svæði fyrir almenning sem endurspeglaði bæði góðan borgarbrag og yrði vettvangur fjölbreytts mannlífs, þar sem aukin áhersla væri lögð á gangandi og hjólandi umferð auk góðs aðgengis fyrir alla. Höfundar vinningstillögu um endurgerð Laugavegar eru Birgir Teitsson, Hulda Sigmarsdóttir og Sara Axelsdóttir, arkitektar hjá Arkís arkitektum. Með þeim í teymi eru Hermann Ólafsson, landslangsarkitekt hjá Landhönnun, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, lýsingarhönnuður, Guðjón Örn Sigurðsson, lýsingahönnuður, Kristveig Sigurðardóttir, skipulagsverkfræðingur og Ramon Contini hjá Verkís og Harpa Cilia Ingólfsdóttir, ferlihönnuður og byggingarfræðingur hjá Aðgengi.Höfundar vinningstillögu um endurgerð Óðinstorgs eru Anna María Bogadóttir, Einar Hlér Einarsson, Hrólfur Karl Cela og Sigríður Sigþórsdóttir, arkitektar hjá Basalt arkitektum. Í samstarfi við þau voru Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt, Edda Ívarsdóttir, borgarhönnuður og Dario Gustavo Nunes Salazar, lýsingarhönnuður hjá Verkís. Í dag var einnig opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur sýning á öllum tillögum hönnunarsamkeppninnar og verður hún opin til mánudags.Laugavegur við Kjörgarð.Mynd/ReykjavíkurborgVerslun, þjónusta og mannlíf á Laugavegi Um vinningstillögu að endurgerð Laugavegar frá Skólavörðustíg að Snorrabraut segir dómnefnd að hún bjóði upp á hlýlegt yfirbragð götu og feli í sér áhugaverðar hugmyndir. „Mynstrið í hellum er margbrotið og gefur götunni líflegt yfirbragð. Merking gatnamóta í yfirborði götu er athyglisverð. Útfærsla og aðlögun að nærliggjandi götum gæti þó orðið vandasöm. Hugmyndir um lýsingu og vatnsnotkun í göturýminu eru skoðunarverðar. Hugmynd um leiðarlínu í götu er áhugaverð. Saknað er ítarlegri tillagna um útfærslu á götugögnum, lýsingu og gróðri,“ segir í umsögn dómnefndar. Endurbættur Laugavegur á að laða að fólk og styðja betur við verslun og þjónustu sem veitt eru í götunni, auk þess að efla mannlífið sem hefur verið að aukast á undanförnum árum.Laugavegur að nóttu til.Mynd/ReykjavíkurborgÍ samantekt um hönnunarsamkeppnina segir að eftirfarandi markmið skyldi hafa í huga við úrlausnir á Laugavegi:Styðja við verslunarrekstur, veitinga- og viðburðahald við Laugaveginn.Efla þungamiðjur við Laugaveginn, bæði með því að skapa nýjar og efla þær sem til staðar eru en eru kannski óvirkar í dag.Fjölga uppbrotum við Laugaveginn; m.a. með því að virkja og efla starfsemi sem gætu átt sér stað í þak- og bakgörðum við Laugaveginn.Að hönnunin myndi umgjörð um lifandi og aðlaðandi staði sem ýti undir aukin og gagnkvæm samskipti fólks. Umhverfisleg gæði verði hámörkuð og skapað verði gott aðgengi fyrir alla.Styðja ímynd Laugavegarins sem eins elsta verslunarkjarna Reykjavíkur svo að tíðarandi húsa og götu falli sem best saman. Huga að merkingum og reglum um skilti og auglýsingabúnað með það að leiðarljósi að skapa ákveðna ró í götunni en ekki ,,Vegas“ stemningu á Laugaveginum. Búnaður, götugögn og annað sem hönnuðir kjósa að velja sé í anda Reykjavíkur eða norrænna borga.ÓðinstorgMynd/ReykjavíkurborgFjölbreytt hverfistorg fyrir íbúa og gesti „Tillagan sýnir góða og sannfærandi útfærslu, þar sem efnisval er gott og hugmyndir vel útfærðar,“ segir í dómnefndaráliti um vinningstillögu að endurgerð Laugavegar frá Skólavörðustíg að Snorrabraut. „Leiðarlínan er hugmynd sem virðist virka vel og tengir sögu svæðisins inn í hönnunina. Lýsing í götu og rýmum er vel leyst sem og við götugögn. Götutorg eru áhugaverð og sama má segja um lausn á bílastæðum fyrir mismunandi árstíma. Tillögur um götugögn og gróðurbeð virka sannfærandi. Hugmyndir um yfirborð eru með góðu jafnvægi en vinna mætti meira með efnisval. Athuga þarf betur flæði gangandi umferðar og bíla. Tillagan er vel unnin, sýnir ágætt heildaryfirbragð Laugavegar og góðar úrlausnir.“Óðinstorg að vetri.Mynd/ReykjavíkurborgHelsta viðfangsefni hönnunarsamkeppninnar fyrir Óðinstorg var að stuðla að breyttri notkun á torginu frá því sem nú er, en svæðið er að mestu lagt undir bílastæði. Einnig að horfa á lausnir fyrir Óðinsgötu og Týsgötu sem tengir torgið við Skólavörðustíg á sem bestan hátt. Í innsendum tillögum mátti samkvæmt keppnisskilmmálum horfa framhjá ákvæðum gildandi deiliskipulags hvað varðar torg og göturými. Í forsendum hönnunarsamkeppninnar var lagt upp með eftirfarandi markmið:Að efla gæði umhverfisins á allan hátt og að hönnunin endurspegli góðan borgarbragAð torgið verði vettvangur fjölbreytts mannlífsAð torgið verði stolt hverfisins og frábært dvalarsvæði fyrir íbúaAð torgið styðji við veitinga- og viðburðahaldÁhersla er lögð á gott aðgengi fyrir alla.Óðinstorg.Mynd/ReykjavíkurborgÍ dómnefnd áttu sæti Ólafur Bjarnason, formaður, ReykjavíkurborgHildur Gunnlaugsdóttir, ReykjavíkurborgOddur Hermannsson, fulltrúi FÍLAGunnar Sigurðsson, fulltrúi AÍTinna Brá Baldvinsdóttir, fulltrúi Miðborgarinnar okkar Ritari dómnefndar var Björn Ingi Edvardsson, landslagsarkitekt og trúnaðarmaður keppninnar var Ólafur Melsted, landslagsarkitekt. Undirbúningur og aðdragandi aðhönnunarsamkeppni þessara tveggja svæða hefur verið nokkur. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti í febrúar 2013 að vinna forsögn um endurbætur á Laugavegi, kaflann frá Snorrabraut að Skólavörðustíg þar sem gert er ráð fyrir að endurnýja allt yfirborð, gróður, götugögn og götulýsingu í áföngum. Í kjölfarið var skipaður vinnuhópur um verkefnið og lagði hann fram hönnunarforsögn í umhverfis- og skipulagsráði, sem jafnframt var kynnt fyrir íbúum, fasteignaeigendum og fyrirtækjum við Laugaveg á umræddum kafla. Ábendingar sem fram komu við forsögnina voru hluti af keppnisgögnum. Endurgerð Óðinstorgs hefur einnig verið í deiglunni um skeið. Samkeppni um útfærslu torgsins hafði áður verið samþykkt haustið 2008 í þáverandi umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur og var þá hluti af hugmyndasamkeppni um Óðinstorg, Baldurstorg og Freyjutorg. Í kjölfarið hófst vinna með biðsvæðaverkefni og ýmsar tilraunainnsetningar á Óðinstorgi og Baldurstorgi sem hefur nú m.a. leitt til hönnunarsamkeppni Óðinstorgs.“Óðinstorg að nóttu.Mynd/Reykjavíkurborg. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Niðurstöður í hönnunarsamkeppni um Laugaveg og Óðinstorg voru kynntar í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Hugmyndirnar sýna endurgerð tveggja svæða, annars vegar á Laugavegi milli Snorrabrautar og Skólavörðustígs og hins vegar Óðinstorgi. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að „viðfangsefni samkeppninnar hafi verið að hanna svæði fyrir almenning sem endurspeglaði bæði góðan borgarbrag og yrði vettvangur fjölbreytts mannlífs, þar sem aukin áhersla væri lögð á gangandi og hjólandi umferð auk góðs aðgengis fyrir alla. Höfundar vinningstillögu um endurgerð Laugavegar eru Birgir Teitsson, Hulda Sigmarsdóttir og Sara Axelsdóttir, arkitektar hjá Arkís arkitektum. Með þeim í teymi eru Hermann Ólafsson, landslangsarkitekt hjá Landhönnun, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, lýsingarhönnuður, Guðjón Örn Sigurðsson, lýsingahönnuður, Kristveig Sigurðardóttir, skipulagsverkfræðingur og Ramon Contini hjá Verkís og Harpa Cilia Ingólfsdóttir, ferlihönnuður og byggingarfræðingur hjá Aðgengi.Höfundar vinningstillögu um endurgerð Óðinstorgs eru Anna María Bogadóttir, Einar Hlér Einarsson, Hrólfur Karl Cela og Sigríður Sigþórsdóttir, arkitektar hjá Basalt arkitektum. Í samstarfi við þau voru Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt, Edda Ívarsdóttir, borgarhönnuður og Dario Gustavo Nunes Salazar, lýsingarhönnuður hjá Verkís. Í dag var einnig opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur sýning á öllum tillögum hönnunarsamkeppninnar og verður hún opin til mánudags.Laugavegur við Kjörgarð.Mynd/ReykjavíkurborgVerslun, þjónusta og mannlíf á Laugavegi Um vinningstillögu að endurgerð Laugavegar frá Skólavörðustíg að Snorrabraut segir dómnefnd að hún bjóði upp á hlýlegt yfirbragð götu og feli í sér áhugaverðar hugmyndir. „Mynstrið í hellum er margbrotið og gefur götunni líflegt yfirbragð. Merking gatnamóta í yfirborði götu er athyglisverð. Útfærsla og aðlögun að nærliggjandi götum gæti þó orðið vandasöm. Hugmyndir um lýsingu og vatnsnotkun í göturýminu eru skoðunarverðar. Hugmynd um leiðarlínu í götu er áhugaverð. Saknað er ítarlegri tillagna um útfærslu á götugögnum, lýsingu og gróðri,“ segir í umsögn dómnefndar. Endurbættur Laugavegur á að laða að fólk og styðja betur við verslun og þjónustu sem veitt eru í götunni, auk þess að efla mannlífið sem hefur verið að aukast á undanförnum árum.Laugavegur að nóttu til.Mynd/ReykjavíkurborgÍ samantekt um hönnunarsamkeppnina segir að eftirfarandi markmið skyldi hafa í huga við úrlausnir á Laugavegi:Styðja við verslunarrekstur, veitinga- og viðburðahald við Laugaveginn.Efla þungamiðjur við Laugaveginn, bæði með því að skapa nýjar og efla þær sem til staðar eru en eru kannski óvirkar í dag.Fjölga uppbrotum við Laugaveginn; m.a. með því að virkja og efla starfsemi sem gætu átt sér stað í þak- og bakgörðum við Laugaveginn.Að hönnunin myndi umgjörð um lifandi og aðlaðandi staði sem ýti undir aukin og gagnkvæm samskipti fólks. Umhverfisleg gæði verði hámörkuð og skapað verði gott aðgengi fyrir alla.Styðja ímynd Laugavegarins sem eins elsta verslunarkjarna Reykjavíkur svo að tíðarandi húsa og götu falli sem best saman. Huga að merkingum og reglum um skilti og auglýsingabúnað með það að leiðarljósi að skapa ákveðna ró í götunni en ekki ,,Vegas“ stemningu á Laugaveginum. Búnaður, götugögn og annað sem hönnuðir kjósa að velja sé í anda Reykjavíkur eða norrænna borga.ÓðinstorgMynd/ReykjavíkurborgFjölbreytt hverfistorg fyrir íbúa og gesti „Tillagan sýnir góða og sannfærandi útfærslu, þar sem efnisval er gott og hugmyndir vel útfærðar,“ segir í dómnefndaráliti um vinningstillögu að endurgerð Laugavegar frá Skólavörðustíg að Snorrabraut. „Leiðarlínan er hugmynd sem virðist virka vel og tengir sögu svæðisins inn í hönnunina. Lýsing í götu og rýmum er vel leyst sem og við götugögn. Götutorg eru áhugaverð og sama má segja um lausn á bílastæðum fyrir mismunandi árstíma. Tillögur um götugögn og gróðurbeð virka sannfærandi. Hugmyndir um yfirborð eru með góðu jafnvægi en vinna mætti meira með efnisval. Athuga þarf betur flæði gangandi umferðar og bíla. Tillagan er vel unnin, sýnir ágætt heildaryfirbragð Laugavegar og góðar úrlausnir.“Óðinstorg að vetri.Mynd/ReykjavíkurborgHelsta viðfangsefni hönnunarsamkeppninnar fyrir Óðinstorg var að stuðla að breyttri notkun á torginu frá því sem nú er, en svæðið er að mestu lagt undir bílastæði. Einnig að horfa á lausnir fyrir Óðinsgötu og Týsgötu sem tengir torgið við Skólavörðustíg á sem bestan hátt. Í innsendum tillögum mátti samkvæmt keppnisskilmmálum horfa framhjá ákvæðum gildandi deiliskipulags hvað varðar torg og göturými. Í forsendum hönnunarsamkeppninnar var lagt upp með eftirfarandi markmið:Að efla gæði umhverfisins á allan hátt og að hönnunin endurspegli góðan borgarbragAð torgið verði vettvangur fjölbreytts mannlífsAð torgið verði stolt hverfisins og frábært dvalarsvæði fyrir íbúaAð torgið styðji við veitinga- og viðburðahaldÁhersla er lögð á gott aðgengi fyrir alla.Óðinstorg.Mynd/ReykjavíkurborgÍ dómnefnd áttu sæti Ólafur Bjarnason, formaður, ReykjavíkurborgHildur Gunnlaugsdóttir, ReykjavíkurborgOddur Hermannsson, fulltrúi FÍLAGunnar Sigurðsson, fulltrúi AÍTinna Brá Baldvinsdóttir, fulltrúi Miðborgarinnar okkar Ritari dómnefndar var Björn Ingi Edvardsson, landslagsarkitekt og trúnaðarmaður keppninnar var Ólafur Melsted, landslagsarkitekt. Undirbúningur og aðdragandi aðhönnunarsamkeppni þessara tveggja svæða hefur verið nokkur. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti í febrúar 2013 að vinna forsögn um endurbætur á Laugavegi, kaflann frá Snorrabraut að Skólavörðustíg þar sem gert er ráð fyrir að endurnýja allt yfirborð, gróður, götugögn og götulýsingu í áföngum. Í kjölfarið var skipaður vinnuhópur um verkefnið og lagði hann fram hönnunarforsögn í umhverfis- og skipulagsráði, sem jafnframt var kynnt fyrir íbúum, fasteignaeigendum og fyrirtækjum við Laugaveg á umræddum kafla. Ábendingar sem fram komu við forsögnina voru hluti af keppnisgögnum. Endurgerð Óðinstorgs hefur einnig verið í deiglunni um skeið. Samkeppni um útfærslu torgsins hafði áður verið samþykkt haustið 2008 í þáverandi umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur og var þá hluti af hugmyndasamkeppni um Óðinstorg, Baldurstorg og Freyjutorg. Í kjölfarið hófst vinna með biðsvæðaverkefni og ýmsar tilraunainnsetningar á Óðinstorgi og Baldurstorgi sem hefur nú m.a. leitt til hönnunarsamkeppni Óðinstorgs.“Óðinstorg að nóttu.Mynd/Reykjavíkurborg.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent