Tæpir 19 milljarðar króna í skattafslátt vegna Allir vinna Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. janúar 2015 07:00 Átakið Allir vinna stóð frá marsbyrjun 2009 til loka árs 2014. Enn er hægt að sækja um endurgreiðslu VSK vegna varmadæla. Fréttablaðið/Anton Á þeim fimm árum sem átakið Allir vinna stóð nam endurgreiðsla og lækkun skatta alls tæpum 18,7 milljörðum króna. Átakið rann sitt skeið um áramótin síðustu. Yfir 15,5 milljarðar króna voru endurgreiddir af innheimtum virðisaukaskatti vegna viðhalds og byggingar húsnæðis. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra voru afreiddar 88.838 beiðnir um endurgreiðslu og meðalfjárhæð á hverja þeirra því tæpar 174.536 krónur. Þá nam lækkun tekjuskattstofns á gjaldaárunum 2011 og 2012 vegna kostnaðar við viðhald og endurbóta á íbúðar- og frístundahúsnæði alls tæpum 3,2 milljörðum króna. Þá heimild nýttu sér ríflega 39 þúsund manns og nam meðallækkun skattstofnsins tæplega 81 þúsundi króna hjá hverjum.Allir vinna LogoÍ svari Óskars Helga Albertssonar, skrifstofustjóra atvinnurekstrarsviðs ríkisskattstjóra, við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að við gildistöku laga um virðisaukaskatt í ársbyrjun 1990 hafi endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu við íbúðarhúsnæði numið 100 prósentum vegna vinnu manna á byggingarstað við nýbyggingu, viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis. „Endurgreiðsluhlutfallið var lækkað í 60 prósent frá og með 1. júlí 1996 samkvæmt lögum númer 86/1996, samhliða því að felld voru niður vörugjöld af ýmsum byggingarefnum,“ segir Óskar. Endurgreiðsluhlutfallið var svo, frá og með 1. mars 2009, tímabundið hækkað á ný í 100 prósent, auk þess sem endurgreiðsluheimildin var látin taka til þess virðisaukaskatts sem greiddur var vegna vinnu við nýbyggingu, viðhald og endurbætur frístundahúsnæðis og jafnframt til virðisaukaskatts sem greiddur var af þjónustu vegna hönnunar eða eftirlits með byggingu, viðhaldi og endurbótum íbúðar og frístundahúsnæðis. Þá tók endurgreiðsluheimildin einnig til annars húsnæðis sem alfarið er í eigu sveitarfélaga eða stofnana og félaga sem alfarið eru í eigu sveitarfélaga. Upphaflega átti endurgreiðsluheimildin að gilda til 1. janúar 2011, en var framlengd árlega og nú síðast til 1. janúar 2015. Að sögn Óskars Helga eru heimildir til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu manna við íbúðarhúsnæði nú því eins og þær voru fyrir 1. mars 2009 að því frátöldu að samkvæmt bráðabirgðaákvæði við lög um virðisaukaskatt, er heimilt að endurgreiða virðisaukaskatt vegna kaupa á varmadælu til upphitunar íbúðarhúsnæðis. „Þessi heimild gildir í fimm ár frá gildistöku bráðabirgðaákvæðisins þann 5. júní 2014.“Guðrún HafsteinsdóttirVerkefni sem nýttist í baráttu gegn svartri atvinnustarfsemi Samtök iðnaðarins (SI) lögðu fyrir áramót á það mikla og þunga áherslu við fjármálaráðherra að haldið yrði áfram með átaksverkefnið Allir vinna. „Við náðum því því miður ekki í gegn,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, en bendir um leið á að endurgreiðsluhlutfallið hafi færst í að vera það sama og var fyrir 2009, 60 prósent. Rök ríkisstjórnarinnar hafi verið að koma hefði átt með tímabundna innspýtingu í mannvirkjageirann í hruninu. Ekki sé lengur sami skortur á verkefnum og var. Guðrún segir nokkuð til í þessu, en þó sé langur vegur frá því að rífandi gangur sé í geiranum. Verkefninu hafi hins vegar fylgt annar ávinningur líka, svo sem í baráttunni gegn svartri atvinnustarfsemi, auk þess að búa til störf og viðhalda verðmæti eigna. Guðrún bendir á að Svíar hafi náð miklum árangri með því að fella niður virðisaukaskatt á heimilisþrifum og þannig varið réttindi fólksins sem sinnt hafi þeim störfum. Hér hafi svört atvinnustarfsemi lengi loðað við ákveðnar atvinnugreinar og er jafnvel talið að árlegt tekjutap ríkisins vegna þessa nemi um 70 milljörðum króna. „Og ég hefði viljað halda þessu inni í 100 prósentum til að koma allri þessari starfsemi upp á yfirborðið.“ Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
Á þeim fimm árum sem átakið Allir vinna stóð nam endurgreiðsla og lækkun skatta alls tæpum 18,7 milljörðum króna. Átakið rann sitt skeið um áramótin síðustu. Yfir 15,5 milljarðar króna voru endurgreiddir af innheimtum virðisaukaskatti vegna viðhalds og byggingar húsnæðis. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra voru afreiddar 88.838 beiðnir um endurgreiðslu og meðalfjárhæð á hverja þeirra því tæpar 174.536 krónur. Þá nam lækkun tekjuskattstofns á gjaldaárunum 2011 og 2012 vegna kostnaðar við viðhald og endurbóta á íbúðar- og frístundahúsnæði alls tæpum 3,2 milljörðum króna. Þá heimild nýttu sér ríflega 39 þúsund manns og nam meðallækkun skattstofnsins tæplega 81 þúsundi króna hjá hverjum.Allir vinna LogoÍ svari Óskars Helga Albertssonar, skrifstofustjóra atvinnurekstrarsviðs ríkisskattstjóra, við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að við gildistöku laga um virðisaukaskatt í ársbyrjun 1990 hafi endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts vegna vinnu við íbúðarhúsnæði numið 100 prósentum vegna vinnu manna á byggingarstað við nýbyggingu, viðhald og endurbætur íbúðarhúsnæðis. „Endurgreiðsluhlutfallið var lækkað í 60 prósent frá og með 1. júlí 1996 samkvæmt lögum númer 86/1996, samhliða því að felld voru niður vörugjöld af ýmsum byggingarefnum,“ segir Óskar. Endurgreiðsluhlutfallið var svo, frá og með 1. mars 2009, tímabundið hækkað á ný í 100 prósent, auk þess sem endurgreiðsluheimildin var látin taka til þess virðisaukaskatts sem greiddur var vegna vinnu við nýbyggingu, viðhald og endurbætur frístundahúsnæðis og jafnframt til virðisaukaskatts sem greiddur var af þjónustu vegna hönnunar eða eftirlits með byggingu, viðhaldi og endurbótum íbúðar og frístundahúsnæðis. Þá tók endurgreiðsluheimildin einnig til annars húsnæðis sem alfarið er í eigu sveitarfélaga eða stofnana og félaga sem alfarið eru í eigu sveitarfélaga. Upphaflega átti endurgreiðsluheimildin að gilda til 1. janúar 2011, en var framlengd árlega og nú síðast til 1. janúar 2015. Að sögn Óskars Helga eru heimildir til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu manna við íbúðarhúsnæði nú því eins og þær voru fyrir 1. mars 2009 að því frátöldu að samkvæmt bráðabirgðaákvæði við lög um virðisaukaskatt, er heimilt að endurgreiða virðisaukaskatt vegna kaupa á varmadælu til upphitunar íbúðarhúsnæðis. „Þessi heimild gildir í fimm ár frá gildistöku bráðabirgðaákvæðisins þann 5. júní 2014.“Guðrún HafsteinsdóttirVerkefni sem nýttist í baráttu gegn svartri atvinnustarfsemi Samtök iðnaðarins (SI) lögðu fyrir áramót á það mikla og þunga áherslu við fjármálaráðherra að haldið yrði áfram með átaksverkefnið Allir vinna. „Við náðum því því miður ekki í gegn,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, en bendir um leið á að endurgreiðsluhlutfallið hafi færst í að vera það sama og var fyrir 2009, 60 prósent. Rök ríkisstjórnarinnar hafi verið að koma hefði átt með tímabundna innspýtingu í mannvirkjageirann í hruninu. Ekki sé lengur sami skortur á verkefnum og var. Guðrún segir nokkuð til í þessu, en þó sé langur vegur frá því að rífandi gangur sé í geiranum. Verkefninu hafi hins vegar fylgt annar ávinningur líka, svo sem í baráttunni gegn svartri atvinnustarfsemi, auk þess að búa til störf og viðhalda verðmæti eigna. Guðrún bendir á að Svíar hafi náð miklum árangri með því að fella niður virðisaukaskatt á heimilisþrifum og þannig varið réttindi fólksins sem sinnt hafi þeim störfum. Hér hafi svört atvinnustarfsemi lengi loðað við ákveðnar atvinnugreinar og er jafnvel talið að árlegt tekjutap ríkisins vegna þessa nemi um 70 milljörðum króna. „Og ég hefði viljað halda þessu inni í 100 prósentum til að koma allri þessari starfsemi upp á yfirborðið.“
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira