Innlent

Píratar hafa ekki undan fjölda nýskráninga

Samúel Karl Ólason skrifar
Þingmenn Pírata.
Þingmenn Pírata. Vísir/Vilhelm
Frá 13. mars hefur nýskráningum í Pírataflokkinn fjölgað gífurlega. Í raun er fjöldinn svo mikill að Píratar hafa ekki undan að staðfesta kennitölur og færa inn í félagatal.

„Það hefur hrúgast svo mikið inn af skráningum síðan 13. mars að ég er enn staddur á 24. mars og hef hreinlega ekki haft undan við að uppfæra félagatalið,“ segir Finnur Þ. Gunnþórsson, formaður framkvæmdaráðs Pírata.

Heildarfjöldi Pírata í lok mars var 1.443 og í þeim mánuði skráðu 513 sig í Pírata. Þá tölu á þó eftir að staðfesta þar sem enn er ekki búið að fara yfir þær nýskráningar sem bárust eftir 24. mars.

Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata og varamaður í framkvæmdaráði Pírata, gerði meðfylgjandi gröf út frá nýskráningartölum Pírata. Á fyrstu myndinni má sjá fjölda skráninga eftir mánuðum, frá nóvember 2012.

Á annarri myndinni má sjá fjölda skráninga eftir dögum í mars. Á þriðju myndinni má sjá aldursdreifingu Pírata.

Mynd/Björn Leví Gunnarsson
Mynd/Björn Leví Gunnarsson
Mynd/Björn Leví Gunnarsson
Þann 13. mars birti Fréttablaðið niðurstöður úr skoðanakönnun sem sýndi að gengið yrði til kosninga þá myndu Píratar fá 22 prósenta fylgi og fjórtán þingmenn á Alþingi. Þannig yrði flokkurinn sá næststærsti á þingi.

Niðurstöður könnunar MMR, sem birtar voru þann 19. mars, sýndu að Píratar voru þá orðnir stærstir. Þar mældist fylgi þeirra 23,9 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 23,4 prósenta fylgi.


Tengdar fréttir

Telja það ábyrgt að sitja hjá

Píratar leggja fram rúmlega 10 prósent allra þingmála á Alþingi þótt þeir séu bara með 4,7 prósent þingsæta. Þingmenn flokksins hafa verið gagnrýndir fyrir að sitja mikið hjá við atkvæðagreiðslur en þeir segja betra að sitja hjá en greiða atkvæði gegn málum "af því bara."

„Píratar eru nördar“

Páll Vilhjálmsson segir að Íslendingum þyki vænt um nörda eins og Pírata.

Bubbi orðinn stuðningsmaður Pírata

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens ætlar að kjósa Pírata í næstu kosningum þrátt fyrir málflutning þeirra í tengslum við ólöglegt niðurhal á tónlist.

Píratar með yfirburði á meðal yngri kjósenda í nýrri könnun

Tæplega 38 prósent kjósenda undir fimmtugu myndu kjósa Pírata í alþingiskosningum. Píratar standa best að vígi gagnvart yngri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi hjá eldri kjósendum. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn næðu ekki m
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.