Höfðu verið föst á ísnum í heila viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2015 18:14 Sigurður Pétursson vísir/reynir traustason Sigurður Pétursson, sambýliskona hans, Anna Manikutdlak, þriggja ára dóttir þeirra, Sunna, og systir Önnu höfðu verið föst í bát sínum á ís undan austurströnd Grænlands í viku þegar gat kom á bátinn í gær og hann fylltist af sjó. Þau sluppu öll ómeidd en biðu í fjóra tíma í björgunarbát áður en þeim var bjargað með þyrlu sem flutti þau til Kulusuuk. Sigurður og fjölskylda voru á leiðinni frá Bolungarvík til Tasilaaq en báturinn hafði verið í slipp í Bolungarvík. „Vanalega tekur siglingin frá Bolungarvík til Tasilaaq tvo sólarhringa en við vorum búin að vera á ferðinni í níu daga því við festumst þarna á ísnum í viku. Við vorum á kafi í ís en það var farið að blása mikið og mikill sjógangur. Ísinn hefur því bara barið gat á bátinn,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Eftir að gat kom á bátinn í gær tókst Sigurði að koma bátnum út á haf en þá var hann orðinn hálffullur af sjó. Fjölskyldan komst um borð í björgunarbát og segir Sigurður að þá hafi ekki verið nein stórhætta á ferðum. Aðspurður hvernig litlu dóttur hans hafi liðið segir hann að hún hafi staðið sig „eins og sleggja,“ enda hafi hún kannski ekki alveg gert sér grein fyrir hvað var að gerast. Hvergi betra að vera en í bátnum Sigurður telur að báturinn sé á floti ennþá en allt sé væntanlega ónýtt í honum og ekki hægt að komast að honum eins og stendur. „Þetta er mikið tjón því mest af mínum eigum hef ég í bátnum. Ég er meira og minna alltaf í bátnum og lifi af honum, sigli með ferðamenn og rannsóknarhópa,“ segir Sigurður. Hann segir að um stóran og góðan bát hafi verið að ræða og það hafi farið vel um fjölskylduna í bátnum þessa viku sem þau voru föst á ísnum. „Meðan það var ekki mikil hreyfing í ísnum þá var þetta bara eins og á hóteli. Það fer hvergi betur um mann en í honum þó maður sé fastur í ís.“ Tengdar fréttir Ísmanninum og fjölskyldu hans bjargað eftir að bátur þeirra sökk Var á leið frá Bolungarvík til Grænlands. 14. júlí 2015 15:57 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira
Sigurður Pétursson, sambýliskona hans, Anna Manikutdlak, þriggja ára dóttir þeirra, Sunna, og systir Önnu höfðu verið föst í bát sínum á ís undan austurströnd Grænlands í viku þegar gat kom á bátinn í gær og hann fylltist af sjó. Þau sluppu öll ómeidd en biðu í fjóra tíma í björgunarbát áður en þeim var bjargað með þyrlu sem flutti þau til Kulusuuk. Sigurður og fjölskylda voru á leiðinni frá Bolungarvík til Tasilaaq en báturinn hafði verið í slipp í Bolungarvík. „Vanalega tekur siglingin frá Bolungarvík til Tasilaaq tvo sólarhringa en við vorum búin að vera á ferðinni í níu daga því við festumst þarna á ísnum í viku. Við vorum á kafi í ís en það var farið að blása mikið og mikill sjógangur. Ísinn hefur því bara barið gat á bátinn,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Eftir að gat kom á bátinn í gær tókst Sigurði að koma bátnum út á haf en þá var hann orðinn hálffullur af sjó. Fjölskyldan komst um borð í björgunarbát og segir Sigurður að þá hafi ekki verið nein stórhætta á ferðum. Aðspurður hvernig litlu dóttur hans hafi liðið segir hann að hún hafi staðið sig „eins og sleggja,“ enda hafi hún kannski ekki alveg gert sér grein fyrir hvað var að gerast. Hvergi betra að vera en í bátnum Sigurður telur að báturinn sé á floti ennþá en allt sé væntanlega ónýtt í honum og ekki hægt að komast að honum eins og stendur. „Þetta er mikið tjón því mest af mínum eigum hef ég í bátnum. Ég er meira og minna alltaf í bátnum og lifi af honum, sigli með ferðamenn og rannsóknarhópa,“ segir Sigurður. Hann segir að um stóran og góðan bát hafi verið að ræða og það hafi farið vel um fjölskylduna í bátnum þessa viku sem þau voru föst á ísnum. „Meðan það var ekki mikil hreyfing í ísnum þá var þetta bara eins og á hóteli. Það fer hvergi betur um mann en í honum þó maður sé fastur í ís.“
Tengdar fréttir Ísmanninum og fjölskyldu hans bjargað eftir að bátur þeirra sökk Var á leið frá Bolungarvík til Grænlands. 14. júlí 2015 15:57 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Sjá meira
Ísmanninum og fjölskyldu hans bjargað eftir að bátur þeirra sökk Var á leið frá Bolungarvík til Grænlands. 14. júlí 2015 15:57