Fyrrverandi þingmaður fékk tæpar tólf milljónir fyrir læsisverkefnið Sveinn Arnarsson skrifar 25. september 2015 07:00 Það var ráðuneytisstjórinn, Ásta Magnúsdóttir, sem leitaði til Guðfinnu vegna lestrarverkefnisins. vísir/vilhelm Fyrirtæki í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, fékk samtals 11,6 milljónir króna fyrir vinnu fyrir ráðuneyti menntamála við að stýra verkefnaáætlun um þjóðarátak vegna læsis barna í grunnskólum. Staða verkefnisstjóra var ekki auglýst opinberlega. Guðfinna segir ráðgjafarsamningana ekki vera óeðlilega háa. Þeir taxtar sem settir voru upp í samningunum séu svipaðir því sem gengur og gerist í dag. Menntamálaráðherra hafi ekki ráðið Guðfinnu heldur ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmála, Ásta Magnúsdóttir. „Ég hafði heyrt af þessari vinnu eftir að Hvítbókin kom út og ráðuneytisstjóri hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að stýra þessu verkefni,“ segir Guðfinna.Guðfinna S. BjarnadóttirSamningarnir sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gerði við fyrirtæki Guðfinnu og eiginmanns hennar, Vilhjálms Kristjánssonar, LC ráðgjöf ehf., eru tveir. Sá fyrri er dagsettur þann 26. september, sextán dögum eftir fyrsta fund verkefnahópsins, og hljóðar hann upp á átta milljónir króna til handa fyrirtækinu. Verkefni hennar var að móta aðgerðaáætlun í samræmi við markmið Hvítbókar um eflingu menntunar. Verkáætlun um aðgerðir til eflingar læsi áttu samkvæmt samningi að liggja fyrir í desember það ár. Seinni samningurinn, sem hljóðar upp á 3,6 milljónir króna, snýst um vinnu Guðfinnu við að gegna hlutverki ráðgjafa í samráði við ráðuneytisstjóra um sáttmála um læsi. Miðað var við vinnu verksala á tímabilinu frá febrúar 2015 til loka júlí. Athygli vekur að seinni samningurinn er undirritaður þann 7. apríl eða tveimur mánuðum áður en Guðfinna hóf störf við verkefnið. „Fyrst var gerður munnlegur samningur við Guðfinnu en svo náðum við bara illa saman til að klára undirritun,“ segir Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri. Fjórir aðrir fulltrúar í verkefnahópi um læsi fengu hver um sig 300 þúsund króna þóknun fyrir vinnu sína, 1,2 milljónir samtals. Því hefur aðeins launakostnaður við verkefnastjórn um eflingu læsis og þjóðarátak menntamálaráðherra kostað 12,8 milljónir króna. Guðfinna Bjarnadóttir hefur rekið ráðgjafarfyrirtæki frá árinu 1986. Hún var rektor Háskólans í Reykjavík þar til hún settist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 og sat þar í tvö ár. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Fyrirtæki í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, fékk samtals 11,6 milljónir króna fyrir vinnu fyrir ráðuneyti menntamála við að stýra verkefnaáætlun um þjóðarátak vegna læsis barna í grunnskólum. Staða verkefnisstjóra var ekki auglýst opinberlega. Guðfinna segir ráðgjafarsamningana ekki vera óeðlilega háa. Þeir taxtar sem settir voru upp í samningunum séu svipaðir því sem gengur og gerist í dag. Menntamálaráðherra hafi ekki ráðið Guðfinnu heldur ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmála, Ásta Magnúsdóttir. „Ég hafði heyrt af þessari vinnu eftir að Hvítbókin kom út og ráðuneytisstjóri hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að stýra þessu verkefni,“ segir Guðfinna.Guðfinna S. BjarnadóttirSamningarnir sem mennta- og menningarmálaráðuneytið gerði við fyrirtæki Guðfinnu og eiginmanns hennar, Vilhjálms Kristjánssonar, LC ráðgjöf ehf., eru tveir. Sá fyrri er dagsettur þann 26. september, sextán dögum eftir fyrsta fund verkefnahópsins, og hljóðar hann upp á átta milljónir króna til handa fyrirtækinu. Verkefni hennar var að móta aðgerðaáætlun í samræmi við markmið Hvítbókar um eflingu menntunar. Verkáætlun um aðgerðir til eflingar læsi áttu samkvæmt samningi að liggja fyrir í desember það ár. Seinni samningurinn, sem hljóðar upp á 3,6 milljónir króna, snýst um vinnu Guðfinnu við að gegna hlutverki ráðgjafa í samráði við ráðuneytisstjóra um sáttmála um læsi. Miðað var við vinnu verksala á tímabilinu frá febrúar 2015 til loka júlí. Athygli vekur að seinni samningurinn er undirritaður þann 7. apríl eða tveimur mánuðum áður en Guðfinna hóf störf við verkefnið. „Fyrst var gerður munnlegur samningur við Guðfinnu en svo náðum við bara illa saman til að klára undirritun,“ segir Ásta Magnúsdóttir ráðuneytisstjóri. Fjórir aðrir fulltrúar í verkefnahópi um læsi fengu hver um sig 300 þúsund króna þóknun fyrir vinnu sína, 1,2 milljónir samtals. Því hefur aðeins launakostnaður við verkefnastjórn um eflingu læsis og þjóðarátak menntamálaráðherra kostað 12,8 milljónir króna. Guðfinna Bjarnadóttir hefur rekið ráðgjafarfyrirtæki frá árinu 1986. Hún var rektor Háskólans í Reykjavík þar til hún settist á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2007 og sat þar í tvö ár.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira