Innlent

Stjórn foreldra heyrnadaufra barna fagnar fjármunum í námsefnisgerð

Mál Andra Fannars Ágústssonar hefur vakið athygli en hann, auk annarra heyrnarskertra barna á Íslandi, hefur hingað til ekki fengið námsefni á sínu móðurmáli, táknmáli. Foreldrar hans höfða nú sitt annað mál gegn ríkinu.
Mál Andra Fannars Ágústssonar hefur vakið athygli en hann, auk annarra heyrnarskertra barna á Íslandi, hefur hingað til ekki fengið námsefni á sínu móðurmáli, táknmáli. Foreldrar hans höfða nú sitt annað mál gegn ríkinu. MYND/BJÖRG
Stjórn Foreldra- og styrktarfélags heyrnardaufra (FSFH) lýsir yfir ánægju með að settir hafi verið fjármunir í námsefnisgerð á táknmáli og ríkið þar með viðurkennt skyldu sína á þessu sviði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Treystir stjórn félagsins því að heyrnarlaus börn gleymist ekki aftur og að námsefnisgerð á táknmáli verði hluti af reglulegri þjónustu ríkisins í framtíðinni.








Tengdar fréttir

"Þetta var það eina í stöðunni“

Tvær íslenskar barnafjölskyldur fluttu til Danmerkur í sumar vegna skorts á þjónustu við heyrnarlaus börn. Annar fjölskyldufaðirinn segir að yfirvöld bregðist of hægt við og að annað hafi ekki verið í stöðunni.

Fé verður sett í að framleiða námsefni á táknmáli

Menntamálaráðherra ætlar að auka fé til Samskiptamiðstöðvar svo hægt sé að hefja vinnu við að búa til námsefni á táknmáli. Mörg dæmi eru um að fjölskyldur heyrnarlausra barna hafi flutt úr landi á síðustu þrjátíu árum vegna skorts á þjónustu.

Heyrnarlaus börn fylgi jafnöldrum sínum

Grunnskólakennari, sem kennir heyrnarlausum börnum, segir að það muni auka möguleika barnanna til menntunar töluvert að láta þau hafa námsefni á táknmáli, en til stendur að vinna við það hefjist á næsta ári. Heyrnarlaus börn komi þá til með að fylgja frekar námsframvindu jafnaldra sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×