Innlent

Tilkynningar um þjófnað ekki færri frá því að skráningar hófust

Bjarki Ármannsson skrifar
Kynferðis-, fíkniefna- og umferðarlagabrotum fækkaði öllum í desember.
Kynferðis-, fíkniefna- og umferðarlagabrotum fækkaði öllum í desember. Vísir/Vilhelm
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 241 tilkynning um þjófnað í síðasta mánuði og hafa tilkynningar ekki verið færri í einum mánuði frá því að samræmdar skráningar hófust árið 1999.

Þetta kemur fram í afbrotatölfræðiskýrslu lögreglunnar fyrir desember 2014. Kynferðis-, fíkniefna- og umferðarlagabrotum fækkaði öllum miðað við meðalfjölda síðustu þriggja mánaða.

Hins vegar fjölgaði ofbeldisbrotum milli mánaða. Áttatíu brot voru tilkynnt í desember og ef miðað er við síðustu þrjá mánuði hefur þeim fjölgað um fjórtán prósent miðað við sama tímabil síðustu þriggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×