Plássleysi í íslenskum fangelsum: Aldrei fleiri dómar fyrnst en í fyrra Bjarki Ármannsson skrifar 13. janúar 2015 19:01 Alls fyrndust 32 fangelsisdómar á liðnu ári vegna plássleysis í fangelsum. Árið 2013 fyrndust tuttugu dómar en Páll Winkel fangelsisstjóri segir í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag að fangelsisyfirvöld hafi hreinlega ekki þekkt þetta ástand árin þar á undan. „Þetta felst einfaldlega í því að dómurinn er ekki fullnustaður,“ segir Páll. „Menn eru þá dæmdir í fangelsi en þeir þurfa að bíða svo lengi að þeir fara einfaldlega ekki inn.“Alvarleg brot á boðunarlistanum Fyrningartími dóma er eins og gefur að skilja mislangur eftir því hversu alvarleg brotin eru. Óskilorðsbundinn dómur allt að einu ári fyrnist á fimm árum en fjögurra ára fangelsisdómur fyrnist á tíu árum. Páll segir að enn sem komið er sé um að ræða „tiltölulega stutta“ dóma, til að mynda fyrir umferðarlagabrot. „Við forgangsröðum, þannig að við tökum þá sem eru virkir í brotum og þá sem eru dæmdir fyrir alvarlegri brot,“ segir Páll. „En vissulega eru á boðunarlistanum, þó dómarnir hafi ekki fyrnst, menn sem eru dæmdir fyrir alvarleg brot. Eftir því sem plássum fækkar, því fleiri þurfa að bíða.“Refsingar þurfi að koma fljótt Biðlistar í fangelsi eru mjög langir og hafa fangelsisyfirvöld lengi kvartað yfir ástandinu. Nýtt fangelsi á að opna á Hólmsheiði seint í ár en aftur á móti þarf fangelsið á Kópavogsbraut að loka hálfu ári fyrr en gert var ráð fyrir vegna skorts á fjármagni. Páll tekur undir það að það sé varhugavert að afbrotamenn séu látnir bíða svo lengi eftir að geta afplánað dóm sinn. „Jú, það er varhugavert og kannski ekki síst ef maður veltir fyrir sér fræðunum sem slíkum,“ segir hann. „Til þess að refsingar nái árangri þurfa þær að koma mjög fljótt í kjölfar þess að viðkomandi er dæmdur. Menn verða að ná tengingunni.“ Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Alls fyrndust 32 fangelsisdómar á liðnu ári vegna plássleysis í fangelsum. Árið 2013 fyrndust tuttugu dómar en Páll Winkel fangelsisstjóri segir í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag að fangelsisyfirvöld hafi hreinlega ekki þekkt þetta ástand árin þar á undan. „Þetta felst einfaldlega í því að dómurinn er ekki fullnustaður,“ segir Páll. „Menn eru þá dæmdir í fangelsi en þeir þurfa að bíða svo lengi að þeir fara einfaldlega ekki inn.“Alvarleg brot á boðunarlistanum Fyrningartími dóma er eins og gefur að skilja mislangur eftir því hversu alvarleg brotin eru. Óskilorðsbundinn dómur allt að einu ári fyrnist á fimm árum en fjögurra ára fangelsisdómur fyrnist á tíu árum. Páll segir að enn sem komið er sé um að ræða „tiltölulega stutta“ dóma, til að mynda fyrir umferðarlagabrot. „Við forgangsröðum, þannig að við tökum þá sem eru virkir í brotum og þá sem eru dæmdir fyrir alvarlegri brot,“ segir Páll. „En vissulega eru á boðunarlistanum, þó dómarnir hafi ekki fyrnst, menn sem eru dæmdir fyrir alvarleg brot. Eftir því sem plássum fækkar, því fleiri þurfa að bíða.“Refsingar þurfi að koma fljótt Biðlistar í fangelsi eru mjög langir og hafa fangelsisyfirvöld lengi kvartað yfir ástandinu. Nýtt fangelsi á að opna á Hólmsheiði seint í ár en aftur á móti þarf fangelsið á Kópavogsbraut að loka hálfu ári fyrr en gert var ráð fyrir vegna skorts á fjármagni. Páll tekur undir það að það sé varhugavert að afbrotamenn séu látnir bíða svo lengi eftir að geta afplánað dóm sinn. „Jú, það er varhugavert og kannski ekki síst ef maður veltir fyrir sér fræðunum sem slíkum,“ segir hann. „Til þess að refsingar nái árangri þurfa þær að koma mjög fljótt í kjölfar þess að viðkomandi er dæmdur. Menn verða að ná tengingunni.“
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira