Algengt að innflytjendur fái rangar upplýsingar um réttindi sín og skyldur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2015 16:38 Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Vísir/GVA Nýr samningur á milli Mannréttindaskrifstofu Íslands og velferðarráðuneytisins vegna lögfræðiráðgjafar til innflytjenda, þeim að kostnaðarlausu, var undirritaður í gær. Boðið hefur verið upp á þjónustuna frá því í nóvember 2011 og segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofunnar, að aðsóknin í þjónustuna hafi farið sívaxandi. Í fyrra veitti skrifstofan 513 viðtöl, samanborið við 471 árið 2013 og 445 árið 2012. „Ég er ekki endilega viss um að það sé vaxandi þörf fyrir þessa þjónustu heldur hefur ráðgjöfin spurst út. Ég tel að það skýri þessa aukningu á milli ára og það er algjörlega ljóst að þessi ráðgjöf er nauðsynleg,“ segir Margrét. Hún segir að þó að finna megi gagnlegar upplýsingar víða, til dæmis á vefnum, þá komi ekkert í staðinn fyrir einstaklingsráðgjöfina. „Fólk þekkir ekki lagarammann og sumir hafa líka takmarkaða þekkingu á íslensku samfélagi og hvernig það virkar. Þá er líka algengt að einstaklingar hafi einfaldlega fengið rangar upplýsingar. Til dæmis hafa komið hingað konur sem eru í ofbeldissamböndum og þeim er sögð alls konar vitleysa, til að mynda varðandi hvað gerist við skilnað. Mennirnir hafa þá sagt að þeir fái forræði yfir börnunum vegna þess að þannig séu lögin á Íslandi. Það er auðvitað alrangt,“ segir Margrét. Forsjár-og skilnaðarmál eru einmitt algengust málin sem koma inn á borð lögfræðiráðgjafarinnar og þá eru mál tengd brotum á vinnumarkaði einnig algeng. Þá er einnig nokkuð um að fólk leiti til Mannréttindaskrifstofunnar því að það þori ekki að leita til stéttarfélaga sinna eða lögreglu: „Sumir eru ekki vanir því að til dæmis stéttarfélög virki eins og þau gera hér, eða lögreglan, og treysta sér því ekki til að leita til þeirra. Þá reynum við að sjálfsögðu gera okkar besta til að byggja upp það traust.“ Inni í samningi Mannréttindaskrifstofu og ráðuneytisins er einnig túlkaþjónusta, svo óski einstaklingur eftir því að fá túlk með sér í viðtal hjá lögfræðingi, er það honum að kostnaðarlausu. Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira
Nýr samningur á milli Mannréttindaskrifstofu Íslands og velferðarráðuneytisins vegna lögfræðiráðgjafar til innflytjenda, þeim að kostnaðarlausu, var undirritaður í gær. Boðið hefur verið upp á þjónustuna frá því í nóvember 2011 og segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofunnar, að aðsóknin í þjónustuna hafi farið sívaxandi. Í fyrra veitti skrifstofan 513 viðtöl, samanborið við 471 árið 2013 og 445 árið 2012. „Ég er ekki endilega viss um að það sé vaxandi þörf fyrir þessa þjónustu heldur hefur ráðgjöfin spurst út. Ég tel að það skýri þessa aukningu á milli ára og það er algjörlega ljóst að þessi ráðgjöf er nauðsynleg,“ segir Margrét. Hún segir að þó að finna megi gagnlegar upplýsingar víða, til dæmis á vefnum, þá komi ekkert í staðinn fyrir einstaklingsráðgjöfina. „Fólk þekkir ekki lagarammann og sumir hafa líka takmarkaða þekkingu á íslensku samfélagi og hvernig það virkar. Þá er líka algengt að einstaklingar hafi einfaldlega fengið rangar upplýsingar. Til dæmis hafa komið hingað konur sem eru í ofbeldissamböndum og þeim er sögð alls konar vitleysa, til að mynda varðandi hvað gerist við skilnað. Mennirnir hafa þá sagt að þeir fái forræði yfir börnunum vegna þess að þannig séu lögin á Íslandi. Það er auðvitað alrangt,“ segir Margrét. Forsjár-og skilnaðarmál eru einmitt algengust málin sem koma inn á borð lögfræðiráðgjafarinnar og þá eru mál tengd brotum á vinnumarkaði einnig algeng. Þá er einnig nokkuð um að fólk leiti til Mannréttindaskrifstofunnar því að það þori ekki að leita til stéttarfélaga sinna eða lögreglu: „Sumir eru ekki vanir því að til dæmis stéttarfélög virki eins og þau gera hér, eða lögreglan, og treysta sér því ekki til að leita til þeirra. Þá reynum við að sjálfsögðu gera okkar besta til að byggja upp það traust.“ Inni í samningi Mannréttindaskrifstofu og ráðuneytisins er einnig túlkaþjónusta, svo óski einstaklingur eftir því að fá túlk með sér í viðtal hjá lögfræðingi, er það honum að kostnaðarlausu.
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Sjá meira