Skuldir heimila gætu vaxið verulega með afnámi hafta kolbeinn óttarsson proppé skrifar 27. febrúar 2015 09:15 Stjórnvöld hafa ekki sinnt því nægilega að undirbúa þjóðina undir hvað tekur við eftir afnám gjaldeyrishafta, að mati hagfræðings við HÍ. Hagfræðingar sammála um að umræðan þurfi að fara fram fyrir opnum tjöldum. vísir/gva „Það þarf að undirbúa þjóðina,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Mikilvægt sé að stjórnvöld sýni frumkvæði og ræði lífið eftir afnám gjaldeyrishafta. „Afnám hafta kemur ekki ofan frá, þjóðin verður að vera með,“ segir Ásgeir við Fréttablaðið. Þegar krónan verði frjáls missum við stjórn á henni. „Þú getur ekki afnumið höft nema sleppa krónunni frjálsri og þá mun hún hækka eða lækka, sem getur orsakað verðbólgu. Það þarf ekki mikið gengisfall til að ýta mörgum íslenskum heimilum út í neikvæða eiginfjárstöðu.“ Ásgeir segir að ef raunverulega eigi að afnema höftin, þurfi umræðan um það að hefjast. „Meginhluti af lánum heimilanna er verðtryggður og gengislán og verðtryggt lán er nokkurn veginn sama lánið. Það þarf að undirbúa almenning fyrir þetta og undirbúa stofnanakerfið þannig að þetta sé einfaldlega pólitískt mögulegt.“ Að mati Ásgeirs virðist sem ekki sé mikið að gerast í afnámi hafta. Engar tillögur hafi komið fram frá því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvarf úr landi. „Það eru sex ár frá hruninu. Sú afsökun að við séum að setja höft út af fjármálaáfalli er ekki lengur fyrir hendi,“ segir Ásgeir. „Það er talað um að afnema höftin, en ekkert í okkar gerðum bendir til þess að það sé að fara að gerast.“ Ásgeir var frummælandi á fundi stjórnarandstöðunnar um afnám hafta í gær, ásamt Sigríði Benediktsdóttur, hagfræðingi hjá Seðlabankanum, og Ólafi Darra Ólafssyni, hagfræðingi hjá ASÍ. Hagfræðingarnir þrír voru sammála um að ytri aðstæður fyrir losun hafta væru hagstæðar um þessar mundir. Hins vegar væri mikilvægt að umræðan færi fram fyrir opnum tjöldum. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
„Það þarf að undirbúa þjóðina,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Mikilvægt sé að stjórnvöld sýni frumkvæði og ræði lífið eftir afnám gjaldeyrishafta. „Afnám hafta kemur ekki ofan frá, þjóðin verður að vera með,“ segir Ásgeir við Fréttablaðið. Þegar krónan verði frjáls missum við stjórn á henni. „Þú getur ekki afnumið höft nema sleppa krónunni frjálsri og þá mun hún hækka eða lækka, sem getur orsakað verðbólgu. Það þarf ekki mikið gengisfall til að ýta mörgum íslenskum heimilum út í neikvæða eiginfjárstöðu.“ Ásgeir segir að ef raunverulega eigi að afnema höftin, þurfi umræðan um það að hefjast. „Meginhluti af lánum heimilanna er verðtryggður og gengislán og verðtryggt lán er nokkurn veginn sama lánið. Það þarf að undirbúa almenning fyrir þetta og undirbúa stofnanakerfið þannig að þetta sé einfaldlega pólitískt mögulegt.“ Að mati Ásgeirs virðist sem ekki sé mikið að gerast í afnámi hafta. Engar tillögur hafi komið fram frá því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvarf úr landi. „Það eru sex ár frá hruninu. Sú afsökun að við séum að setja höft út af fjármálaáfalli er ekki lengur fyrir hendi,“ segir Ásgeir. „Það er talað um að afnema höftin, en ekkert í okkar gerðum bendir til þess að það sé að fara að gerast.“ Ásgeir var frummælandi á fundi stjórnarandstöðunnar um afnám hafta í gær, ásamt Sigríði Benediktsdóttur, hagfræðingi hjá Seðlabankanum, og Ólafi Darra Ólafssyni, hagfræðingi hjá ASÍ. Hagfræðingarnir þrír voru sammála um að ytri aðstæður fyrir losun hafta væru hagstæðar um þessar mundir. Hins vegar væri mikilvægt að umræðan færi fram fyrir opnum tjöldum.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira