Sneri við um leið og ég sá brekku Magnús Guðmundsson skrifar 26. september 2015 10:30 Íslensku listamennirnir fyrir framan Quartair galleríið í Den Haag. Í dag opna 8 íslenskir myndlistarmenn sýninguna ,Reykjavík Stories í Quartair galleríinu í Den Haag í Hollandi. Sýningarstjóri er Tim Junge og hann hefur haft veg og vanda af undirbúningi verkefnisins. Finnur Arnar er einn listamannanna sem taka þátt í sýningunni og hann segir að Quartair galleríið eigi talsverða sögu af því að vinna með Íslendingum. „Listamennirnir sem taka þátt í verkefninu að þessu sinni eru auk mín Jón Óskar, Hulda Hákon, Jóhann Ludwig Torfason, Ragnhildur Jóhanns, Guðmundur Thoroddsen, Sindri Leifsson og Dodda Maggý. Verk okkar allra á sýningunni tengjast með einum eða öðrum hætti Reykjavík. Höfuðborg sem við þekkjum og upplifum hvert með sínum hætti og höfum kynnst misvel og lengi. Það er mikil hefð fyrir samstarfi á milli landanna í myndlist enda hafa gríðarlega margir íslenskir myndlistarmenn stundað nám í Hollandi og fundið sig vel. Ekki eru það fjöllin sem toga okkur hingað því ég hef nú ekki séð nema eina brekku hérna í borginni enn sem komið er. Að sjálfsögðu sneri ég snarlega við og fann mér aðra leið að mínum áfangastað,“ segir Finnur og hlær. Finnur bætir við að það séu líka ákveðin hugmyndafræðileg tengsl á milli Quartair gallerísins og Nýló en bæði eru þessi gallerí í raun listamannarekin. Þar sem Tim Junge býr heima á Íslandi og hefur þar verið maðurinn á bak við art 365 og þekkir einnig vel til Nýló fannst honum tilvalið að efla samstarfið þarna á milli. Verkin á sýningunni eru í raun jafn ólík og listamennirnir eru margir; það eru þarna myndbandsverk, ljósmyndir, málverk, skúlptúrar og Sindri Leifsson ætlar að performera við opnunina.“ Í tilefni sýningarinnar kemur út vegleg bók um sýninguna og verk listamannanna þar sem Markús Þór Andrésson skrifar megintexta en Bergdís Ellertsdóttir sendiherra ritar formála. Hún mun einnig opna sýninguna formlega. Finnur bendir á að þau hafi fengið styrk frá Reykjavíkurborg til þess að standa straum af kostnaði við útgáfuna. „Við erum ákaflega þakklát fyrir stuðninginn og vonum að það geti orðið framhald á samstarfinu. En nú er allt tilbúið og við að fara á listviðburð á ströndinni og hér er enn sumar og sól. Það verða s.s. léttklæddir listamenn á ströndinni – það er eitthvað.“ Myndlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Í dag opna 8 íslenskir myndlistarmenn sýninguna ,Reykjavík Stories í Quartair galleríinu í Den Haag í Hollandi. Sýningarstjóri er Tim Junge og hann hefur haft veg og vanda af undirbúningi verkefnisins. Finnur Arnar er einn listamannanna sem taka þátt í sýningunni og hann segir að Quartair galleríið eigi talsverða sögu af því að vinna með Íslendingum. „Listamennirnir sem taka þátt í verkefninu að þessu sinni eru auk mín Jón Óskar, Hulda Hákon, Jóhann Ludwig Torfason, Ragnhildur Jóhanns, Guðmundur Thoroddsen, Sindri Leifsson og Dodda Maggý. Verk okkar allra á sýningunni tengjast með einum eða öðrum hætti Reykjavík. Höfuðborg sem við þekkjum og upplifum hvert með sínum hætti og höfum kynnst misvel og lengi. Það er mikil hefð fyrir samstarfi á milli landanna í myndlist enda hafa gríðarlega margir íslenskir myndlistarmenn stundað nám í Hollandi og fundið sig vel. Ekki eru það fjöllin sem toga okkur hingað því ég hef nú ekki séð nema eina brekku hérna í borginni enn sem komið er. Að sjálfsögðu sneri ég snarlega við og fann mér aðra leið að mínum áfangastað,“ segir Finnur og hlær. Finnur bætir við að það séu líka ákveðin hugmyndafræðileg tengsl á milli Quartair gallerísins og Nýló en bæði eru þessi gallerí í raun listamannarekin. Þar sem Tim Junge býr heima á Íslandi og hefur þar verið maðurinn á bak við art 365 og þekkir einnig vel til Nýló fannst honum tilvalið að efla samstarfið þarna á milli. Verkin á sýningunni eru í raun jafn ólík og listamennirnir eru margir; það eru þarna myndbandsverk, ljósmyndir, málverk, skúlptúrar og Sindri Leifsson ætlar að performera við opnunina.“ Í tilefni sýningarinnar kemur út vegleg bók um sýninguna og verk listamannanna þar sem Markús Þór Andrésson skrifar megintexta en Bergdís Ellertsdóttir sendiherra ritar formála. Hún mun einnig opna sýninguna formlega. Finnur bendir á að þau hafi fengið styrk frá Reykjavíkurborg til þess að standa straum af kostnaði við útgáfuna. „Við erum ákaflega þakklát fyrir stuðninginn og vonum að það geti orðið framhald á samstarfinu. En nú er allt tilbúið og við að fara á listviðburð á ströndinni og hér er enn sumar og sól. Það verða s.s. léttklæddir listamenn á ströndinni – það er eitthvað.“
Myndlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira