Rýmri reglur um staðgöngumæðrun kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 09:15 Jafnréttisstofa gerir athugasemdir við drög að nýju frumvarpi um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni og er ekki viss um að almenn samfélagsleg sátt sé um að lögfesta þetta úrræði við barnleysi. vísir/Epa Reglur um yfirfærslu foreldraréttar hvað varðar staðgöngumæðrun eru mun rýmri en reglur um ættleiðingu í nýju frumvarpi um staðgöngumæðrun. Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu, veltir því fyrir sér hvers vegna svo sé og segir suma hafa velt því upp hvort ekki ætti frekar að gera ættleiðingu auðveldari fremur en að heimila staðgöngumæðrun. Enda sé sú leið umdeild og flókin í framkvæmd. „Samkvæmt lögum um ættleiðingar eru gerðar kröfur um að fólk sem vill ættleiða séu hjón eða hafi verði í skráðri sambúð í a.m.k. fimm ár. Einhleypum er heimilað að ættleiða ef sérstaklega stendur á og það er ótvírætt barninu til hagsbóta. Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að hjón eða einstaklingar í sambúð sem hafi varað a.m.k. þrjú ár geti nýtt þennan möguleika, að freista þess að eignast barn fyrir milligöngu staðgöngumóður. Einhleypir geta farið þessa leið, standi sérstaklega á og „ótvírætt þykir að hagsmunir barns verði tryggðir og að uppfylltum öðrum skilyrðum laga þessara“, eins og segir í 9. gr. frumvarpsdraganna. Ingibjörg tekur fram að hún hafi aðeins skoðað drög að frumvarpi til laga sem heimilar staðgöngumæðrun og ekki kynnt sér þá greinargerð sem mun fylgja með frumvarpinu þegar það verður lagt fram. „Ferlið er auðvitað ekki það sama. Þegar um staðgöngumæðrun er að ræða fylgja væntanlegir foreldrar meðgöngunni frá byrjun og mynda hugsanlega/líklega strax sterk tengsl en oftast þegar um ættleiðingu er að ræða þá er barnið fætt þegar ættleiðingarferlið byrjar og kannski getur verið flóknara og erfiðara að mynda tengslin og því hugsanlega þess vegna sem krafa er gerð um lengri sambúð ættleiðingarforeldranna. Hvort þetta er einhver skýring get ég auðvitað ekki fullyrt. Sumir hafa velt því upp hvort jafnvel ætti ekki frekar að gera ættleiðingu auðveldari, væntanlega þá rýmka skilyrðin, fremur en að heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni því sú leið sé enn umdeild og flókin í framkvæmd. Erfitt sé að setja reglur um öll þau álitamál sem staðgöngumæðrun varða.“ Jafnréttisstofa hefur samið umsögn um frumvarpsdrögin. Þar segir að Jafnréttisstofa sé ekki að svo stöddu viss um að almenn samfélagsleg sátt sé um að lögfesta þetta úrræði við barnleysi. Gerðar eru athugasemdir við fjölda atriða, um fjárhagsstöðu staðgöngumæðra, ráðgjöf og réttaráhrif samþykkis og viljayfirlýsingu, börn sem fæðast erlendis og hvernig mögulegt sé að banna að hafa milligöngu um staðgöngumæðrun. Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Reglur um yfirfærslu foreldraréttar hvað varðar staðgöngumæðrun eru mun rýmri en reglur um ættleiðingu í nýju frumvarpi um staðgöngumæðrun. Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu, veltir því fyrir sér hvers vegna svo sé og segir suma hafa velt því upp hvort ekki ætti frekar að gera ættleiðingu auðveldari fremur en að heimila staðgöngumæðrun. Enda sé sú leið umdeild og flókin í framkvæmd. „Samkvæmt lögum um ættleiðingar eru gerðar kröfur um að fólk sem vill ættleiða séu hjón eða hafi verði í skráðri sambúð í a.m.k. fimm ár. Einhleypum er heimilað að ættleiða ef sérstaklega stendur á og það er ótvírætt barninu til hagsbóta. Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að hjón eða einstaklingar í sambúð sem hafi varað a.m.k. þrjú ár geti nýtt þennan möguleika, að freista þess að eignast barn fyrir milligöngu staðgöngumóður. Einhleypir geta farið þessa leið, standi sérstaklega á og „ótvírætt þykir að hagsmunir barns verði tryggðir og að uppfylltum öðrum skilyrðum laga þessara“, eins og segir í 9. gr. frumvarpsdraganna. Ingibjörg tekur fram að hún hafi aðeins skoðað drög að frumvarpi til laga sem heimilar staðgöngumæðrun og ekki kynnt sér þá greinargerð sem mun fylgja með frumvarpinu þegar það verður lagt fram. „Ferlið er auðvitað ekki það sama. Þegar um staðgöngumæðrun er að ræða fylgja væntanlegir foreldrar meðgöngunni frá byrjun og mynda hugsanlega/líklega strax sterk tengsl en oftast þegar um ættleiðingu er að ræða þá er barnið fætt þegar ættleiðingarferlið byrjar og kannski getur verið flóknara og erfiðara að mynda tengslin og því hugsanlega þess vegna sem krafa er gerð um lengri sambúð ættleiðingarforeldranna. Hvort þetta er einhver skýring get ég auðvitað ekki fullyrt. Sumir hafa velt því upp hvort jafnvel ætti ekki frekar að gera ættleiðingu auðveldari, væntanlega þá rýmka skilyrðin, fremur en að heimila staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni því sú leið sé enn umdeild og flókin í framkvæmd. Erfitt sé að setja reglur um öll þau álitamál sem staðgöngumæðrun varða.“ Jafnréttisstofa hefur samið umsögn um frumvarpsdrögin. Þar segir að Jafnréttisstofa sé ekki að svo stöddu viss um að almenn samfélagsleg sátt sé um að lögfesta þetta úrræði við barnleysi. Gerðar eru athugasemdir við fjölda atriða, um fjárhagsstöðu staðgöngumæðra, ráðgjöf og réttaráhrif samþykkis og viljayfirlýsingu, börn sem fæðast erlendis og hvernig mögulegt sé að banna að hafa milligöngu um staðgöngumæðrun.
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira