Björgunarsveitarmenn á Akureyri hafa unnið að því síðustu klukkustundir að aðstoða ökumenn sem fastir eru bæði innan bæjar og utan. Talsverður flöskuháls myndaðist við afleggjarann til Dalvíkur en um hann hefur losnað núna.
Ekki er vitað um neinn sem er fastur á Öxnadalsheiði eða Víkurskarði enda báðir vegir lokaðir og hafa verið lungann úr deginum.
Að öðru leiti var helgin róleg hjá lögreglunni norðan heiða. Margir mættu niður í miðbæ til að skemmta sér þrátt fyrir veðrið en skemmtanahald fór rólega fram. Aðeins var einn tekinn fyrir ölvunarakstur og var hann sá eini sem gisti fangageymslur.
Fáir fastir á Akureyri

Tengdar fréttir

Rúmlega 200 ferðalangar veðurtepptir í Staðarskála
„Hér er dýrvitlaust veður,“ segir Kristján Jóhannsson en ferðalangar bíða eftir því að Holtavörðuheiðin verði opnuð.

Holtavörðuheiði lokað
Búið er að loka Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Laxársdalsheiði vegna mikillar hálku og óveðurs.

Samgöngur víða úr skorðum
Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst og seinkun á millilandaflugi.

Stormur stefnir á landið
Óveðurslægð stefnir nú á Snæfellsnes og mun veður versna mjög suðvestanlands undir hádegið. Stormur, allt að 20-25 metrar á sekúndu með dimmum éljum.