Vigdís Hauks um pósta Landverndar: „Ég líð ekki svona netárásir“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. janúar 2015 14:32 Rúmlega 700 póstar hafa verið sendir til þingmanna af einstaklingum í gegnum Landvernd. Vísir „Ég líð ekki svona netárásir,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hefur látið loka á tölvupóstsendingar úr tilteknu netfangi Landverndar eftir að henni fóru að berast tölvupóstar í hundraðatali þaðan. „Þetta voru örugglega hátt í 500 póstar. Þetta byrjaði rúmlega tvö í gær, fyrir sólarhring síðan.“Hefur ekki opnað póstana Vigdís segist ekki vita hvað kom fram í tölvupóstunum. „Ég veit það ekki því þegar svona áhlaup er gert á mig sem þingmann þá opna ég ekki póstana. Það var sama „subjectið“ og sami sendandi. Ég gerði mínar ráðstafanir og fékk tölvudeildina til að loka þessu. Ég líð ekki svona netárásir.“ „Þetta hefur komið nokkrum sinnum fyrir eftir að ég varð þingmaður og þá hef ég bara beitt sömu brögðum. Þetta er nákvæmlega ekkert fengið með þessu og virkar algjörlega í hina áttina,“ segir hún. Póstarnir sem bárust Vigdísi hafa einnig verið sendir á aðra þingmenn. Vigdís segir að eina ráð þingmanna til að verjast slíkum sendingum sé að láta loka á netföng. „Þetta netfang, sem stóð að þessari netárás með fjöldapóstum á mig sem þingmann, getur ekki sent mér póst. Það er eina leiðin sem þingmenn geta farið, það er sú leið að láta loka fyrir viðkomandi email-addressu,“ segir hún.Guðmundur Hörður, formaður Landverndar.VísirSent af einstaklingum Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir að póstarnir innihaldi áskorun frá einstaklingum á þingmenn að hafna tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanahugmyndir úr biðflokki í virkjanaflokk rammaáætlunar. Hann segir að viðbrögðin hafi verið góð en þó hafi sumir stjórnarþingmenn lýst yfir óánægju sinni. „Við höfum fengið miklu betri viðbrögð en við þorðum að vona. Markmiðið var aldrei að fylla pósthólf þingmanna heldur að auðvelda fólki að koma skoðunum sínum á framfæri,“ segir Guðmundur um málið. Samkvæmt upplýsingum á vef Landverndar kemur fram að rúmlega 700 manns hafi tekið þátt í áskoruninni, og jafn margir póstar sendir. Guðmundur segir þó standa til að breyta tilhögun áskorunnar í dag. „Við söfnum þessum póstum þá saman og afhendum þingmönnum í einni sendingu þannig að þeir þurfi ekki að sitja undir þessu áreiti,“ segir hann.Misjöfn viðbrögð Aðspurður um viðbrögð þingmanna segir hann þau vera misjöfn. „Sumir taka þessum skilaboðum náttúrulega vel og ánægðir að heyra frá sínum kjósendum á meðan aðrir eru ekki eins ánægðir. Sumir hafa hringt á skrifstofu Landverndar og húðskammað starfsmennina þar,“ segir hann án þess að vilja gefa upp hver það hafi verið. „Ég held að það sé gott ef við auðveldum fólki að koma skoðunum sínum á framfæri. Til þess eru þingmenn, til að vera fulltrúar fólksins í landinu. Þá er eins gott að þeir viti hvað fólkið í landinu er að hugsa,“ segir Guðmundur. Alþingi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
„Ég líð ekki svona netárásir,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sem hefur látið loka á tölvupóstsendingar úr tilteknu netfangi Landverndar eftir að henni fóru að berast tölvupóstar í hundraðatali þaðan. „Þetta voru örugglega hátt í 500 póstar. Þetta byrjaði rúmlega tvö í gær, fyrir sólarhring síðan.“Hefur ekki opnað póstana Vigdís segist ekki vita hvað kom fram í tölvupóstunum. „Ég veit það ekki því þegar svona áhlaup er gert á mig sem þingmann þá opna ég ekki póstana. Það var sama „subjectið“ og sami sendandi. Ég gerði mínar ráðstafanir og fékk tölvudeildina til að loka þessu. Ég líð ekki svona netárásir.“ „Þetta hefur komið nokkrum sinnum fyrir eftir að ég varð þingmaður og þá hef ég bara beitt sömu brögðum. Þetta er nákvæmlega ekkert fengið með þessu og virkar algjörlega í hina áttina,“ segir hún. Póstarnir sem bárust Vigdísi hafa einnig verið sendir á aðra þingmenn. Vigdís segir að eina ráð þingmanna til að verjast slíkum sendingum sé að láta loka á netföng. „Þetta netfang, sem stóð að þessari netárás með fjöldapóstum á mig sem þingmann, getur ekki sent mér póst. Það er eina leiðin sem þingmenn geta farið, það er sú leið að láta loka fyrir viðkomandi email-addressu,“ segir hún.Guðmundur Hörður, formaður Landverndar.VísirSent af einstaklingum Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, segir að póstarnir innihaldi áskorun frá einstaklingum á þingmenn að hafna tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að færa fjórar virkjanahugmyndir úr biðflokki í virkjanaflokk rammaáætlunar. Hann segir að viðbrögðin hafi verið góð en þó hafi sumir stjórnarþingmenn lýst yfir óánægju sinni. „Við höfum fengið miklu betri viðbrögð en við þorðum að vona. Markmiðið var aldrei að fylla pósthólf þingmanna heldur að auðvelda fólki að koma skoðunum sínum á framfæri,“ segir Guðmundur um málið. Samkvæmt upplýsingum á vef Landverndar kemur fram að rúmlega 700 manns hafi tekið þátt í áskoruninni, og jafn margir póstar sendir. Guðmundur segir þó standa til að breyta tilhögun áskorunnar í dag. „Við söfnum þessum póstum þá saman og afhendum þingmönnum í einni sendingu þannig að þeir þurfi ekki að sitja undir þessu áreiti,“ segir hann.Misjöfn viðbrögð Aðspurður um viðbrögð þingmanna segir hann þau vera misjöfn. „Sumir taka þessum skilaboðum náttúrulega vel og ánægðir að heyra frá sínum kjósendum á meðan aðrir eru ekki eins ánægðir. Sumir hafa hringt á skrifstofu Landverndar og húðskammað starfsmennina þar,“ segir hann án þess að vilja gefa upp hver það hafi verið. „Ég held að það sé gott ef við auðveldum fólki að koma skoðunum sínum á framfæri. Til þess eru þingmenn, til að vera fulltrúar fólksins í landinu. Þá er eins gott að þeir viti hvað fólkið í landinu er að hugsa,“ segir Guðmundur.
Alþingi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira