Forstjóri Landspítalans segir þörf á sneiðmyndatæki til vara Bjarki Ármannsson skrifar 28. maí 2015 14:57 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Mynd/LSH Sneiðmyndatæki Landspítalans stöðvaðist í tuttugu mínútur á versta tíma fyrr í dag, er verið var að taka á móti tveimur alvarlega slösuðum ferðamönnum sem lentu í bílveltu við Hellissand í morgun. Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þegar þangað var komið fraus hugbúnaður tækisins og þurfti að endurræsa hann.Einfaldlega þörf á varatæki „Það er alltaf mjög erfitt þegar slíkt gerist og um er að ræða sjúklinga sem liggur á að fá stöðu rannsókna úr,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Hann segir að bilun tækisins sé ekki því að kenna að það sé úr sér gengið, heldur sé einfaldlega þörf á varatæki. Tvö sneiðmyndatæki eru í eigu Landspítalans, annað í Fossvoginum og hitt við Hringbraut. „Tækið er ekki alveg glænýtt, en það er ekki komið á úreldingarlista,“ segir Páll. „Vandinn er bara sá að við þurfum þriðja tækið af því að við erum með bráðastarfsemina dreifða á tvo staði. Hitt vandamálið er það að álagið er mjög mikið á tækinu sem er fyrir í Fossvoginum.“ Páll segir að vandamálið, eins og mörg önnur, lúti að því að ekki sé búið að ljúka nýbyggingum á Landspítalanum. Þá væri bráðastarfsemin sameinuð á einum stað og tvö tæki myndu duga. Kaup á nýju sneiðmyndatæki til að hafa í Fossvoginum hafa lengi verið á döfinni en nýtt tæki kostar um 250 milljónir. Unnið er að þeim kaupum og nýtt tæki mun komast í gagnið snemma árs 2016. „En í millitíðinni, á meðan við höfum bara eitt tæki og hitt er hinum megin við Öskjuhlíðina, þá geta komið upp alvarleg atvik,“ segir Páll. „Sem betur fer virðist okkur að hér höfum við sloppið með skrekkinn.“Viðbrögð allra starfsmanna frábær Samkvæmt heimildum Vísis blossaði upp talsverð óanægja meðal þeirra starfsmanna spítalans sem tóku á móti hinum slösuðu er tækið bilaði. Páll mætti sjálfur á staðinn til að vera starfsfólkinu innan handar. „Ég reyni að mæta til leiks þegar ég tel að álag sé mikið,“ segir hann. „Fólk er náttúrulega undir miklu álagi og að reyna að bjarga mannslífum. Þannig að það er bara sjálfsagt að mæta og sjá við hvaða aðstæður okkar frábæra starfsfólk þarf að búa.“ Páll hrósar öllum sem tóku þátt í að taka á móti sjúklingunum í morgun. Hann segir viðbrögð allra hafa verið frábær, en meðal annars þurfti að kalla út starfsmenn úr stéttum sem hafa verið í verkfalli undanfarnar vikur. Samkvæmt heimildum Vísis eru ferðamennirnir enn þungt haldnir og þurftu að gangast undir skurðaðgerð. Ekki er hægt að segja til um að svo stöddu hvort þessar tuttugu mínútur sem glötuðust hafi haft einhver áhrif á meðferð sjúklinganna, þó að frekar sé talið að svo hafi ekki verið. Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24 Bilun í sneiðmyndatæki olli töf á meðferð slasaðra ferðamanna Hugbúnaður tækisins fraus á versta tíma og tók tuttugu mínútur að endurræsa. Forstjóri spítalans kallaður á vettvang. 28. maí 2015 13:45 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Sneiðmyndatæki Landspítalans stöðvaðist í tuttugu mínútur á versta tíma fyrr í dag, er verið var að taka á móti tveimur alvarlega slösuðum ferðamönnum sem lentu í bílveltu við Hellissand í morgun. Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þegar þangað var komið fraus hugbúnaður tækisins og þurfti að endurræsa hann.Einfaldlega þörf á varatæki „Það er alltaf mjög erfitt þegar slíkt gerist og um er að ræða sjúklinga sem liggur á að fá stöðu rannsókna úr,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Hann segir að bilun tækisins sé ekki því að kenna að það sé úr sér gengið, heldur sé einfaldlega þörf á varatæki. Tvö sneiðmyndatæki eru í eigu Landspítalans, annað í Fossvoginum og hitt við Hringbraut. „Tækið er ekki alveg glænýtt, en það er ekki komið á úreldingarlista,“ segir Páll. „Vandinn er bara sá að við þurfum þriðja tækið af því að við erum með bráðastarfsemina dreifða á tvo staði. Hitt vandamálið er það að álagið er mjög mikið á tækinu sem er fyrir í Fossvoginum.“ Páll segir að vandamálið, eins og mörg önnur, lúti að því að ekki sé búið að ljúka nýbyggingum á Landspítalanum. Þá væri bráðastarfsemin sameinuð á einum stað og tvö tæki myndu duga. Kaup á nýju sneiðmyndatæki til að hafa í Fossvoginum hafa lengi verið á döfinni en nýtt tæki kostar um 250 milljónir. Unnið er að þeim kaupum og nýtt tæki mun komast í gagnið snemma árs 2016. „En í millitíðinni, á meðan við höfum bara eitt tæki og hitt er hinum megin við Öskjuhlíðina, þá geta komið upp alvarleg atvik,“ segir Páll. „Sem betur fer virðist okkur að hér höfum við sloppið með skrekkinn.“Viðbrögð allra starfsmanna frábær Samkvæmt heimildum Vísis blossaði upp talsverð óanægja meðal þeirra starfsmanna spítalans sem tóku á móti hinum slösuðu er tækið bilaði. Páll mætti sjálfur á staðinn til að vera starfsfólkinu innan handar. „Ég reyni að mæta til leiks þegar ég tel að álag sé mikið,“ segir hann. „Fólk er náttúrulega undir miklu álagi og að reyna að bjarga mannslífum. Þannig að það er bara sjálfsagt að mæta og sjá við hvaða aðstæður okkar frábæra starfsfólk þarf að búa.“ Páll hrósar öllum sem tóku þátt í að taka á móti sjúklingunum í morgun. Hann segir viðbrögð allra hafa verið frábær, en meðal annars þurfti að kalla út starfsmenn úr stéttum sem hafa verið í verkfalli undanfarnar vikur. Samkvæmt heimildum Vísis eru ferðamennirnir enn þungt haldnir og þurftu að gangast undir skurðaðgerð. Ekki er hægt að segja til um að svo stöddu hvort þessar tuttugu mínútur sem glötuðust hafi haft einhver áhrif á meðferð sjúklinganna, þó að frekar sé talið að svo hafi ekki verið.
Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24 Bilun í sneiðmyndatæki olli töf á meðferð slasaðra ferðamanna Hugbúnaður tækisins fraus á versta tíma og tók tuttugu mínútur að endurræsa. Forstjóri spítalans kallaður á vettvang. 28. maí 2015 13:45 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24
Bilun í sneiðmyndatæki olli töf á meðferð slasaðra ferðamanna Hugbúnaður tækisins fraus á versta tíma og tók tuttugu mínútur að endurræsa. Forstjóri spítalans kallaður á vettvang. 28. maí 2015 13:45