Forstjóri Landspítalans segir þörf á sneiðmyndatæki til vara Bjarki Ármannsson skrifar 28. maí 2015 14:57 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Mynd/LSH Sneiðmyndatæki Landspítalans stöðvaðist í tuttugu mínútur á versta tíma fyrr í dag, er verið var að taka á móti tveimur alvarlega slösuðum ferðamönnum sem lentu í bílveltu við Hellissand í morgun. Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þegar þangað var komið fraus hugbúnaður tækisins og þurfti að endurræsa hann.Einfaldlega þörf á varatæki „Það er alltaf mjög erfitt þegar slíkt gerist og um er að ræða sjúklinga sem liggur á að fá stöðu rannsókna úr,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Hann segir að bilun tækisins sé ekki því að kenna að það sé úr sér gengið, heldur sé einfaldlega þörf á varatæki. Tvö sneiðmyndatæki eru í eigu Landspítalans, annað í Fossvoginum og hitt við Hringbraut. „Tækið er ekki alveg glænýtt, en það er ekki komið á úreldingarlista,“ segir Páll. „Vandinn er bara sá að við þurfum þriðja tækið af því að við erum með bráðastarfsemina dreifða á tvo staði. Hitt vandamálið er það að álagið er mjög mikið á tækinu sem er fyrir í Fossvoginum.“ Páll segir að vandamálið, eins og mörg önnur, lúti að því að ekki sé búið að ljúka nýbyggingum á Landspítalanum. Þá væri bráðastarfsemin sameinuð á einum stað og tvö tæki myndu duga. Kaup á nýju sneiðmyndatæki til að hafa í Fossvoginum hafa lengi verið á döfinni en nýtt tæki kostar um 250 milljónir. Unnið er að þeim kaupum og nýtt tæki mun komast í gagnið snemma árs 2016. „En í millitíðinni, á meðan við höfum bara eitt tæki og hitt er hinum megin við Öskjuhlíðina, þá geta komið upp alvarleg atvik,“ segir Páll. „Sem betur fer virðist okkur að hér höfum við sloppið með skrekkinn.“Viðbrögð allra starfsmanna frábær Samkvæmt heimildum Vísis blossaði upp talsverð óanægja meðal þeirra starfsmanna spítalans sem tóku á móti hinum slösuðu er tækið bilaði. Páll mætti sjálfur á staðinn til að vera starfsfólkinu innan handar. „Ég reyni að mæta til leiks þegar ég tel að álag sé mikið,“ segir hann. „Fólk er náttúrulega undir miklu álagi og að reyna að bjarga mannslífum. Þannig að það er bara sjálfsagt að mæta og sjá við hvaða aðstæður okkar frábæra starfsfólk þarf að búa.“ Páll hrósar öllum sem tóku þátt í að taka á móti sjúklingunum í morgun. Hann segir viðbrögð allra hafa verið frábær, en meðal annars þurfti að kalla út starfsmenn úr stéttum sem hafa verið í verkfalli undanfarnar vikur. Samkvæmt heimildum Vísis eru ferðamennirnir enn þungt haldnir og þurftu að gangast undir skurðaðgerð. Ekki er hægt að segja til um að svo stöddu hvort þessar tuttugu mínútur sem glötuðust hafi haft einhver áhrif á meðferð sjúklinganna, þó að frekar sé talið að svo hafi ekki verið. Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24 Bilun í sneiðmyndatæki olli töf á meðferð slasaðra ferðamanna Hugbúnaður tækisins fraus á versta tíma og tók tuttugu mínútur að endurræsa. Forstjóri spítalans kallaður á vettvang. 28. maí 2015 13:45 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Sneiðmyndatæki Landspítalans stöðvaðist í tuttugu mínútur á versta tíma fyrr í dag, er verið var að taka á móti tveimur alvarlega slösuðum ferðamönnum sem lentu í bílveltu við Hellissand í morgun. Fólkið var flutt á spítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar en þegar þangað var komið fraus hugbúnaður tækisins og þurfti að endurræsa hann.Einfaldlega þörf á varatæki „Það er alltaf mjög erfitt þegar slíkt gerist og um er að ræða sjúklinga sem liggur á að fá stöðu rannsókna úr,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Hann segir að bilun tækisins sé ekki því að kenna að það sé úr sér gengið, heldur sé einfaldlega þörf á varatæki. Tvö sneiðmyndatæki eru í eigu Landspítalans, annað í Fossvoginum og hitt við Hringbraut. „Tækið er ekki alveg glænýtt, en það er ekki komið á úreldingarlista,“ segir Páll. „Vandinn er bara sá að við þurfum þriðja tækið af því að við erum með bráðastarfsemina dreifða á tvo staði. Hitt vandamálið er það að álagið er mjög mikið á tækinu sem er fyrir í Fossvoginum.“ Páll segir að vandamálið, eins og mörg önnur, lúti að því að ekki sé búið að ljúka nýbyggingum á Landspítalanum. Þá væri bráðastarfsemin sameinuð á einum stað og tvö tæki myndu duga. Kaup á nýju sneiðmyndatæki til að hafa í Fossvoginum hafa lengi verið á döfinni en nýtt tæki kostar um 250 milljónir. Unnið er að þeim kaupum og nýtt tæki mun komast í gagnið snemma árs 2016. „En í millitíðinni, á meðan við höfum bara eitt tæki og hitt er hinum megin við Öskjuhlíðina, þá geta komið upp alvarleg atvik,“ segir Páll. „Sem betur fer virðist okkur að hér höfum við sloppið með skrekkinn.“Viðbrögð allra starfsmanna frábær Samkvæmt heimildum Vísis blossaði upp talsverð óanægja meðal þeirra starfsmanna spítalans sem tóku á móti hinum slösuðu er tækið bilaði. Páll mætti sjálfur á staðinn til að vera starfsfólkinu innan handar. „Ég reyni að mæta til leiks þegar ég tel að álag sé mikið,“ segir hann. „Fólk er náttúrulega undir miklu álagi og að reyna að bjarga mannslífum. Þannig að það er bara sjálfsagt að mæta og sjá við hvaða aðstæður okkar frábæra starfsfólk þarf að búa.“ Páll hrósar öllum sem tóku þátt í að taka á móti sjúklingunum í morgun. Hann segir viðbrögð allra hafa verið frábær, en meðal annars þurfti að kalla út starfsmenn úr stéttum sem hafa verið í verkfalli undanfarnar vikur. Samkvæmt heimildum Vísis eru ferðamennirnir enn þungt haldnir og þurftu að gangast undir skurðaðgerð. Ekki er hægt að segja til um að svo stöddu hvort þessar tuttugu mínútur sem glötuðust hafi haft einhver áhrif á meðferð sjúklinganna, þó að frekar sé talið að svo hafi ekki verið.
Tengdar fréttir Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24 Bilun í sneiðmyndatæki olli töf á meðferð slasaðra ferðamanna Hugbúnaður tækisins fraus á versta tíma og tók tuttugu mínútur að endurræsa. Forstjóri spítalans kallaður á vettvang. 28. maí 2015 13:45 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Tveir alvarlega slasaðir eftir bílslys við Snæfellsbæ Jeppi með sex ferðamönnum um borð valt út af veginum. 28. maí 2015 10:24
Bilun í sneiðmyndatæki olli töf á meðferð slasaðra ferðamanna Hugbúnaður tækisins fraus á versta tíma og tók tuttugu mínútur að endurræsa. Forstjóri spítalans kallaður á vettvang. 28. maí 2015 13:45