Dýralæknaþjónusta talin óviðunandi Sveinn Arnarsson skrifar 20. janúar 2015 07:00 Matvælastofnun hefur ekki gildan þjónustusamning við dýralækni til að sinna þjónustu í Þingeyjarsýslum. fréttablaðið/stefán Bændum í Þingeyjarsýslum finnst þjónusta Matvælastofnunar ófullnægjandi þegar kemur að dýralæknaþjónustu í sýslunum. Enginn starfandi dýralæknir er á svæðinu á dagvinnutíma en þrír dýralæknar skipta með sér bakvöktum um nætur og um helgar. Dýralæknir á Vopnafirði sinnir flestum bakvaktanna og á hann að sinna bráðaþjónustu í Þingeyjarsýslum. Þetta finnst bændum á svæðinu óviðunandi og telja þeir fráleitt að dýralæknir í órafjarlægð geti sinnt þeirri þjónustu þar sem veður getur auðveldlega spillt færð. Þjónustusamningar Matvælastofnunar við dýralækna á landsbyggðinni runnu út í lok október síðastliðins. Vignir Sigurólason, dýralæknir á Húsavík, var með þjónustusamning við stofnunina og sinnti hann þessum tilvikum allan sólarhringinn alla daga ársins. Vignir sótti um áframhaldandi samstarf við Matvælastofnun þegar samningurinn rann út en var aðeins boðinn helmingurinn af þeirri fjárhæð sem hann hafði fengið fyrir verkið áður. Þetta fannst Vigni ekki nægilega gott tilboð og hafnaði hann því boði Matvælastofnunar. Frá þeim tíma hefur enginn dýralæknir tekið að sér að sinna þessari þjónustu og hefur Matvælastofnun ítrekað óskað eftir að dýralæknir tæki þetta að sér en án árangurs. Vignir segir ástandið ekki gott. Enginn þjónustusamningur sé í gildi í Þingeyjarsýslum sem bitni á þjónustu við bændur í sýslunum. Mikilvægt sé að þessi mál leysist sem fyrst svo bændur á svæðinu fái þá þjónustu sem þeir eiga að fá samkvæmt lögum. Hermann Aðalsteinsson, kúabóndi á Lyngbrekku í Reykjadal, segir þungt hljóð í bændum á svæðinu. „Það er alveg ljóst að dýralæknir á Vopnafirði mun ekki sinna bráðaþjónustu fyrir kúabændur í Þingeyjarsýslum öllum. Íslensk veðrátta auk vegalengdarinnar er þess eðlis að það mun ekki ganga upp,“ segir Hermann. „Það er slæmt hljóð í okkur kúabændum, þetta er algjörlega óviðunandi ástand að búa við.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er verið að vinna að lausn að því leyti að minnka þjónustusvæðin svo hægt sé að sinna þjónustu við bændur. Á meðan er enginn dýralæknir á dagvakt í Þingeyjarsýslum með þjónustusamning við Matvælastofnun. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Bændum í Þingeyjarsýslum finnst þjónusta Matvælastofnunar ófullnægjandi þegar kemur að dýralæknaþjónustu í sýslunum. Enginn starfandi dýralæknir er á svæðinu á dagvinnutíma en þrír dýralæknar skipta með sér bakvöktum um nætur og um helgar. Dýralæknir á Vopnafirði sinnir flestum bakvaktanna og á hann að sinna bráðaþjónustu í Þingeyjarsýslum. Þetta finnst bændum á svæðinu óviðunandi og telja þeir fráleitt að dýralæknir í órafjarlægð geti sinnt þeirri þjónustu þar sem veður getur auðveldlega spillt færð. Þjónustusamningar Matvælastofnunar við dýralækna á landsbyggðinni runnu út í lok október síðastliðins. Vignir Sigurólason, dýralæknir á Húsavík, var með þjónustusamning við stofnunina og sinnti hann þessum tilvikum allan sólarhringinn alla daga ársins. Vignir sótti um áframhaldandi samstarf við Matvælastofnun þegar samningurinn rann út en var aðeins boðinn helmingurinn af þeirri fjárhæð sem hann hafði fengið fyrir verkið áður. Þetta fannst Vigni ekki nægilega gott tilboð og hafnaði hann því boði Matvælastofnunar. Frá þeim tíma hefur enginn dýralæknir tekið að sér að sinna þessari þjónustu og hefur Matvælastofnun ítrekað óskað eftir að dýralæknir tæki þetta að sér en án árangurs. Vignir segir ástandið ekki gott. Enginn þjónustusamningur sé í gildi í Þingeyjarsýslum sem bitni á þjónustu við bændur í sýslunum. Mikilvægt sé að þessi mál leysist sem fyrst svo bændur á svæðinu fái þá þjónustu sem þeir eiga að fá samkvæmt lögum. Hermann Aðalsteinsson, kúabóndi á Lyngbrekku í Reykjadal, segir þungt hljóð í bændum á svæðinu. „Það er alveg ljóst að dýralæknir á Vopnafirði mun ekki sinna bráðaþjónustu fyrir kúabændur í Þingeyjarsýslum öllum. Íslensk veðrátta auk vegalengdarinnar er þess eðlis að það mun ekki ganga upp,“ segir Hermann. „Það er slæmt hljóð í okkur kúabændum, þetta er algjörlega óviðunandi ástand að búa við.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er verið að vinna að lausn að því leyti að minnka þjónustusvæðin svo hægt sé að sinna þjónustu við bændur. Á meðan er enginn dýralæknir á dagvakt í Þingeyjarsýslum með þjónustusamning við Matvælastofnun.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira