Dýralæknaþjónusta talin óviðunandi Sveinn Arnarsson skrifar 20. janúar 2015 07:00 Matvælastofnun hefur ekki gildan þjónustusamning við dýralækni til að sinna þjónustu í Þingeyjarsýslum. fréttablaðið/stefán Bændum í Þingeyjarsýslum finnst þjónusta Matvælastofnunar ófullnægjandi þegar kemur að dýralæknaþjónustu í sýslunum. Enginn starfandi dýralæknir er á svæðinu á dagvinnutíma en þrír dýralæknar skipta með sér bakvöktum um nætur og um helgar. Dýralæknir á Vopnafirði sinnir flestum bakvaktanna og á hann að sinna bráðaþjónustu í Þingeyjarsýslum. Þetta finnst bændum á svæðinu óviðunandi og telja þeir fráleitt að dýralæknir í órafjarlægð geti sinnt þeirri þjónustu þar sem veður getur auðveldlega spillt færð. Þjónustusamningar Matvælastofnunar við dýralækna á landsbyggðinni runnu út í lok október síðastliðins. Vignir Sigurólason, dýralæknir á Húsavík, var með þjónustusamning við stofnunina og sinnti hann þessum tilvikum allan sólarhringinn alla daga ársins. Vignir sótti um áframhaldandi samstarf við Matvælastofnun þegar samningurinn rann út en var aðeins boðinn helmingurinn af þeirri fjárhæð sem hann hafði fengið fyrir verkið áður. Þetta fannst Vigni ekki nægilega gott tilboð og hafnaði hann því boði Matvælastofnunar. Frá þeim tíma hefur enginn dýralæknir tekið að sér að sinna þessari þjónustu og hefur Matvælastofnun ítrekað óskað eftir að dýralæknir tæki þetta að sér en án árangurs. Vignir segir ástandið ekki gott. Enginn þjónustusamningur sé í gildi í Þingeyjarsýslum sem bitni á þjónustu við bændur í sýslunum. Mikilvægt sé að þessi mál leysist sem fyrst svo bændur á svæðinu fái þá þjónustu sem þeir eiga að fá samkvæmt lögum. Hermann Aðalsteinsson, kúabóndi á Lyngbrekku í Reykjadal, segir þungt hljóð í bændum á svæðinu. „Það er alveg ljóst að dýralæknir á Vopnafirði mun ekki sinna bráðaþjónustu fyrir kúabændur í Þingeyjarsýslum öllum. Íslensk veðrátta auk vegalengdarinnar er þess eðlis að það mun ekki ganga upp,“ segir Hermann. „Það er slæmt hljóð í okkur kúabændum, þetta er algjörlega óviðunandi ástand að búa við.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er verið að vinna að lausn að því leyti að minnka þjónustusvæðin svo hægt sé að sinna þjónustu við bændur. Á meðan er enginn dýralæknir á dagvakt í Þingeyjarsýslum með þjónustusamning við Matvælastofnun. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Bændum í Þingeyjarsýslum finnst þjónusta Matvælastofnunar ófullnægjandi þegar kemur að dýralæknaþjónustu í sýslunum. Enginn starfandi dýralæknir er á svæðinu á dagvinnutíma en þrír dýralæknar skipta með sér bakvöktum um nætur og um helgar. Dýralæknir á Vopnafirði sinnir flestum bakvaktanna og á hann að sinna bráðaþjónustu í Þingeyjarsýslum. Þetta finnst bændum á svæðinu óviðunandi og telja þeir fráleitt að dýralæknir í órafjarlægð geti sinnt þeirri þjónustu þar sem veður getur auðveldlega spillt færð. Þjónustusamningar Matvælastofnunar við dýralækna á landsbyggðinni runnu út í lok október síðastliðins. Vignir Sigurólason, dýralæknir á Húsavík, var með þjónustusamning við stofnunina og sinnti hann þessum tilvikum allan sólarhringinn alla daga ársins. Vignir sótti um áframhaldandi samstarf við Matvælastofnun þegar samningurinn rann út en var aðeins boðinn helmingurinn af þeirri fjárhæð sem hann hafði fengið fyrir verkið áður. Þetta fannst Vigni ekki nægilega gott tilboð og hafnaði hann því boði Matvælastofnunar. Frá þeim tíma hefur enginn dýralæknir tekið að sér að sinna þessari þjónustu og hefur Matvælastofnun ítrekað óskað eftir að dýralæknir tæki þetta að sér en án árangurs. Vignir segir ástandið ekki gott. Enginn þjónustusamningur sé í gildi í Þingeyjarsýslum sem bitni á þjónustu við bændur í sýslunum. Mikilvægt sé að þessi mál leysist sem fyrst svo bændur á svæðinu fái þá þjónustu sem þeir eiga að fá samkvæmt lögum. Hermann Aðalsteinsson, kúabóndi á Lyngbrekku í Reykjadal, segir þungt hljóð í bændum á svæðinu. „Það er alveg ljóst að dýralæknir á Vopnafirði mun ekki sinna bráðaþjónustu fyrir kúabændur í Þingeyjarsýslum öllum. Íslensk veðrátta auk vegalengdarinnar er þess eðlis að það mun ekki ganga upp,“ segir Hermann. „Það er slæmt hljóð í okkur kúabændum, þetta er algjörlega óviðunandi ástand að búa við.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er verið að vinna að lausn að því leyti að minnka þjónustusvæðin svo hægt sé að sinna þjónustu við bændur. Á meðan er enginn dýralæknir á dagvakt í Þingeyjarsýslum með þjónustusamning við Matvælastofnun.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira