Varað við tannhvíttunarefnum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. janúar 2015 16:00 "Á Íslandi má enginn nota þessi sterku efni nema tannlæknar,“ segir Kristín. vísir/gva/getty Sala á tannhvíttunarefni hefur færst mikið í aukana á undanförnum árum. Efnin eru að finna víða á veraldarvefnum, til dæmis á Facebook, og þar eru þau oftar en ekki seld af öðrum en viðurkenndum sérfræðingum. Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, segir að tilefni sé til að vara við slíkum meðferðum. Efnin geti verið skaðleg og valdið ýmsum óþægindum, meðal annars í tannholdi. „Þessi efni geta verið skaðleg sérstaklega ef eitthvað er að tönnunum eða tannholdsástandinu fyrir. Tennurnar þurfa að vera í fullkomnu standi, því ef þú ert með skemmd geta þessi sterku efni haft skaðleg áhrif. Á Íslandi má enginn nota þessi sterku efni nema tannlæknar,“ segir Kristín. Lög á Íslandi og innan Evrópusambandsins kveða á um að tannlæknar og tannfræðingar megi einir nota vetnisperoxíð eða sambærileg efni sem er sterkara en 0,1 prósent, en vetnisperoxíð er algengt virkt efni í tannlýsingu. Snyrtistofur sem bjóða upp á tannlýsingu mega því einungis nota vetnisperoxíð með minna en 0,1 prósenta styrk. „Slík efni virka lítið sem ekkert. Ef þú ferð á snyrtistofu og tennurnar lýsast þá er verið að nota efni sem eru sterkari en snyrtifræðingar mega nota. Ef það eru notuð ljós þá þurrka þau yfirleitt upp tennurnar þannig að þær verða hvítari í mjög stuttan tíma og svo gengur það aftur til baka.“ Kristín bendir á heilbrigðan lífsstíl til að viðhalda hvítum, heilbrigðum tönnum. „Í raun er bara best að átta sig á því að allt sem við setjum ofan í okkur hefur áhrif á tennurnar og öll tannhreinsun hefur jákvæð áhrif - ekki bara á heilsuna, heldur líka útlitið“ segir hún. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Sala á tannhvíttunarefni hefur færst mikið í aukana á undanförnum árum. Efnin eru að finna víða á veraldarvefnum, til dæmis á Facebook, og þar eru þau oftar en ekki seld af öðrum en viðurkenndum sérfræðingum. Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, segir að tilefni sé til að vara við slíkum meðferðum. Efnin geti verið skaðleg og valdið ýmsum óþægindum, meðal annars í tannholdi. „Þessi efni geta verið skaðleg sérstaklega ef eitthvað er að tönnunum eða tannholdsástandinu fyrir. Tennurnar þurfa að vera í fullkomnu standi, því ef þú ert með skemmd geta þessi sterku efni haft skaðleg áhrif. Á Íslandi má enginn nota þessi sterku efni nema tannlæknar,“ segir Kristín. Lög á Íslandi og innan Evrópusambandsins kveða á um að tannlæknar og tannfræðingar megi einir nota vetnisperoxíð eða sambærileg efni sem er sterkara en 0,1 prósent, en vetnisperoxíð er algengt virkt efni í tannlýsingu. Snyrtistofur sem bjóða upp á tannlýsingu mega því einungis nota vetnisperoxíð með minna en 0,1 prósenta styrk. „Slík efni virka lítið sem ekkert. Ef þú ferð á snyrtistofu og tennurnar lýsast þá er verið að nota efni sem eru sterkari en snyrtifræðingar mega nota. Ef það eru notuð ljós þá þurrka þau yfirleitt upp tennurnar þannig að þær verða hvítari í mjög stuttan tíma og svo gengur það aftur til baka.“ Kristín bendir á heilbrigðan lífsstíl til að viðhalda hvítum, heilbrigðum tönnum. „Í raun er bara best að átta sig á því að allt sem við setjum ofan í okkur hefur áhrif á tennurnar og öll tannhreinsun hefur jákvæð áhrif - ekki bara á heilsuna, heldur líka útlitið“ segir hún.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira