Innlent

103 og 104 ára á harmonikkuballi á Selfossi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Elstu íbúar Suðurlands, Ingigerður og Anna Margrét Franklínsdóttir, skemmtu sér vel á harmonikkuballinu.
Elstu íbúar Suðurlands, Ingigerður og Anna Margrét Franklínsdóttir, skemmtu sér vel á harmonikkuballinu. vísir/Magnús Hlynur
Það var heldur betur fjör á Ljósheimum á Selfossi á Selfossi í gær, sem er heimili fyrir aldraða á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þegar harmonikkuballi var slegið upp í tilefni af 103 ára afmæli Ingigerðar Þórðardóttur, sem býr á Ljósheimum. 



Sonur hennar, Þórður Þorsteinsson, spilaði á nikku, ásamt Stefáni Ármanni Þórðarssyni, félaga sínum í Harmonikkufélagi Selfoss.  

Elsti íbúinn á Suðurlandi, Anna Margrét Franklínsdóttir, 104 ára, sem býr einnig á Ljósheimum, tók þátt í ballinu, ásamt öðrum heimilismönnum. Eftir dansinn var boðið upp á afmæliskaffi í tilefni dagsins.

Matthildur Róbertsdóttir, deildarstjóri á Ljósheimum dansar hér við Ingigerði.vísir/Magnús Hlynur
Blaðamaður fékk líka að taka sporið með Ingigerði.vísir/Matthildur Róbertsdóttir
Ingigerður með börnunum sínum þremur, frá vinstri, Guðrúnu, Þórði og Hjördísi, Þorsteinsbörnum.vísir/Magnús Hlynur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×