Útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins Höskuldur Kári Schram skrifar 22. apríl 2015 19:22 Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það muni valda glundroða á vinnumarkaði ef einstök fyrirtæki innan samtakanna geri sérsamninga við verkalýðsfélög. Hann segir útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins og sakar forystumenn þess um ábyrgðarleysi. Verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast á fimmtudag í næstu viku og standa með hléum til 26. maí en þá hefst ótímabundin vinnustöðvun. Verkfallið nær til tíu þúsund félagsmanna og mun meðal annars hafa mikil áhrif á starfsemi fiskvinnslu- og ferðaþjónustufyrirtækja. Forystumenn verkfalýðsfélaga á Húsavík og Akranesi segjast finna fyrir miklum áhuga fyrirtækja að ganga frá samningum sem fyrst án aðkomu Samtaka atvinnulífsins til að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist hins vegar ekki kannast við að fyrirtæki innan samtakanna hafi falast eftir slíkum sérsamningum. „Samningsumboð fyrirtækja sem eru aðilar að Samtökum atvinnulífsins liggur hjá SA nema þau séu með sérstaka þjónustuaðild eins og það er kallað sem örfáir aðilar eru með. Almennt er reglan sú að samningsumboðið liggur hér og þar með þá heimild til gerðar kjarasamnings,“ segir Þorsteinn. Hann segir að að það muni valda glundroða á vinnumarkaði ef einstök fyrirtæki innan samtakanna geri sérsamninga við verkalýðsfélög. „Ég held að slíkt muni valda glundroða á vinnumarkaðinum ef einstök fyrirtæki fara að gera mjög ólíka kjarasamninga. Það verður ekki til lausnar á neinu ástandi,“ segir Þorsteinn. Hann segir ekki koma til greina að fallast á kröfur Starfgreinasambandsins um 50 til 70 prósenta launahækkun. „Það má í raun og veru segja að ábyrgðarleysið er algjört hvað þetta varðar því að það er alveg ljóst að afleiðingar af slíkum samningum yrði mjög mikil verðbólga, mjög hátt vaxtastig og á endanum myndi það setja hagkerfið hér í kælingu sem myndi þýða fækkun starfa,“ segir Þorsteinn. Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að það muni valda glundroða á vinnumarkaði ef einstök fyrirtæki innan samtakanna geri sérsamninga við verkalýðsfélög. Hann segir útilokað að fallast á kröfur Starfsgreinasambandsins og sakar forystumenn þess um ábyrgðarleysi. Verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast á fimmtudag í næstu viku og standa með hléum til 26. maí en þá hefst ótímabundin vinnustöðvun. Verkfallið nær til tíu þúsund félagsmanna og mun meðal annars hafa mikil áhrif á starfsemi fiskvinnslu- og ferðaþjónustufyrirtækja. Forystumenn verkfalýðsfélaga á Húsavík og Akranesi segjast finna fyrir miklum áhuga fyrirtækja að ganga frá samningum sem fyrst án aðkomu Samtaka atvinnulífsins til að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist hins vegar ekki kannast við að fyrirtæki innan samtakanna hafi falast eftir slíkum sérsamningum. „Samningsumboð fyrirtækja sem eru aðilar að Samtökum atvinnulífsins liggur hjá SA nema þau séu með sérstaka þjónustuaðild eins og það er kallað sem örfáir aðilar eru með. Almennt er reglan sú að samningsumboðið liggur hér og þar með þá heimild til gerðar kjarasamnings,“ segir Þorsteinn. Hann segir að að það muni valda glundroða á vinnumarkaði ef einstök fyrirtæki innan samtakanna geri sérsamninga við verkalýðsfélög. „Ég held að slíkt muni valda glundroða á vinnumarkaðinum ef einstök fyrirtæki fara að gera mjög ólíka kjarasamninga. Það verður ekki til lausnar á neinu ástandi,“ segir Þorsteinn. Hann segir ekki koma til greina að fallast á kröfur Starfgreinasambandsins um 50 til 70 prósenta launahækkun. „Það má í raun og veru segja að ábyrgðarleysið er algjört hvað þetta varðar því að það er alveg ljóst að afleiðingar af slíkum samningum yrði mjög mikil verðbólga, mjög hátt vaxtastig og á endanum myndi það setja hagkerfið hér í kælingu sem myndi þýða fækkun starfa,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Sjá meira