Umferð meiri en spár gerðu ráð fyrir sveinn arnarsson skrifar 6. maí 2015 07:00 Sú umferðaraukning sem sást á tölum Vegagerðarinnar gæti gefið til kynna að umferð um Vaðlaheiðargöng verði meiri en spár gerðu ráð fyrir. Fréttablaðið/Auðunn Umferð um Víkurskarð hefur stóraukist eftir hrun og stefnir í að umferðin verði meiri en spár gerðu ráð fyrir þegar ráðist var í gerð Vaðlaheiðarganga. Umferð það sem af er þessu ári er 25 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Á árinu 2014 var umferðin 8,6 prósentum meiri en árið þar á undan. Því er ekkert lát á aukningu umferðar um svæðið. Verði áframhald á þessari miklu aukningu verður slegið nýtt met í umferðarmagni yfir skarðið. „Núgildandi met var sett árið 2010 þegar um 1.250 bílar fóru um skarðið að meðaltali á degi hverjum. Þessi þróun er vel í samræmi við umferðarspá Vegagerðarinnar sem gerð var 2012,“ segir Friðleifur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni. „Allt eins gæti farið svo að um 470 þúsund bifreiðar fari um Víkurskarðið á þessu ári sem er nokkru meira en spár gerðu ráð fyrir. Líklegasta spá gerði ráð fyrir um 1.230 bifreiðum á dag í ár en þessi umferðaraukning gæti skilað um 1.270 bifreiðum á sólarhring að meðaltali.“VAlgeir Bergmann Framkvæmdastjóri VaðlaheiðargangaPálmi Kristinson verkfræðingur vann óháða úttekt á forsendum Vaðlaheiðarganga í lok árs 2011. Þá var hans mat á þá leið að innheimta veggjalda myndi ekki standa undir kostnaði við göngin. Bæði væri heildarkostnaður þeirra háður of mikilli óvissu og spár um umferðarmagn væru of háar. Líklegt er að heildarkostnaður við göngin verði meiri en ráð var fyrir gert í upphafi en spár um umferðarmagn hafa hins vegar ræst og gott betur en það. Vaðlaheiðargöng, sem nú er verið að vinna að, stytta leiðina frá Akureyri og austur fyrir Vaðlaheiði og munu draga verulega úr umferð um skarðið og umferðin færist nær alfarið í hin nýju göng. Þessi aukning gæti þá styrkt rekstrarforsendur Vaðlaheiðarganga. Gerð Vaðlaheiðarganga hefur lítið miðað undanfarið eftir að vatn fór að flæða inn í göngin Fnjóskadalsmegin. Enn rennur mikið vatn í göngin eða um 420 lítrar á sekúndu. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf., segir líklegt að menn hefjist ekki handa við að bora fyrr en um miðjan mánuðinn. „Við erum farnir að hefja prufanir á dælum Fnjóskadalsmegin og unnið er að öðrum tilfallandi verkefnum á meðan við getum ekki haldið gangagreftri uppi. Það eru þó störf sem þarf að vinna svo við nýtum tímann vel,“ segir Valgeir. Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Umferð um Víkurskarð hefur stóraukist eftir hrun og stefnir í að umferðin verði meiri en spár gerðu ráð fyrir þegar ráðist var í gerð Vaðlaheiðarganga. Umferð það sem af er þessu ári er 25 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra. Á árinu 2014 var umferðin 8,6 prósentum meiri en árið þar á undan. Því er ekkert lát á aukningu umferðar um svæðið. Verði áframhald á þessari miklu aukningu verður slegið nýtt met í umferðarmagni yfir skarðið. „Núgildandi met var sett árið 2010 þegar um 1.250 bílar fóru um skarðið að meðaltali á degi hverjum. Þessi þróun er vel í samræmi við umferðarspá Vegagerðarinnar sem gerð var 2012,“ segir Friðleifur Ingi Brynjarsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni. „Allt eins gæti farið svo að um 470 þúsund bifreiðar fari um Víkurskarðið á þessu ári sem er nokkru meira en spár gerðu ráð fyrir. Líklegasta spá gerði ráð fyrir um 1.230 bifreiðum á dag í ár en þessi umferðaraukning gæti skilað um 1.270 bifreiðum á sólarhring að meðaltali.“VAlgeir Bergmann Framkvæmdastjóri VaðlaheiðargangaPálmi Kristinson verkfræðingur vann óháða úttekt á forsendum Vaðlaheiðarganga í lok árs 2011. Þá var hans mat á þá leið að innheimta veggjalda myndi ekki standa undir kostnaði við göngin. Bæði væri heildarkostnaður þeirra háður of mikilli óvissu og spár um umferðarmagn væru of háar. Líklegt er að heildarkostnaður við göngin verði meiri en ráð var fyrir gert í upphafi en spár um umferðarmagn hafa hins vegar ræst og gott betur en það. Vaðlaheiðargöng, sem nú er verið að vinna að, stytta leiðina frá Akureyri og austur fyrir Vaðlaheiði og munu draga verulega úr umferð um skarðið og umferðin færist nær alfarið í hin nýju göng. Þessi aukning gæti þá styrkt rekstrarforsendur Vaðlaheiðarganga. Gerð Vaðlaheiðarganga hefur lítið miðað undanfarið eftir að vatn fór að flæða inn í göngin Fnjóskadalsmegin. Enn rennur mikið vatn í göngin eða um 420 lítrar á sekúndu. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf., segir líklegt að menn hefjist ekki handa við að bora fyrr en um miðjan mánuðinn. „Við erum farnir að hefja prufanir á dælum Fnjóskadalsmegin og unnið er að öðrum tilfallandi verkefnum á meðan við getum ekki haldið gangagreftri uppi. Það eru þó störf sem þarf að vinna svo við nýtum tímann vel,“ segir Valgeir.
Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira