Áhrif verkfalla á allt atvinnulífið stigmagnast Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2015 20:00 Rúmlega tíu þúsund manns í ræstingum hjá fyrirtækjum, stofnunum, gistustöðum og svo framvegis sem og í framleiðslu og þjónustu ýmis konar á landsbyggðinni lögðu niður störf í tvo sólarhringa frá og með miðnætti. Verkfallið kemur þungt niður a ferðaþjónustu og veitingastarfsemi. Áhrifin af verkfalli Starfsgreinasambandsins eru mjög víðtæk. Fiskvinnsla og önnur matvælaframleiðsla utan höfuðborgarsvæðisins liggur meira og minna niðuri, áhrifin eru mikil á alla ferðaþjónustu hvaða nafni sem hún nefnist sem og fjölbreytta aðra starfsemi svo sem eins og hjá stofnunum, leikskólum og fleiri aðilum. Þannig er ekki víst að leikskólar opni á föstudag á landsbyggðinni þar sem ræstingar hafa þá legið niðri í tvo sólarhringa. Sumir veitingastaðir hafa hreinlega þurft að loka eins og þrír staðir Dóminós á Akureyri, Selfossi og Akranesi. Það hefur KFC á Selfossi einnig þurft að gera vegna verkfalls starfsfólks. Þar á bæ hafa menn menn ekki lengur aðgang að ferskum kjúklingi. Helgi Vilhjálmsson sem rekur átta KFC staði á landinu segist eiga eitthvað af frosnum kjúklingi á lager en að lokum munu bæði verkföll dýralækna hjá BHM og starfsmanna hafa áhrif á reksturinn.Sérðu fram á að þurfa að loka? „Ég vona ekki. Við hljótum að semja áður en við förum í þann pakka. Sumarið að byrja og fólk að fara í sumarfrí. Hvað erum við að gera eiginlega,“ segir Helgi bjartsýnn að vanda. Og Helgi styður launakröfur Starfsgreinasambandsins, Flóabandalagsins og VR sem einnig hafa boðað til verkfalla og munu ef þau koma til framkvæmda verða til þess að hann verður að loka öllum sínum veitingastöðum. „Ég segi nú fyrir mitt leyti með þessa hækkun að 300 þúsundunum á næstu þremur árum er eðlileg. Við eigum náttúrlega að samþykkja það. En ég held að hinir sem eru með meira; þeir eru með eigið verkalýðsfélag. Þeir eru búnir að redda sér en ekki hinir þarna fyrir neðan. Við eigum bara að reyna að ganga að þessu. Ég skal ganga að þessu. KFC skal ganga að þessu ef þeir láta mig fá kjöt,“ segir Helgi Vilhjálmsson. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verður í lagi næstu 7 til 10 daga Verkfallsaðgerðir koma misjafnlega niður á fólki, en bitna bæði á þeim sem eru í verkfalli, viðsemjendum þeirra og svo þeim sem ekki geta annað gert en fylgst með framvindunni. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. 6. maí 2015 07:00 Kjúklingurinn að klárast á KFC: Lokunin á Selfossi í raun jákvæð fyrir fyrirtækið „Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC. 6. maí 2015 17:10 Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér "Mér finnst þetta mjög leiðinlegt.“ 6. maí 2015 15:15 Verkfall SGS: Dominos lokað á Selfossi, Akranesi og Akureyri fram á föstudag Vegna verkfallsaðgerða lokaði Domino´s á Ísland verslunum sínum á Akranesi, Selfossi og á Akureyri seint í gærkvöldi. 6. maí 2015 09:54 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Rúmlega tíu þúsund manns í ræstingum hjá fyrirtækjum, stofnunum, gistustöðum og svo framvegis sem og í framleiðslu og þjónustu ýmis konar á landsbyggðinni lögðu niður störf í tvo sólarhringa frá og með miðnætti. Verkfallið kemur þungt niður a ferðaþjónustu og veitingastarfsemi. Áhrifin af verkfalli Starfsgreinasambandsins eru mjög víðtæk. Fiskvinnsla og önnur matvælaframleiðsla utan höfuðborgarsvæðisins liggur meira og minna niðuri, áhrifin eru mikil á alla ferðaþjónustu hvaða nafni sem hún nefnist sem og fjölbreytta aðra starfsemi svo sem eins og hjá stofnunum, leikskólum og fleiri aðilum. Þannig er ekki víst að leikskólar opni á föstudag á landsbyggðinni þar sem ræstingar hafa þá legið niðri í tvo sólarhringa. Sumir veitingastaðir hafa hreinlega þurft að loka eins og þrír staðir Dóminós á Akureyri, Selfossi og Akranesi. Það hefur KFC á Selfossi einnig þurft að gera vegna verkfalls starfsfólks. Þar á bæ hafa menn menn ekki lengur aðgang að ferskum kjúklingi. Helgi Vilhjálmsson sem rekur átta KFC staði á landinu segist eiga eitthvað af frosnum kjúklingi á lager en að lokum munu bæði verkföll dýralækna hjá BHM og starfsmanna hafa áhrif á reksturinn.Sérðu fram á að þurfa að loka? „Ég vona ekki. Við hljótum að semja áður en við förum í þann pakka. Sumarið að byrja og fólk að fara í sumarfrí. Hvað erum við að gera eiginlega,“ segir Helgi bjartsýnn að vanda. Og Helgi styður launakröfur Starfsgreinasambandsins, Flóabandalagsins og VR sem einnig hafa boðað til verkfalla og munu ef þau koma til framkvæmda verða til þess að hann verður að loka öllum sínum veitingastöðum. „Ég segi nú fyrir mitt leyti með þessa hækkun að 300 þúsundunum á næstu þremur árum er eðlileg. Við eigum náttúrlega að samþykkja það. En ég held að hinir sem eru með meira; þeir eru með eigið verkalýðsfélag. Þeir eru búnir að redda sér en ekki hinir þarna fyrir neðan. Við eigum bara að reyna að ganga að þessu. Ég skal ganga að þessu. KFC skal ganga að þessu ef þeir láta mig fá kjöt,“ segir Helgi Vilhjálmsson.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verður í lagi næstu 7 til 10 daga Verkfallsaðgerðir koma misjafnlega niður á fólki, en bitna bæði á þeim sem eru í verkfalli, viðsemjendum þeirra og svo þeim sem ekki geta annað gert en fylgst með framvindunni. 6. maí 2015 07:00 Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. 6. maí 2015 07:00 Kjúklingurinn að klárast á KFC: Lokunin á Selfossi í raun jákvæð fyrir fyrirtækið „Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC. 6. maí 2015 17:10 Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér "Mér finnst þetta mjög leiðinlegt.“ 6. maí 2015 15:15 Verkfall SGS: Dominos lokað á Selfossi, Akranesi og Akureyri fram á föstudag Vegna verkfallsaðgerða lokaði Domino´s á Ísland verslunum sínum á Akranesi, Selfossi og á Akureyri seint í gærkvöldi. 6. maí 2015 09:54 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
Verður í lagi næstu 7 til 10 daga Verkfallsaðgerðir koma misjafnlega niður á fólki, en bitna bæði á þeim sem eru í verkfalli, viðsemjendum þeirra og svo þeim sem ekki geta annað gert en fylgst með framvindunni. 6. maí 2015 07:00
Verkfallsaðgerðir sem eru í gangi Í dag og á morgun stendur yfir allsherjarvinnustöðvun aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. 6. maí 2015 07:00
Kjúklingurinn að klárast á KFC: Lokunin á Selfossi í raun jákvæð fyrir fyrirtækið „Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC. 6. maí 2015 17:10
Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér "Mér finnst þetta mjög leiðinlegt.“ 6. maí 2015 15:15
Verkfall SGS: Dominos lokað á Selfossi, Akranesi og Akureyri fram á föstudag Vegna verkfallsaðgerða lokaði Domino´s á Ísland verslunum sínum á Akranesi, Selfossi og á Akureyri seint í gærkvöldi. 6. maí 2015 09:54