Hlakkar til að fara í bíó og fá sér popp Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2015 07:00 Lilja bíður spennt eftir að sjá myndina á hvíta tjaldinu og hlakkar að sjálfsögðu mikið til. Vísir/AntonBrink Þetta kom nú eiginlega svolítið flatt upp á mig. Ég er alveg ofsalega glöð því mig hefur alltaf dreymt um að skrifa fyrir sjónvarp eða bíó og hef í nokkur ár verið að koma mér inn í handritaskrif og það er ekkert auðsótt að fara þá leið,“ segir rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir en kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson og fyrirtæki hans, Palomar Pictures tryggði sér á dögunum kvikmyndaréttinn á bókinni Gildran. „Það er auðvitað alveg brilljant að skrifa söguna og einhver annar kemur henni á hvíta tjaldið,“ segir Lilja glöð í bragði en þetta er hennar fyrsta bók sem fest verður á filmu. Fyrir Gildruna hafði hún gefið út glæpasögurnar Spor og Fyrirgefningu og skrifað leikritið Stóru börnin sem hlaut Grímuverðlaun sem leikrit ársins árið 2014. Gildran er einnig glæpasaga en Lilja segir þó kveða við nýjan tón í henni og að ekki sé um að ræða hina hefðbundnu glæpasögu. Er þetta fyrsta bókin af þremur sem hún hyggur á að skrifa um persónurnar. „Hún fjallar um Sonju sem leiðist inn í eiturlyfjasmygl og svo er þarna gamall tollvörður sem er um það bil að fara á eftirlaun. Honum fer að finnast hún grunsamleg og þetta verður svona „köttur og mús“ leikur. Svo blandast inn í þetta sonur hennar og Agla sem vinnur í banka og Sonja á í ástarsambandi við.“ Samkvæmt Forlaginu sem gefur bókina út voru það fimm aðlilar, innlendir og erlendir, sem börðust um réttinn á bókinni. „Ég hef fylgst með Sigurjóni í gegnum tíðina og hann er alltaf að vinna í ótrúlega spennandi verkefnum þannig að ég er óskaplega ánægð með að hann hafi tryggt sér réttinn.“ Sigurjón og fyrirtæki hans hafa framleitt fjölda kvikmynda eftir skáldsögum, sem dæmi má nefna Wild at Heart eftir Barry Gifford sem leikstýrt var af David Lynch og hlaut Gullpálmann í Cannes árið 1990 og kvikmynd eftir bók Jonas Jonasson, Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, og nú standa yfir tökur á bók Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig og því auðséð að bók Lilju er í góðum höndum. Framleiðsla á kvikmyndum getur tekið talsverðan tíma og nokkur ár liðið frá því að réttindin að bók eru keypt þar til mynd fer í tökur. „Ég geri mér grein fyrir að það tekur langan tíma að gera bíómyndir þannig að ég mun gera mitt besta til þess að sýna þolinmæði þó ég sé svaka spennt fyrir því að fara að kaupa poppið og setjast í bíóstólinn,“ segir Lilja og hlær.Sigurjón Sighvatsson.Vísir/VilhelmLas bókina um borð í flugvél„Ég rakst á þessa bók á borði útgefandans þar sem hún bara lá fyrir framan mig. Ég las á kápuna, leist vel á og náði að taka með mér eintak í flugið,“ segir Sigurjón. Eftir að hafa áskotnast þetta eintak af bókinni las hann hana í flugvélinni og var hrifinn. Svo hrifinn að hann ákvað að tryggja sér kvikmyndaréttinn. Hann segir bókina frumlega og persónusköpunina sterka, það hafi ekki síst verið það sem kveikti áhuga hans sem kvikmyndagerðarmanns. „Hún er bæði skemmtilega skrifuð og ef þú ert í leit af kvikmyndaefni þá þarf sterkan söguþráð. Það sem skilur oft að góðar myndir og slæmar, persónurnar og persónusköpunin, fannst mér mjög vel unnið í þessari bók,“ segir Sigurjón og bætir stuttu síðar við: „Enda lánaði ég tveimur öðrum bókina í Los Angeles og það var eins með þá, þeir gátu ekki hætt að lesa fyrr en bókin var búin.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fleiri fréttir Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Sjá meira
Þetta kom nú eiginlega svolítið flatt upp á mig. Ég er alveg ofsalega glöð því mig hefur alltaf dreymt um að skrifa fyrir sjónvarp eða bíó og hef í nokkur ár verið að koma mér inn í handritaskrif og það er ekkert auðsótt að fara þá leið,“ segir rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir en kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson og fyrirtæki hans, Palomar Pictures tryggði sér á dögunum kvikmyndaréttinn á bókinni Gildran. „Það er auðvitað alveg brilljant að skrifa söguna og einhver annar kemur henni á hvíta tjaldið,“ segir Lilja glöð í bragði en þetta er hennar fyrsta bók sem fest verður á filmu. Fyrir Gildruna hafði hún gefið út glæpasögurnar Spor og Fyrirgefningu og skrifað leikritið Stóru börnin sem hlaut Grímuverðlaun sem leikrit ársins árið 2014. Gildran er einnig glæpasaga en Lilja segir þó kveða við nýjan tón í henni og að ekki sé um að ræða hina hefðbundnu glæpasögu. Er þetta fyrsta bókin af þremur sem hún hyggur á að skrifa um persónurnar. „Hún fjallar um Sonju sem leiðist inn í eiturlyfjasmygl og svo er þarna gamall tollvörður sem er um það bil að fara á eftirlaun. Honum fer að finnast hún grunsamleg og þetta verður svona „köttur og mús“ leikur. Svo blandast inn í þetta sonur hennar og Agla sem vinnur í banka og Sonja á í ástarsambandi við.“ Samkvæmt Forlaginu sem gefur bókina út voru það fimm aðlilar, innlendir og erlendir, sem börðust um réttinn á bókinni. „Ég hef fylgst með Sigurjóni í gegnum tíðina og hann er alltaf að vinna í ótrúlega spennandi verkefnum þannig að ég er óskaplega ánægð með að hann hafi tryggt sér réttinn.“ Sigurjón og fyrirtæki hans hafa framleitt fjölda kvikmynda eftir skáldsögum, sem dæmi má nefna Wild at Heart eftir Barry Gifford sem leikstýrt var af David Lynch og hlaut Gullpálmann í Cannes árið 1990 og kvikmynd eftir bók Jonas Jonasson, Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, og nú standa yfir tökur á bók Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig og því auðséð að bók Lilju er í góðum höndum. Framleiðsla á kvikmyndum getur tekið talsverðan tíma og nokkur ár liðið frá því að réttindin að bók eru keypt þar til mynd fer í tökur. „Ég geri mér grein fyrir að það tekur langan tíma að gera bíómyndir þannig að ég mun gera mitt besta til þess að sýna þolinmæði þó ég sé svaka spennt fyrir því að fara að kaupa poppið og setjast í bíóstólinn,“ segir Lilja og hlær.Sigurjón Sighvatsson.Vísir/VilhelmLas bókina um borð í flugvél„Ég rakst á þessa bók á borði útgefandans þar sem hún bara lá fyrir framan mig. Ég las á kápuna, leist vel á og náði að taka með mér eintak í flugið,“ segir Sigurjón. Eftir að hafa áskotnast þetta eintak af bókinni las hann hana í flugvélinni og var hrifinn. Svo hrifinn að hann ákvað að tryggja sér kvikmyndaréttinn. Hann segir bókina frumlega og persónusköpunina sterka, það hafi ekki síst verið það sem kveikti áhuga hans sem kvikmyndagerðarmanns. „Hún er bæði skemmtilega skrifuð og ef þú ert í leit af kvikmyndaefni þá þarf sterkan söguþráð. Það sem skilur oft að góðar myndir og slæmar, persónurnar og persónusköpunin, fannst mér mjög vel unnið í þessari bók,“ segir Sigurjón og bætir stuttu síðar við: „Enda lánaði ég tveimur öðrum bókina í Los Angeles og það var eins með þá, þeir gátu ekki hætt að lesa fyrr en bókin var búin.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Herra Skepna sló Hafþór utan undir Lífið Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fleiri fréttir Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Hver dagur ævintýri í lýðháskóla í Afríku „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Sjá meira