Útgáfutónleikar Diktu Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 9. september 2015 11:00 Hljómsveitin verður klædd í sparifötin á tónleikunum í kvöld. Hljómsveitin Dikta fagnar í kvöld útgáfu sinnar fimmtu breiðskífu, Easy Street. Útgáfu plötunnar verður fagnað í Norðurljósasal Hörpu. „Við erum gríðarlega spenntir, þetta er í fyrsta skipti í Hörpunni og ný plata þannig að þetta eru ný lög fyrir okkur líka. Við höfum ekkert spilað þessi lög mikið, við vorum í svona smá hléi í spilamennsku,“ segir bassaleikari sveitarinnar, Skúli Z. Gestsson, og bætir við að öllu verði til tjaldað í kvöld. „Þetta verður eins og venjan er á útgáfutónleikum, aukahljóðfæraleikarar og allt í sparifötum. Við í sparifötum og lögin í sparifötum.“ Hljómsveitin hefur verið starfandi í fjölda ára og segir Skúli því ekki mikið stress í mannskapnum fyrir að koma fram. „Við erum búnir að vera hljómsveit í sautján ár þannig að það er ekkert mikið stress. Þetta er alltaf gaman,“ segir hann og bætir við: „Þetta er náttúrulega hljómsveit en líka bara vinátta þannig að stress er ekkert rosalega fyrirferðarmikið.“ Á næstunni mun hljómsveitin vinna að því að kynna nýju plötuna og meðal annars spila á tónlistarhátíðinni Airwaves sem fer fram í byrjun nóvember og á næsta ári ætlar hún að kynna plötuna erlendis en platan kemur út á næstunni í Þýskalandi. Hljómsveitina Diktu skipa þeir Haukur Heiðar Hauksson, Jón Bjarni Pétursson og Jón Þór Sigurðsson auk Skúla. Tónleikarnir fara fram í Hörpu klukkan 21.00. Tónlist Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Hljómsveitin Dikta fagnar í kvöld útgáfu sinnar fimmtu breiðskífu, Easy Street. Útgáfu plötunnar verður fagnað í Norðurljósasal Hörpu. „Við erum gríðarlega spenntir, þetta er í fyrsta skipti í Hörpunni og ný plata þannig að þetta eru ný lög fyrir okkur líka. Við höfum ekkert spilað þessi lög mikið, við vorum í svona smá hléi í spilamennsku,“ segir bassaleikari sveitarinnar, Skúli Z. Gestsson, og bætir við að öllu verði til tjaldað í kvöld. „Þetta verður eins og venjan er á útgáfutónleikum, aukahljóðfæraleikarar og allt í sparifötum. Við í sparifötum og lögin í sparifötum.“ Hljómsveitin hefur verið starfandi í fjölda ára og segir Skúli því ekki mikið stress í mannskapnum fyrir að koma fram. „Við erum búnir að vera hljómsveit í sautján ár þannig að það er ekkert mikið stress. Þetta er alltaf gaman,“ segir hann og bætir við: „Þetta er náttúrulega hljómsveit en líka bara vinátta þannig að stress er ekkert rosalega fyrirferðarmikið.“ Á næstunni mun hljómsveitin vinna að því að kynna nýju plötuna og meðal annars spila á tónlistarhátíðinni Airwaves sem fer fram í byrjun nóvember og á næsta ári ætlar hún að kynna plötuna erlendis en platan kemur út á næstunni í Þýskalandi. Hljómsveitina Diktu skipa þeir Haukur Heiðar Hauksson, Jón Bjarni Pétursson og Jón Þór Sigurðsson auk Skúla. Tónleikarnir fara fram í Hörpu klukkan 21.00.
Tónlist Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira