Skuldir útgerða í Grímsey um þrír milljarðar króna Sveinn Arnarsson skrifar 17. janúar 2015 00:01 Fyrirtækin þrjú eiga í erfiðleikum með að greiða af lánum sínum hjá Íslandsbanka. Samanlagðar skuldir þeirra nema um þremur milljörðum króna. Kvótaeign fyrirtækjanna er þeirra verðmætasta eign. Fréttablaðið/Björn Þór Sigbjörnsson Fyrirtækin þrjú sem stunda veiðar i Grímsey eiga í erfiðleikum með að standa í skilum við Íslandsbanka. Skuldir þeirra við bankann nema um þremur milljörðum króna og reksturinn stendur ekki undir svo háum skuldum. Bent er á í skýrslu stjórnar tveggja útgerðarfélaganna sem fylgir ársreikningi ársins 2013 að „á meðan ekki er gengið til endanlegra samninga á milli bankans og félagsins viðheldur það óvissuástandi, sem staðið hefur í nánast sex ár og hefur veruleg áhrif á framtíðarsýn félagsins.“Sjá einnig: „Ef samstaða næst ekki legst byggð líklega af í eynni“Guðný Helga HErbertsdóttir upplýsingafulltrúi Íslandsbanka.Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segist ekki geta tjáð sig um viðskipti einstakra viðskiptavina við bankann. „Ég get þó staðfest að Íslandsbanki hefur um nokkurt skeið tekið þátt í viðræðum Akureyrarbæjar, Byggðastofnunar, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og forsvarsmanna útgerðarfélaga í Grímsey um atvinnuþróun og tækifæri til frekari atvinnuuppbyggingar í eyjunni. Ljóst er að atvinnuþróun í Grímsey er viðkvæm og því hefur bankinn komið að umræðu um með hvaða hætti tryggja megi atvinnu til framtíðar á svæðinu.“ Þrjú útgerðarfélög eiga kvóta svo einhverju nemi í Grímsey, það eru fyrirtækin Borgarhöfði ehf., Sigurbjörn ehf. og Sæbjörg ehf. Fyrirtækin eru öll í viðskiptum við Íslandsbanka. Rekstur fyrirtækjanna er afar viðkvæmur og erfitt er fyrir fyrirtækin að greiða af lánum sínum. Gunnar Hannesson, einn útgerðarmanna í eynni, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að fyrirtækin væru að berjast við vanda sem varð til í hruninu 2008. Hann benti hins vegar á að eignir félaganna dygðu fyrir skuldum. Guðný Helga segir viðskiptavinum Íslandsbanka standa til boða margvísleg úrræði. „Íslandsbanki hefur frá efnahagshruni kappkostað að vinna með viðskiptavinum sínum með það að markmiði að styðja við atvinnuuppbyggingu. Viðskiptavinum sem átt hafa í greiðsluerfiðleikum hafa staðið til boða þau fjölmörgu úrræði, svo sem greiðsluaðlögun, skuldaaðlögun og Beina brautin í tilfelli fyrirtækja, sem í boði voru með það að markmiði að leggja sitt á vogarskálarnar við endurreisn efnahaglífsins eftir hrun.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er markmiðið að reyna að koma á samvinnu útgerðanna til að viðhalda veiðum og vinnslu í eynni. Þó er vilji útgerðaraðila til að vinna saman talinn afar lítill og samskipti þeirra á milli lítil dagsdaglega. Íbúafundur hefur verið boðaður þann 28. janúar næstkomandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu ekki allir útgerðarmenn eyjarinnar mæta á fundinn. Guðný Helga segir forsvarsmenn Íslandsbanka vel geta hugsað sér að mæta á fundinn. „Ef okkar nærveru er óskað á íbúafundinum þá mætum við að sjálfsögðu,“ segir Guðný Helga. Tengdar fréttir „Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni“ Boðað hefur verið til íbúafundar 28. janúar þar sem ræða á byggð í Grímsey. Áframhald búsetu er óvisst þar sem Íslandsbanki knýr á um að kvóti verði seldur til að útgerðarmenn eigi fyrir skuldum vegna kvótakaupa. 16. janúar 2015 08:00 Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04 Óvissa um framtíð byggðar í Grímsey Íslandsbanki hefur viðrað þá hugmynd að kvóti verði seldur úr eynni svo útgerðarmenn geti greitt skuldir sínar. 14. janúar 2015 22:35 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
Fyrirtækin þrjú sem stunda veiðar i Grímsey eiga í erfiðleikum með að standa í skilum við Íslandsbanka. Skuldir þeirra við bankann nema um þremur milljörðum króna og reksturinn stendur ekki undir svo háum skuldum. Bent er á í skýrslu stjórnar tveggja útgerðarfélaganna sem fylgir ársreikningi ársins 2013 að „á meðan ekki er gengið til endanlegra samninga á milli bankans og félagsins viðheldur það óvissuástandi, sem staðið hefur í nánast sex ár og hefur veruleg áhrif á framtíðarsýn félagsins.“Sjá einnig: „Ef samstaða næst ekki legst byggð líklega af í eynni“Guðný Helga HErbertsdóttir upplýsingafulltrúi Íslandsbanka.Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segist ekki geta tjáð sig um viðskipti einstakra viðskiptavina við bankann. „Ég get þó staðfest að Íslandsbanki hefur um nokkurt skeið tekið þátt í viðræðum Akureyrarbæjar, Byggðastofnunar, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og forsvarsmanna útgerðarfélaga í Grímsey um atvinnuþróun og tækifæri til frekari atvinnuuppbyggingar í eyjunni. Ljóst er að atvinnuþróun í Grímsey er viðkvæm og því hefur bankinn komið að umræðu um með hvaða hætti tryggja megi atvinnu til framtíðar á svæðinu.“ Þrjú útgerðarfélög eiga kvóta svo einhverju nemi í Grímsey, það eru fyrirtækin Borgarhöfði ehf., Sigurbjörn ehf. og Sæbjörg ehf. Fyrirtækin eru öll í viðskiptum við Íslandsbanka. Rekstur fyrirtækjanna er afar viðkvæmur og erfitt er fyrir fyrirtækin að greiða af lánum sínum. Gunnar Hannesson, einn útgerðarmanna í eynni, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að fyrirtækin væru að berjast við vanda sem varð til í hruninu 2008. Hann benti hins vegar á að eignir félaganna dygðu fyrir skuldum. Guðný Helga segir viðskiptavinum Íslandsbanka standa til boða margvísleg úrræði. „Íslandsbanki hefur frá efnahagshruni kappkostað að vinna með viðskiptavinum sínum með það að markmiði að styðja við atvinnuuppbyggingu. Viðskiptavinum sem átt hafa í greiðsluerfiðleikum hafa staðið til boða þau fjölmörgu úrræði, svo sem greiðsluaðlögun, skuldaaðlögun og Beina brautin í tilfelli fyrirtækja, sem í boði voru með það að markmiði að leggja sitt á vogarskálarnar við endurreisn efnahaglífsins eftir hrun.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er markmiðið að reyna að koma á samvinnu útgerðanna til að viðhalda veiðum og vinnslu í eynni. Þó er vilji útgerðaraðila til að vinna saman talinn afar lítill og samskipti þeirra á milli lítil dagsdaglega. Íbúafundur hefur verið boðaður þann 28. janúar næstkomandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu ekki allir útgerðarmenn eyjarinnar mæta á fundinn. Guðný Helga segir forsvarsmenn Íslandsbanka vel geta hugsað sér að mæta á fundinn. „Ef okkar nærveru er óskað á íbúafundinum þá mætum við að sjálfsögðu,“ segir Guðný Helga.
Tengdar fréttir „Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni“ Boðað hefur verið til íbúafundar 28. janúar þar sem ræða á byggð í Grímsey. Áframhald búsetu er óvisst þar sem Íslandsbanki knýr á um að kvóti verði seldur til að útgerðarmenn eigi fyrir skuldum vegna kvótakaupa. 16. janúar 2015 08:00 Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04 Óvissa um framtíð byggðar í Grímsey Íslandsbanki hefur viðrað þá hugmynd að kvóti verði seldur úr eynni svo útgerðarmenn geti greitt skuldir sínar. 14. janúar 2015 22:35 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Sjá meira
„Ef samstaða næst ekki, þá leggst byggð líklega af í eynni“ Boðað hefur verið til íbúafundar 28. janúar þar sem ræða á byggð í Grímsey. Áframhald búsetu er óvisst þar sem Íslandsbanki knýr á um að kvóti verði seldur til að útgerðarmenn eigi fyrir skuldum vegna kvótakaupa. 16. janúar 2015 08:00
Kynferðisbrotamál í Grímsey Rannsókn málsins er lokið og það komið til ríkissaksóknara. 15. janúar 2015 13:04
Óvissa um framtíð byggðar í Grímsey Íslandsbanki hefur viðrað þá hugmynd að kvóti verði seldur úr eynni svo útgerðarmenn geti greitt skuldir sínar. 14. janúar 2015 22:35