Mannréttindamál að ríkið greiði lyf fíkla Svavar Hávarðsson skrifar 21. janúar 2015 07:00 Heróín kom aldrei hingað en meðferðin nýtist þeim sem hafa misnotað t.d. sterk verkjalyf sem innihalda ópíum. nordicphotos/gettyimages „Við erum oft að leita til stjórnvalda með svona sanngirnismál. Stundum finnst stjórnmálamönnum þetta vera kvabb, en þetta er mannréttindamál og dauðans alvara því það sýnir hversu mikla fordóma við höfum,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Ríkið hóf um áramótin að greiða fyrir sérstaka lyfjameðferð við ópíumfíkn á Vogi. Um ævilanga viðhaldsmeðferð er að ræða sem SÁÁ tók upp árið 1999 og hefur greitt fyrir með sjálfsaflafé hingað til. Greiðslur ríkisins ná til 90 einstaklinga á hverjum tíma sem eru veikustu skjólstæðingar SÁÁ. Í sjúklingahópnum eru um 100 einstaklingar, og svo hefur verið um nokkurn tíma.Þórarinn TyrfingssonSpurður um kostnaðarþátttöku ríkisins, sem lá fyrir með samningi SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um áramótin, segir Þórarinn það eiga sér sögulegar skýringar að hún kemur til fyrst nú. Þegar fyrsti þjónustusamningur SÁÁ við ríkið var gerður á sínum tíma var þessi meðferð rétt að komast á fæturna og var þar ekki inni. Þá hafa undanfarin ár einkennst af fjárskorti til heilbrigðiskerfisins og kostnaðarþátttaka í þessu verkefni ekki verið inni í myndinni. „En svo er það sjónarmið að spyrja af hverju þessir sjúklingar hafa ekki notið sömu réttinda og aðrir sjúklingar sem berjast við lífshættulega sjúkdóma, og þeirra lyf eru strax komin inn í sjúkratryggingar. Þessi lyf eru fyrsta bjargræði þeirra og réttlæta meðferðina algjörlega – enda bjargar hún lífi,“ segir Þórarinn. En hvað rak SÁÁ til að hefja þessa meðferð við ópíumfíkn árið 1999 – að aðstoða fólk við að hætta að sprauta sig í æð og fá í staðinn buprenorphin sem er viðurkennt lyf við fíkninni. Þórarinn segir einfaldlega að um veikustu skjólstæðinga SÁÁ sé að ræða, en fjölmargt ungt fólk lést hérlendis vegna notkunar sterkra ópíumefna – mest sterkra verkjalyfja. Svíar sýndu fram á með rannsóknum að þeirra fólk féll frá umvörpum meðan beðið var eftir þessari meðferð. Þetta fólk lifir ekki aðeins með sínum sjúkdómi heldur verður félagslega virkt og tekur þátt í fjölskylduskyldum sínum og uppeldi barna sinna. Margir fara út á vinnumarkaðinn og ná fullri getu,“ segir Þórarinn. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Við erum oft að leita til stjórnvalda með svona sanngirnismál. Stundum finnst stjórnmálamönnum þetta vera kvabb, en þetta er mannréttindamál og dauðans alvara því það sýnir hversu mikla fordóma við höfum,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Ríkið hóf um áramótin að greiða fyrir sérstaka lyfjameðferð við ópíumfíkn á Vogi. Um ævilanga viðhaldsmeðferð er að ræða sem SÁÁ tók upp árið 1999 og hefur greitt fyrir með sjálfsaflafé hingað til. Greiðslur ríkisins ná til 90 einstaklinga á hverjum tíma sem eru veikustu skjólstæðingar SÁÁ. Í sjúklingahópnum eru um 100 einstaklingar, og svo hefur verið um nokkurn tíma.Þórarinn TyrfingssonSpurður um kostnaðarþátttöku ríkisins, sem lá fyrir með samningi SÁÁ og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um áramótin, segir Þórarinn það eiga sér sögulegar skýringar að hún kemur til fyrst nú. Þegar fyrsti þjónustusamningur SÁÁ við ríkið var gerður á sínum tíma var þessi meðferð rétt að komast á fæturna og var þar ekki inni. Þá hafa undanfarin ár einkennst af fjárskorti til heilbrigðiskerfisins og kostnaðarþátttaka í þessu verkefni ekki verið inni í myndinni. „En svo er það sjónarmið að spyrja af hverju þessir sjúklingar hafa ekki notið sömu réttinda og aðrir sjúklingar sem berjast við lífshættulega sjúkdóma, og þeirra lyf eru strax komin inn í sjúkratryggingar. Þessi lyf eru fyrsta bjargræði þeirra og réttlæta meðferðina algjörlega – enda bjargar hún lífi,“ segir Þórarinn. En hvað rak SÁÁ til að hefja þessa meðferð við ópíumfíkn árið 1999 – að aðstoða fólk við að hætta að sprauta sig í æð og fá í staðinn buprenorphin sem er viðurkennt lyf við fíkninni. Þórarinn segir einfaldlega að um veikustu skjólstæðinga SÁÁ sé að ræða, en fjölmargt ungt fólk lést hérlendis vegna notkunar sterkra ópíumefna – mest sterkra verkjalyfja. Svíar sýndu fram á með rannsóknum að þeirra fólk féll frá umvörpum meðan beðið var eftir þessari meðferð. Þetta fólk lifir ekki aðeins með sínum sjúkdómi heldur verður félagslega virkt og tekur þátt í fjölskylduskyldum sínum og uppeldi barna sinna. Margir fara út á vinnumarkaðinn og ná fullri getu,“ segir Þórarinn.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira