Yfirdýralæknir: Þjónustusvæði dýralækna eru of stór Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2015 16:18 Sigurborg Daðadóttur, yfirdýralæknir, Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, hefur óskað eftir aukafjárframlögum til þess að stofnunin geti staðið straum af dýralæknakostnaði í dreifðum byggðum landsins. Jafnframt hefur yfirdýralæknir óskað eftir því að skipting þjónustusvæða landsins verði endurskoðuð. Aðeins er gert ráð fyrir að tveir dýralæknar sinni þjónustu á svæði sem nær frá Ljósavatnsskarði í vestri til Fáskrúðsfjarðar í austri. Bóndi í Þingeyjarsveit óttast um afdrif kú sinnar Tíu en hún fékk skyndilega bráðajúgurbólgu og gæti drepist fái hún ekki aðstoð dýralæknis. Í samtali við Vísi sagði bóndinn að hann hefði ekki náð í dýralækni en allir dýralæknir á Húsavík hafa lagt niður störf. Vakt dýralækna á svæðinu er sinnt frá Vopnafirði. Matvælastofnun og yfirdýralæknir tóku þá ákvörðun um að skera niður þóknun til dýralækna í Þingeyjarsveit og á Egilstöðum til þess að betur væri hægt að sinna dýralæknaþjónustu frá Vopnafirði vegna búskapar í Þistilfirði, Langanesi og Vopnafirði. „Við ákváðum að það væri mesta þörfin til að styrkja dýralækninn á Vopnafirði svo hann gæti sinnt þjónustu vegna búskapar þar,“ segir Sigurbjörg. Þóknanir skertar niður annarstaðar„Við mátum það svo að væri hægt að freista þess að dýralæknar sem eru búsettir á Húsavík myndu samt sem áður sætt sig við það að hafa minni stuðning en ella. Það hafa þeir ekki sætt sig við og ég hef fullan skilning á því.“ Yfirdýralæknir boðar þó breytingu og að á næsta ári muni fleiri dýralæknar sinna þjónustu á þessu víðfeðma svæði. Hefur embættið fengið vilyrði fyrir því frá Atvinnuvegaráðuneytinu að aukið fjármagn fáist frá og með næsta ári til að sinna þessari þjónustu. „Eg hef óskað eftir því við ráðuneytið að stuðningur verði aukinn á þessu stóra landssvæði. Matvælastofnun hefur fengið jákvæð svör við því frá ráðuneytin en það verður ekki fyrr en á næsta ári.“ Jafnframt telur Sigurbjörg að endurskoða þurfi svæðaskiptingu svo dýralæknar þurfi ekki að sinna of víðfeðmum svæðum. „Allt þetta stóra svæði þarf meira en tvo dýralækna. Þetta eru miklar vegalengdir á þessu svæði og maður veltir því fyrir sér hvernig reglugerðin skiptir upp þessum svæðum. Ég hef sótt um breytingu á þessari reglugerð til að minnka svæðin. Það er til umfjöllunar í ráðuneytinu.“ Tengdar fréttir Enginn dýralæknir fyrir dauðvona kú Kýrin Tía liggur fyrir dauðanum og fær enga hjálp. Dýralæknar í Þingeyjarsveit hafa lagt niður störf vegna ákvörðunar Matvælastofnunnar. Eigandi Tíu er ráðalaus. 12. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, hefur óskað eftir aukafjárframlögum til þess að stofnunin geti staðið straum af dýralæknakostnaði í dreifðum byggðum landsins. Jafnframt hefur yfirdýralæknir óskað eftir því að skipting þjónustusvæða landsins verði endurskoðuð. Aðeins er gert ráð fyrir að tveir dýralæknar sinni þjónustu á svæði sem nær frá Ljósavatnsskarði í vestri til Fáskrúðsfjarðar í austri. Bóndi í Þingeyjarsveit óttast um afdrif kú sinnar Tíu en hún fékk skyndilega bráðajúgurbólgu og gæti drepist fái hún ekki aðstoð dýralæknis. Í samtali við Vísi sagði bóndinn að hann hefði ekki náð í dýralækni en allir dýralæknir á Húsavík hafa lagt niður störf. Vakt dýralækna á svæðinu er sinnt frá Vopnafirði. Matvælastofnun og yfirdýralæknir tóku þá ákvörðun um að skera niður þóknun til dýralækna í Þingeyjarsveit og á Egilstöðum til þess að betur væri hægt að sinna dýralæknaþjónustu frá Vopnafirði vegna búskapar í Þistilfirði, Langanesi og Vopnafirði. „Við ákváðum að það væri mesta þörfin til að styrkja dýralækninn á Vopnafirði svo hann gæti sinnt þjónustu vegna búskapar þar,“ segir Sigurbjörg. Þóknanir skertar niður annarstaðar„Við mátum það svo að væri hægt að freista þess að dýralæknar sem eru búsettir á Húsavík myndu samt sem áður sætt sig við það að hafa minni stuðning en ella. Það hafa þeir ekki sætt sig við og ég hef fullan skilning á því.“ Yfirdýralæknir boðar þó breytingu og að á næsta ári muni fleiri dýralæknar sinna þjónustu á þessu víðfeðma svæði. Hefur embættið fengið vilyrði fyrir því frá Atvinnuvegaráðuneytinu að aukið fjármagn fáist frá og með næsta ári til að sinna þessari þjónustu. „Eg hef óskað eftir því við ráðuneytið að stuðningur verði aukinn á þessu stóra landssvæði. Matvælastofnun hefur fengið jákvæð svör við því frá ráðuneytin en það verður ekki fyrr en á næsta ári.“ Jafnframt telur Sigurbjörg að endurskoða þurfi svæðaskiptingu svo dýralæknar þurfi ekki að sinna of víðfeðmum svæðum. „Allt þetta stóra svæði þarf meira en tvo dýralækna. Þetta eru miklar vegalengdir á þessu svæði og maður veltir því fyrir sér hvernig reglugerðin skiptir upp þessum svæðum. Ég hef sótt um breytingu á þessari reglugerð til að minnka svæðin. Það er til umfjöllunar í ráðuneytinu.“
Tengdar fréttir Enginn dýralæknir fyrir dauðvona kú Kýrin Tía liggur fyrir dauðanum og fær enga hjálp. Dýralæknar í Þingeyjarsveit hafa lagt niður störf vegna ákvörðunar Matvælastofnunnar. Eigandi Tíu er ráðalaus. 12. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Enginn dýralæknir fyrir dauðvona kú Kýrin Tía liggur fyrir dauðanum og fær enga hjálp. Dýralæknar í Þingeyjarsveit hafa lagt niður störf vegna ákvörðunar Matvælastofnunnar. Eigandi Tíu er ráðalaus. 12. ágúst 2015 12:00