Vill að dregið verði úr lokunum í sumar Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. janúar 2015 07:00 Framkvæmdastjóri skurðlækninga á Landspítalanum segir að skurðstofur spítalans og legudeildir séu fullnýttar. Fréttablaðið/Vilhelm Raunhæfasta leiðin til að vinna á þeim biðlista sem myndaðist á Landspítala vegna læknaverkfallsins er að draga úr sumarlokunum spítalans í sumar. Einnig þurfa sjúklingar sem lokið hafa meðferð að komast fyrr í framhaldsúrræði, á hjúkrunarheimili eða í sérhæfða eftirmeðferð. Þetta segir Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækninga á spítalanum. Um 700 aðgerðir féllu niður þann tíma sem verkfallið stóð yfir. Lilja segir að þessar aðgerðir dreifist á allar sérgreinar. „Það er bagalegt að verkfallið skuli hafa verið á þessum tíma í nóvember og desember,“ segir Lilja. Aðalstarfsemi spítalans sé á þessum mánuðum því það dragi úr henni um jól og páska. Eins dragi heilmikið úr starfseminni á sumrin. „Við höfum sagt að það muni taka lungann úr þessu ári að vinna hann niður,“ segir Lilja um biðlistann. Þá meti starfsmenn spítalans stöðuna þannig að það muni taka viku til viðbótar að sjá endanleg áhrif verkfallsins. Til dæmis hafi fjöldi hjartaþræðinga frestast. „Við vitum að þegar fólk er búið að fara í þræðingu þá mun það skila sér að einhverju leyti inn á biðlista hjá okkur,“ segir Lilja. Varðandi hvort hægt sé að vinna á biðlistanum með því að starfsfólk spítalans vinni lengri vinnudag segir Lilja skurðstofur Landspítalans og legudeildir sem sjúklingar fara á eftir aðgerðir séu fullnýttar. „Eins og staðan er núna og áður en verkfallið kom þá er allt keyrt í botn. Við erum að skoða hvort hægt sé að gera eitthvað eins og að stytta samdrátt á sumri. Þetta er það sem við erum að lúra yfir núna og reikna út hvað það kostar,“ segir hún. Lilja bætir við að þegar aðalmarkmið starfseminnar sé að tryggja öryggi sjúklinga sé ekki raunhæft að vinna í akkorði. „Það sem skiptir mestu máli er að halda alltaf áfram jafnt og þétt og gera þetta á eins öruggan hátt og yfirvegaðan og hægt er,“ segir hún og bætir við að spítalinn megi ekki við frekari röskunum vegna vinnudeilna á þessu ári. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/PjeturGreining liggur ekki fyrir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra getur ekki sagt til um hvaða leiðir verði farnar til að vinna á biðlistum Landspítalans né heldur hvernig þær verði fjármagnaðar. „Ég hef óskað eftir við landlækni að greina áhrifin af verkfallsaðgerðum lækna á biðlista og þjónustu við sjúklinga. Sú greining mun taka til alls landsins því að verkfallið hafði áhrif víðar og tók til fleiri heilbrigðisstofnana en Landspítalans. Á meðan þessi greining liggur ekki fyrir og ég veit að LSH er ekki búinn að vinna sína vinnu og gera landlækni skil á henni þá er hreinlega ótímabært að tjá sig um það með hvaða hætti best verður tekið á þessu,“ segir Kristján. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Raunhæfasta leiðin til að vinna á þeim biðlista sem myndaðist á Landspítala vegna læknaverkfallsins er að draga úr sumarlokunum spítalans í sumar. Einnig þurfa sjúklingar sem lokið hafa meðferð að komast fyrr í framhaldsúrræði, á hjúkrunarheimili eða í sérhæfða eftirmeðferð. Þetta segir Lilja Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri skurðlækninga á spítalanum. Um 700 aðgerðir féllu niður þann tíma sem verkfallið stóð yfir. Lilja segir að þessar aðgerðir dreifist á allar sérgreinar. „Það er bagalegt að verkfallið skuli hafa verið á þessum tíma í nóvember og desember,“ segir Lilja. Aðalstarfsemi spítalans sé á þessum mánuðum því það dragi úr henni um jól og páska. Eins dragi heilmikið úr starfseminni á sumrin. „Við höfum sagt að það muni taka lungann úr þessu ári að vinna hann niður,“ segir Lilja um biðlistann. Þá meti starfsmenn spítalans stöðuna þannig að það muni taka viku til viðbótar að sjá endanleg áhrif verkfallsins. Til dæmis hafi fjöldi hjartaþræðinga frestast. „Við vitum að þegar fólk er búið að fara í þræðingu þá mun það skila sér að einhverju leyti inn á biðlista hjá okkur,“ segir Lilja. Varðandi hvort hægt sé að vinna á biðlistanum með því að starfsfólk spítalans vinni lengri vinnudag segir Lilja skurðstofur Landspítalans og legudeildir sem sjúklingar fara á eftir aðgerðir séu fullnýttar. „Eins og staðan er núna og áður en verkfallið kom þá er allt keyrt í botn. Við erum að skoða hvort hægt sé að gera eitthvað eins og að stytta samdrátt á sumri. Þetta er það sem við erum að lúra yfir núna og reikna út hvað það kostar,“ segir hún. Lilja bætir við að þegar aðalmarkmið starfseminnar sé að tryggja öryggi sjúklinga sé ekki raunhæft að vinna í akkorði. „Það sem skiptir mestu máli er að halda alltaf áfram jafnt og þétt og gera þetta á eins öruggan hátt og yfirvegaðan og hægt er,“ segir hún og bætir við að spítalinn megi ekki við frekari röskunum vegna vinnudeilna á þessu ári. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Fréttablaðið/PjeturGreining liggur ekki fyrir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra getur ekki sagt til um hvaða leiðir verði farnar til að vinna á biðlistum Landspítalans né heldur hvernig þær verði fjármagnaðar. „Ég hef óskað eftir við landlækni að greina áhrifin af verkfallsaðgerðum lækna á biðlista og þjónustu við sjúklinga. Sú greining mun taka til alls landsins því að verkfallið hafði áhrif víðar og tók til fleiri heilbrigðisstofnana en Landspítalans. Á meðan þessi greining liggur ekki fyrir og ég veit að LSH er ekki búinn að vinna sína vinnu og gera landlækni skil á henni þá er hreinlega ótímabært að tjá sig um það með hvaða hætti best verður tekið á þessu,“ segir Kristján.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent