Samtökin 78 skoðuðu ummæli tæplega þrjátíu einstaklinga Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 27. apríl 2015 12:17 Árni Grétar er framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Vísir/Valli „Þetta var á þriðja tug einstaklinga sem við skoðuðum mjög ofan í kjölinn,“ segir Árni Grétar Jóhannson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Samtökin hafa kært tíu einstaklinga fyrir ummæli sem þau telja að feli í sér refsiverða háttsemi. „Við tókum þá afstöðu að vera ekki að leggja fram kærur á fólk sem við töldum að hefði sagt sitt í miklum hálfkæringi.“ Árni segir að ummælin sem kærð hafi verið hafi verið grófustu, alvarlegustu og endurteknustu ummælin. Það er að segja þeir einstaklingar sem hafa oft látið niðrandi ummæli um hinsegin fólk falla. „Þau eru mörg hver mjög gróf og mjög niðrandi og í einhverjum tilvikum liggur við ógnun,“ útskýrir Árni Grétar.„Orðum fylgir ábyrgð“ Árni vill ekki gefa upp hver ummælin eru sem kærð voru né hvaða einstaklinga um ræðir. „Við ætlum ekki að fara að dæma fólk í fjölmiðlum eða þess háttar. Nú tekur lögreglan við, vegur og metur og kemst að sinni niðurstöðu.“ Hann segist ekki gera sér grein fyrir því hversu langan tíma mun taka að fá niðurstöðu í málið. Hann vonar hins vegar að það verði hægt að afgreiða málið sem fyrst, sama hver niðurstaðan verður. „Ég held að það sé bara hollt og gott fyrir samfélagsumræðuna í heild að fá að vita svolítið hvar mörkin liggja, hvar vernd gegn hatursorðræðu tekur við af málfrelsinu. Af því að orðum fylgir ábyrgð, við megum ekki gleyma því.“Þið gefið lítið fyrir þá gagnrýni að þið séuð með þessu að hefta tjáningarfrelsi og stöðva heilbrigða umræðu?„Ég held að við séum ekki að stöðva heilbrigða umræðu með þessu því að leið og umræðan er komin á það level að hún er farin að meiða og smána og felur í sér jafnvel ógnun þá telst hún ekki heilbrigð lengur. Við erum alltaf tilbúin að taka umræðuna, fræða og tala um hlutina. En við verðum líka sem hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi þá verðum við að passa upp á okkar fólk. Og það hefur verið mikill þrýstingur á að við gerum eitthvað og bregðumst einhvern veginn við. Við höfum fram að þessu algjörlega í raun hunsað þessi ummæli og þessa umræðu. Samtökin hafa ekki svarað neinu og ekki talið það svaravert. En nú er svo komið að það er kannski tímabært að lögreglan skoði hvort þetta séu bara hreinlega lögbrot,“ segir Árni Grétar. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira
„Þetta var á þriðja tug einstaklinga sem við skoðuðum mjög ofan í kjölinn,“ segir Árni Grétar Jóhannson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Samtökin hafa kært tíu einstaklinga fyrir ummæli sem þau telja að feli í sér refsiverða háttsemi. „Við tókum þá afstöðu að vera ekki að leggja fram kærur á fólk sem við töldum að hefði sagt sitt í miklum hálfkæringi.“ Árni segir að ummælin sem kærð hafi verið hafi verið grófustu, alvarlegustu og endurteknustu ummælin. Það er að segja þeir einstaklingar sem hafa oft látið niðrandi ummæli um hinsegin fólk falla. „Þau eru mörg hver mjög gróf og mjög niðrandi og í einhverjum tilvikum liggur við ógnun,“ útskýrir Árni Grétar.„Orðum fylgir ábyrgð“ Árni vill ekki gefa upp hver ummælin eru sem kærð voru né hvaða einstaklinga um ræðir. „Við ætlum ekki að fara að dæma fólk í fjölmiðlum eða þess háttar. Nú tekur lögreglan við, vegur og metur og kemst að sinni niðurstöðu.“ Hann segist ekki gera sér grein fyrir því hversu langan tíma mun taka að fá niðurstöðu í málið. Hann vonar hins vegar að það verði hægt að afgreiða málið sem fyrst, sama hver niðurstaðan verður. „Ég held að það sé bara hollt og gott fyrir samfélagsumræðuna í heild að fá að vita svolítið hvar mörkin liggja, hvar vernd gegn hatursorðræðu tekur við af málfrelsinu. Af því að orðum fylgir ábyrgð, við megum ekki gleyma því.“Þið gefið lítið fyrir þá gagnrýni að þið séuð með þessu að hefta tjáningarfrelsi og stöðva heilbrigða umræðu?„Ég held að við séum ekki að stöðva heilbrigða umræðu með þessu því að leið og umræðan er komin á það level að hún er farin að meiða og smána og felur í sér jafnvel ógnun þá telst hún ekki heilbrigð lengur. Við erum alltaf tilbúin að taka umræðuna, fræða og tala um hlutina. En við verðum líka sem hagsmunasamtök hinsegin fólks á Íslandi þá verðum við að passa upp á okkar fólk. Og það hefur verið mikill þrýstingur á að við gerum eitthvað og bregðumst einhvern veginn við. Við höfum fram að þessu algjörlega í raun hunsað þessi ummæli og þessa umræðu. Samtökin hafa ekki svarað neinu og ekki talið það svaravert. En nú er svo komið að það er kannski tímabært að lögreglan skoði hvort þetta séu bara hreinlega lögbrot,“ segir Árni Grétar.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira