Enski boltinn

Chelsea langt frá því að vera frábært lið

Scholes ásamt Nicky Butt og Phil Neville.
Scholes ásamt Nicky Butt og Phil Neville. vísir/getty
Paul Scholes, fyrrum leikmaður Man. Utd, var ekki hrifinn af frammistöðu Chelsea gegn PSG í Meistaradeildinni í vikunni.

Hann segir að Chelsea sé langt frá því að vera frábært lið og að liðið verði ekki dæmt á meðal þeirra bestu fyrr en það sé búið að vinna einhverja titla.

„Ég var hissa að sjá Mourinho tala um Chelsea sem frábært lið eftir leikinn. Frábær lið þurfa að fyrst að vinna titla áður en talað er um þau sem slík. Chelsea var með frábært lið er það vann deildina tvö ár í röð en liðið núna er ekki nálægt því að vera frábært lið," sagði Scholes sem var að vinna fyrir ITV-sjónvarpsstöðina á leiknum.

„Ég geri mér grein fyrir því að PSG er með frábæran árangur á heimavelli í Evrópukeppninni en ég átti samt von á því að Chelsea myndi skapa fleiri færi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×