Lífið

Músíktilraunir í þrjátíu og þrjú ár

Blússandi gleði Ása Hauksdóttir framkvæmdastjóri Músíktilrauna segir keppnina afar mikilvæga fyrir íslenskt tónlistarlíf í heild sinni. Fréttablaðið/Andri marino
Blússandi gleði Ása Hauksdóttir framkvæmdastjóri Músíktilrauna segir keppnina afar mikilvæga fyrir íslenskt tónlistarlíf í heild sinni. Fréttablaðið/Andri marino
Músíktilraunir standa nú sem hæst og er veislan haldin í þrítugasta og þriðja skiptið í ár. Hátt í eitt þúsund atriði hafa komið fram á sjónarsviðið. Ása Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Músíktilrauna er í essinu sínu þessa dagana og hefur í nægu að snúast. „Það má í raun tala um Músíktilraunir sem vöggu íslensk tónlistarlífs. Þarna byrja rosalega margir sem svo blómstra í kjölfarið, hérlendis og erlendis.“

Ása segir þrjár megin ástæður þess að íslenskir tónlistarmenn séu jafn þekkir á heimskortinu og raun ber vitni : „góðu tónlistarskólarnir okkar, Iceland Airwaves og svo Músíktilraunir.“ Hún líkir keppninni hvert einasta ár við að konfektkassa. „þetta er eins og að opna djúsí konfektkassa, og allir molarnir eru geggjaðir og eins mismunandi og þeir eru margir.“



Hápunktur Músíktilrauna verður á laugardag þegar sjálft úrslitakvöldið fer fram í Hörpu. Þar má gera ráð fyrir að sjá nýjustu stórstjörnur íslensk tónlistarlífs stíga á stokk, en engum blöðum er um að fletta að keppnin er öflugur stökkpallur fyrir unga tónlistarmenn. Fréttablaðið fór yfir sögu sigurvegara síðan keppni hófst og tók nokkra tali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×