Kröfðust talþjálfunar eftir heilablóðfall Linda Blöndal skrifar 26. mars 2015 19:30 Á hverjum degi fá um tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi samkvæmt upplýsingum Heilaheilla. Mikill skortur er þó á talþjálfun fyrir fullorðna en sú þjálfun er allra mikilvægust segir Sigurður Jónsson 65 ára gamall maður sem fékk slag fyrir nokkrum árum og hélt erindi í dag á Reykjalundi um leið sína út í lífið á ný. Fundurinn var haldinn af Félagi talmeinafræðinga.Sáum strax hvað gerðistSigurður starfaði sem kennari og fréttaritari þegar hann fékk blóðtappa fyrir sjö árum, þá 59 ára. Hann lamaðist og missti algerlega málið. Í erindi sínu sagði Sigurður frá því hvernig hann hefur snúið vonlausri stöðu sér í hag og hvernig hann komst uppúr hjólastólnum og gengur nú án stuðnings. Esther Óskarsdóttir, eiginkona Sigurðar segir að á örlagadeginum hefði fjölskyldan verið saman í mat heima á Selfossi en Sigurður sem var á leið eftir matinn út úr húsi hné niður og segir Esther að það hafi verið líkt og hann hefði orðið fyrir skoti. „Hann náði að koma þjótandi niður stigann og við sáum strax hvað var, munnvikið fór niður og svo lamaðist önnur höndin og síðan fóturinn og þá hringdum við á Neyðarlínuna. Þetta leit mjög illa út á eftir. Það var búið að segja manni að hannyrði hvorki betri eða verri en hann var. Gjörsamlega mállaus og alveg svona lamaður", sagði Esther í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Hrópuðu á þjónustunaSigurður sem á fimm börn og tólf barnabörn segist alltaf horfa áfram veginn og muni aldrei hætta að berjast fyrir betra lífi og hefur hann margt fyrir stafni alla daga. Áframhaldandi talmeinaþjónusta eftir að Sigurður fór af endurhæfingunni á Grensás var þó ekki sjálfsögð. Hana fengu þau hjónin með því að vera bæði ýtin og ákveðin. „Við höfum sent bréf og svona hrópað á eftir þessari þjónustu", segir Esther. „Það kom tímabil eins og það væri ekki sjálfgefið að hann héldi áfram í talþjálfun og þá börðum við aðeins í borðið og hann fékk þá áframhaldandi beiðni um þessa þjónustu og er með hana stöðugt í dag á Selfossi.“ Hún segir að hefðu þau ekki verið jafn ákveðin og þau voru þá hefði verið lokað á talþjálfunina hjá Sigurði. „Við hefðum þurft að útvega okkur sjálf talmeinafræðing og borga fullt verð fyrir það en talmeinafræðingar eru ekki á hverju strái".Tveir á dag fá heilablóðfall Á fjórða hundrað manns fá heilablóðfall í fyrsta sinn á hverju ári, eða tæplega tveir á dag en tilfellin eru yfir fjögurhundruð þegar þeir eru taldir með sem fá endurtekið slag. Um þriðjungur fær málstol en misalvarlegt. Talmeinafræðingar eru hins vegar aðeins um 50 á öllu landinu og flestir sérhæfðir með börnum. Biðlistar eru hjá langflestum fyrir fullorðna. Þórunn Hanna Halldórsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga segir að þjálfunin verði að vera mjög mikil og markviss en slíkt er ekki í boði. Helst þurfi fólk að fá þjálfun fimm daga vikunnar. „Það eru ekki margir talmeinafræðingar sem vinna á stofu fimm daga í viku og biðslitarnir eru svo miklir að þeir hafa ekki færi á að taka þá sem þurfa til sín". „Það er nokkurra mánaða bið fyrir fullorðið fólk að komast til talmeinafræðings, allt að fimm mánuðir", segir Þórunn. „En þjónustan er yfirleitt ekki veitt í svo langan tíma í senn í þessu langhlaupi sem áunnar máltruflanir fullorðinna er", segir Þórunn. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Á hverjum degi fá um tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi samkvæmt upplýsingum Heilaheilla. Mikill skortur er þó á talþjálfun fyrir fullorðna en sú þjálfun er allra mikilvægust segir Sigurður Jónsson 65 ára gamall maður sem fékk slag fyrir nokkrum árum og hélt erindi í dag á Reykjalundi um leið sína út í lífið á ný. Fundurinn var haldinn af Félagi talmeinafræðinga.Sáum strax hvað gerðistSigurður starfaði sem kennari og fréttaritari þegar hann fékk blóðtappa fyrir sjö árum, þá 59 ára. Hann lamaðist og missti algerlega málið. Í erindi sínu sagði Sigurður frá því hvernig hann hefur snúið vonlausri stöðu sér í hag og hvernig hann komst uppúr hjólastólnum og gengur nú án stuðnings. Esther Óskarsdóttir, eiginkona Sigurðar segir að á örlagadeginum hefði fjölskyldan verið saman í mat heima á Selfossi en Sigurður sem var á leið eftir matinn út úr húsi hné niður og segir Esther að það hafi verið líkt og hann hefði orðið fyrir skoti. „Hann náði að koma þjótandi niður stigann og við sáum strax hvað var, munnvikið fór niður og svo lamaðist önnur höndin og síðan fóturinn og þá hringdum við á Neyðarlínuna. Þetta leit mjög illa út á eftir. Það var búið að segja manni að hannyrði hvorki betri eða verri en hann var. Gjörsamlega mállaus og alveg svona lamaður", sagði Esther í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Hrópuðu á þjónustunaSigurður sem á fimm börn og tólf barnabörn segist alltaf horfa áfram veginn og muni aldrei hætta að berjast fyrir betra lífi og hefur hann margt fyrir stafni alla daga. Áframhaldandi talmeinaþjónusta eftir að Sigurður fór af endurhæfingunni á Grensás var þó ekki sjálfsögð. Hana fengu þau hjónin með því að vera bæði ýtin og ákveðin. „Við höfum sent bréf og svona hrópað á eftir þessari þjónustu", segir Esther. „Það kom tímabil eins og það væri ekki sjálfgefið að hann héldi áfram í talþjálfun og þá börðum við aðeins í borðið og hann fékk þá áframhaldandi beiðni um þessa þjónustu og er með hana stöðugt í dag á Selfossi.“ Hún segir að hefðu þau ekki verið jafn ákveðin og þau voru þá hefði verið lokað á talþjálfunina hjá Sigurði. „Við hefðum þurft að útvega okkur sjálf talmeinafræðing og borga fullt verð fyrir það en talmeinafræðingar eru ekki á hverju strái".Tveir á dag fá heilablóðfall Á fjórða hundrað manns fá heilablóðfall í fyrsta sinn á hverju ári, eða tæplega tveir á dag en tilfellin eru yfir fjögurhundruð þegar þeir eru taldir með sem fá endurtekið slag. Um þriðjungur fær málstol en misalvarlegt. Talmeinafræðingar eru hins vegar aðeins um 50 á öllu landinu og flestir sérhæfðir með börnum. Biðlistar eru hjá langflestum fyrir fullorðna. Þórunn Hanna Halldórsdóttir, formaður Félags talmeinafræðinga segir að þjálfunin verði að vera mjög mikil og markviss en slíkt er ekki í boði. Helst þurfi fólk að fá þjálfun fimm daga vikunnar. „Það eru ekki margir talmeinafræðingar sem vinna á stofu fimm daga í viku og biðslitarnir eru svo miklir að þeir hafa ekki færi á að taka þá sem þurfa til sín". „Það er nokkurra mánaða bið fyrir fullorðið fólk að komast til talmeinafræðings, allt að fimm mánuðir", segir Þórunn. „En þjónustan er yfirleitt ekki veitt í svo langan tíma í senn í þessu langhlaupi sem áunnar máltruflanir fullorðinna er", segir Þórunn.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels