Enski boltinn

Caulker til liðs við Southampton á árs lánssamning

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Caulker í baráttunni við Kane á síðasta tímabili.
Caulker í baráttunni við Kane á síðasta tímabili. Vísir/getty
Enski varnarmaðurinn Steven Caulker gekk í dag til liðs við Southampton til eins árs frá Queens Park Rangers. eftir aðeins eins árs stopp í Lundúnum. Verður Southampton þriðja lið Caulker á þremur árum en hann hefur fallið undanfarin tvö ár með Cardiff og QPR.

Caulker hefur undanfarnar vikur verið orðaður við úrvalsdeildarlið en honum er ætlað að leysa af hólmi Toby Alderweireld sem gekk til liðs við uppeldisfélag Caulkers, Tottenham, á dögunum eftir að hafa verið á láni hjá Southampton tímabilið á undan.

Náðist ekki að fá leikheimild fyrir Caulker fyrir leik Southampton gegn Vitesse á fimmtudaginn en ekki tókst að ganga frá félagsskiptunum í tæka tíð til þess að skrá hann í leikmannahóp Southampton í Evrópudeildinni. Caulker sem er 23 árs hefur leikið einn landsleik fyrir Englands hönd er hann komst á blað í 2-4 tapi gegn Svíþjóð þar sem Zlatan Ibrahimovic skoraði eftirminnilega fjögur mörk í Stokkhólmi.

„Ég er mjög spenntur og glaður að þetta hafi gengið í gegn, gengi liðsins hefur verið frábært undanfarin ár og spilamennskan sömuleiðis. Þegar þetta tækifæri bauðst að spila fyrir þennan frábæra knattspyrnustjóra gat ég ekki sagt nei,“ sagði Caulker alsæll eftir undirskrift.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×