Enski boltinn

West Brom eyðir átta milljónum punda í miðvörð úr fallliði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Chester er alinn upp hjá Manchester United.
Chester er alinn upp hjá Manchester United. vísir/getty
West Brom hefur fest kaup á miðverðinum James Chester frá Hull City sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Chester skrifaði undir fjögurra ára samning við West Brom sem borgaði átta milljónir punda fyrir hann. Chester er næstdýrasti leikmaður í sögu West Brom, á eftir nígerska framherjanum Browm Iaeye sem félagið keypti á 10 milljónir punda í fyrra.

Chester, sem er 26 ára, er uppalinn hjá Manchester United en hann lék aðeins einn leik með aðalliði United.

Chester fór til Hull árið 2011 og lék alls 172 leiki fyrir Tígranna og skoraði í þeim átta mörk. Þá hefur hann leikið sex landsleiki fyrir Wales.

West Brom endaði í 13. sæti úrvalsdeildarinnar í fyrra en liðið er að hefja sitt sjötta tímabil í deild þeirra bestu í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×