Mikið slátrað á næstunni Linda Blöndal skrifar 8. maí 2015 18:23 Gríðarlega þröngt er um dýrin og eiga þau erfitt með að hvílast í svo þröngu rými. vísir/Auðunn Átta undanþágur voru veittar í dag af undanþágunefnd dýralækna til slátrunar svína. Það er stór hluti þeirra sem eftirlitsmenn dýralækna töldu fyrir mörgum dögum að þyrfti að koma í sláturhús. Yfirlýsing svínaræktenda frá því seint í gær skipti sköpum. Í henni segjast bændur ekki munu setja kjöt á markað sem fæst slátrað með undanþágu. Bændur telja sig ekki hafa annan kost en að fara að kröfum dýralækna og frysta kjötið eigi að tryggja velferð dýranna. Sláturhús og afurðarstöðvar, sem eru oft í annarra eigu en bænda hafa líka gengist undir skilyrðin.Bændur í erfiðri stöðuLangt er þó í að svínaræktendur séu sáttir og óttast sumir að fjárhagslegir erfiðleikar geti sligað sum búin dragist verkfallið á langinn. Einnig hafa þeir gagnrýnt að dýralæknar taki sér vald með því að þvinga þá til að frysta kjötið. Aðkoma dýralækna sé lokið þegar vottum við slátrun er lokið. Hvað gerist eftir það sé ekki í þeirra valdi. Svínaræktendur hafa þó ekki viljað að svo stöddu segja neitt um hvort þeir láti reyna á lagalegan rétt dýralækna til að setja skilyrði eftir slátrun. Fjórar undanþágubeiðnir höfðu verið veittar áður, tvær fyrr í morgun en nokkur hundruð dýrum var þá slátrað sem vann lítið á vandanum í heild. Eitt svínabú var í dag með um 2000 svín sem biðu slátrunar. Þrengslin á búunum hafa orðið til þess að ekki er hægt að hreinsa stíur og setja nýja grísi inn í þær og halabit hjá dýrunum er orðið vandamál. Tvær undanþágubeiðnir til viðbótar bíða afgreiðslu. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Átta undanþágur voru veittar í dag af undanþágunefnd dýralækna til slátrunar svína. Það er stór hluti þeirra sem eftirlitsmenn dýralækna töldu fyrir mörgum dögum að þyrfti að koma í sláturhús. Yfirlýsing svínaræktenda frá því seint í gær skipti sköpum. Í henni segjast bændur ekki munu setja kjöt á markað sem fæst slátrað með undanþágu. Bændur telja sig ekki hafa annan kost en að fara að kröfum dýralækna og frysta kjötið eigi að tryggja velferð dýranna. Sláturhús og afurðarstöðvar, sem eru oft í annarra eigu en bænda hafa líka gengist undir skilyrðin.Bændur í erfiðri stöðuLangt er þó í að svínaræktendur séu sáttir og óttast sumir að fjárhagslegir erfiðleikar geti sligað sum búin dragist verkfallið á langinn. Einnig hafa þeir gagnrýnt að dýralæknar taki sér vald með því að þvinga þá til að frysta kjötið. Aðkoma dýralækna sé lokið þegar vottum við slátrun er lokið. Hvað gerist eftir það sé ekki í þeirra valdi. Svínaræktendur hafa þó ekki viljað að svo stöddu segja neitt um hvort þeir láti reyna á lagalegan rétt dýralækna til að setja skilyrði eftir slátrun. Fjórar undanþágubeiðnir höfðu verið veittar áður, tvær fyrr í morgun en nokkur hundruð dýrum var þá slátrað sem vann lítið á vandanum í heild. Eitt svínabú var í dag með um 2000 svín sem biðu slátrunar. Þrengslin á búunum hafa orðið til þess að ekki er hægt að hreinsa stíur og setja nýja grísi inn í þær og halabit hjá dýrunum er orðið vandamál. Tvær undanþágubeiðnir til viðbótar bíða afgreiðslu.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira