Þeir tekjuhæstu fengu 1,5 milljarða í leiðréttingunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2015 15:14 Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þegar þeir kynntu leiðréttinguna. vísir/gva Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. Þessi heimili voru 2 prósent allra þeirra sem fenglu höfuðstólslækkun en fjárhæðin var 1,5 milljarður og náði til fjórðungs þeirra heimila sem höfðu greitt auðlegðarskatt. Meðallækkun á hvert heimili var 1,2 milljónir króna, líkt og almennt í leiðréttingunni, að því er fram kemur í skýrslu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, sem birt var á vef Alþingis í dag. Í skýrslunni er lögð áhersla á það að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi verið almennar og því óháðar eignum umsækjenda. Alls bárust 69 þúsund umsóknir um höfuðstólslækkun vegna verðtryggðra lána á árunum 2008 og 2009. Að baki umsóknunum voru 105 þúsund einstaklingar en af þeim áttu liðlega 90 þúsund rétt á lækkun. 94 þúsund einstaklingar í 57 þúsund fjölskyldum fengu lækkun höfuðstóls í leiðréttingunni og nam meðallækkunin, eins og áður segir, um 1,2 milljónum. Samskattaðir fengu meira en einhleypir og heimili með börn meira en barnlausir. Í skýrslunni segir að tvær meginskýringar séu á því að fólk fái mismikla lækkun höfuðstóls út úr leiðréttingunni. „Annars vegar er íbúðaskuld mismunandi eftir þessum þáttum, hinir tekjuhærri skulda að jafnaði meira en fjölskyldur með lægri tekjur, hinir eldri minna en þeir sem yngri eru, stórar fjölskyldur skulda meira en hinar minni og íbúar landsbyggðarinnar skulda lægri upphæðir en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu vegna lægra íbúðaverðs.“ Þá höfðu önnur úrræði sem íbúðareigendur nýttu sér einnig áhrif en að þessu slepptu sé „eðli höfuðstólslækkunarinnar það að sama upphæð skuldar fékk sömu lækkun höfuðstóls.“ Tengdar fréttir Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19 Vill svar um kostnað við framkvæmd og kynningu á „leiðréttingunni“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt inn fyrirspurn til fjármálaráðherra. 20. janúar 2015 14:39 Frestur til að samþykkja skuldaleiðréttingu gildir ekki um óbirtar lækkanir Frestur til að samþykkja lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána rennur út þann 23. mars 18. mars 2015 11:30 Niðurfærslan gæti horfið með kjarasamningunum Verðtryggð húsnæðislán eru um 1.200 milljarðar. Verðbólguskot gæti hækkað húsnæðislán um tugi milljarða. Verðbólgan étur upp niðurfærsluna, segir hagfræðingur. Verður að forðast verðbólgu, segir forsætisráðherra. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Alls fengu 1250 heimili sem greiddu auðlegðarskatt vegna ársins 2013 lækkun á höfuðstóli húsnæðislána í leiðréttingunni svokölluðu sem ríkisstjórnin kynnti í nóvember á síðasta ári. Þessi heimili voru 2 prósent allra þeirra sem fenglu höfuðstólslækkun en fjárhæðin var 1,5 milljarður og náði til fjórðungs þeirra heimila sem höfðu greitt auðlegðarskatt. Meðallækkun á hvert heimili var 1,2 milljónir króna, líkt og almennt í leiðréttingunni, að því er fram kemur í skýrslu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, sem birt var á vef Alþingis í dag. Í skýrslunni er lögð áhersla á það að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi verið almennar og því óháðar eignum umsækjenda. Alls bárust 69 þúsund umsóknir um höfuðstólslækkun vegna verðtryggðra lána á árunum 2008 og 2009. Að baki umsóknunum voru 105 þúsund einstaklingar en af þeim áttu liðlega 90 þúsund rétt á lækkun. 94 þúsund einstaklingar í 57 þúsund fjölskyldum fengu lækkun höfuðstóls í leiðréttingunni og nam meðallækkunin, eins og áður segir, um 1,2 milljónum. Samskattaðir fengu meira en einhleypir og heimili með börn meira en barnlausir. Í skýrslunni segir að tvær meginskýringar séu á því að fólk fái mismikla lækkun höfuðstóls út úr leiðréttingunni. „Annars vegar er íbúðaskuld mismunandi eftir þessum þáttum, hinir tekjuhærri skulda að jafnaði meira en fjölskyldur með lægri tekjur, hinir eldri minna en þeir sem yngri eru, stórar fjölskyldur skulda meira en hinar minni og íbúar landsbyggðarinnar skulda lægri upphæðir en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu vegna lægra íbúðaverðs.“ Þá höfðu önnur úrræði sem íbúðareigendur nýttu sér einnig áhrif en að þessu slepptu sé „eðli höfuðstólslækkunarinnar það að sama upphæð skuldar fékk sömu lækkun höfuðstóls.“
Tengdar fréttir Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19 Vill svar um kostnað við framkvæmd og kynningu á „leiðréttingunni“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt inn fyrirspurn til fjármálaráðherra. 20. janúar 2015 14:39 Frestur til að samþykkja skuldaleiðréttingu gildir ekki um óbirtar lækkanir Frestur til að samþykkja lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána rennur út þann 23. mars 18. mars 2015 11:30 Niðurfærslan gæti horfið með kjarasamningunum Verðtryggð húsnæðislán eru um 1.200 milljarðar. Verðbólguskot gæti hækkað húsnæðislán um tugi milljarða. Verðbólgan étur upp niðurfærsluna, segir hagfræðingur. Verður að forðast verðbólgu, segir forsætisráðherra. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19
Vill svar um kostnað við framkvæmd og kynningu á „leiðréttingunni“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lagt inn fyrirspurn til fjármálaráðherra. 20. janúar 2015 14:39
Frestur til að samþykkja skuldaleiðréttingu gildir ekki um óbirtar lækkanir Frestur til að samþykkja lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána rennur út þann 23. mars 18. mars 2015 11:30
Niðurfærslan gæti horfið með kjarasamningunum Verðtryggð húsnæðislán eru um 1.200 milljarðar. Verðbólguskot gæti hækkað húsnæðislán um tugi milljarða. Verðbólgan étur upp niðurfærsluna, segir hagfræðingur. Verður að forðast verðbólgu, segir forsætisráðherra. 21. apríl 2015 07:00