Staðgöngumóðir má ekki vera skyld barninu í beinan legg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2015 15:26 Á meðal skilyrða sem staðgöngumóðir þarf að uppfylla er að hafa náð 25 ára aldri og vera ekki eldri en 39 ára. vísir/getty Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Í frumvarpinu er kveðið á um nokkuð mörg skilyrði sem bæði staðgöngumóðir, og maki hennar ef við á, þurfa að uppfylla, auk skilyrða sem væntanlegir foreldrar þurfa að uppfylla. Á meðal skilyrða sem staðgöngumóðir þarf að uppfylla er að hafa náð 25 ára aldri og vera ekki eldri en 39 ára. Þá verður hún að hafa eignast að minnsta kosti eitt barn eftir eðlilega meðgöngu og fæðingu.Samkvæmt frumvarpinu verða að hafa liðið tvö ár að lágmarki frá fæðingu barns staðgöngumóðurinnar og þá má síðasta meðganga hennar ekki hafa endað með fósturmissi eftir fyrst þriðjung eða fæðingu andvana barns. Auk þess verða að hafa liðið að lágmarki tvö ár frá andláti barns hafi staðgöngumóðir eða maki hennar misst barn.Væntanlegir foreldrar ekki eldri en 45 ára Þá má hvorki staðgöngumóðirin, né maki hennar, vera systir, bróðir eða skyld í beinan legg því væntanlega foreldri sem leggur til kynfrumu, en skylda er samkvæmt frumvarpinu að nota kynfrumu frá að minnsta kosti öðru væntanlegra foreldra. Væntanlegir foreldrar skulu hafa náð 25 ára aldri en mega ekki vera eldri en 45 ára. Þeir skulu vera hjón eða einstaklingar í sambúð sem er skráð í þjóðskrá og eiga samkvæmt frumvarpinu að standa saman að umsókn um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þá skulu foreldrarnir ekki hafa verið skemur í samfelldri sambúð en þrjú ár þegar umsókn er lögð fram. Hjúskapur eða skráð sambúð þar af skal hafa varað í eitt ár hið minnsta. Í frumvarpinu segir að einhleypir geti „fengið leyfi til staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni ef sérstaklega stendur á og ótvírætt þykir að hagsmunir barns verði tryggðir og að uppfylltum öðrum skilyrðum laga þessara.“Þriggja manna nefnd mun veita leyfi til staðgöngumæðrunar Væntanlegir foreldrar mega þar að auki hvorki eiga barn undir tveggja ára aldri né bera ábyrgð á uppeldi svo ungs barns. Þá er sett það skilyrði að „væntanlegir foreldrar geti af læknisfræðilegum ástæðum ekki tekist á við það álag sem fylgir meðgöngu og fæðingu barns eða líffræðilegar ástæður útiloki meðgöngu. Miða skal við alvarleg, skaðleg áhrif meðgöngu og fæðingar með hliðsjón af almennum læknisfræðilegum og fæðingarfræðilegum viðmiðum.“ Samkvæmt frumvarpinu mun ráðherra skipa þriggja manna nefnd sem veita mun leyfi til staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni. Nefndin verður skipuð til fjögurra ára í senn og í henni eiga að sitja einn lögfræðingur, einn læknir auk sálfræðings eða félagsráðgjafa. Tengdar fréttir Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00 „Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Í frumvarpinu er kveðið á um nokkuð mörg skilyrði sem bæði staðgöngumóðir, og maki hennar ef við á, þurfa að uppfylla, auk skilyrða sem væntanlegir foreldrar þurfa að uppfylla. Á meðal skilyrða sem staðgöngumóðir þarf að uppfylla er að hafa náð 25 ára aldri og vera ekki eldri en 39 ára. Þá verður hún að hafa eignast að minnsta kosti eitt barn eftir eðlilega meðgöngu og fæðingu.Samkvæmt frumvarpinu verða að hafa liðið tvö ár að lágmarki frá fæðingu barns staðgöngumóðurinnar og þá má síðasta meðganga hennar ekki hafa endað með fósturmissi eftir fyrst þriðjung eða fæðingu andvana barns. Auk þess verða að hafa liðið að lágmarki tvö ár frá andláti barns hafi staðgöngumóðir eða maki hennar misst barn.Væntanlegir foreldrar ekki eldri en 45 ára Þá má hvorki staðgöngumóðirin, né maki hennar, vera systir, bróðir eða skyld í beinan legg því væntanlega foreldri sem leggur til kynfrumu, en skylda er samkvæmt frumvarpinu að nota kynfrumu frá að minnsta kosti öðru væntanlegra foreldra. Væntanlegir foreldrar skulu hafa náð 25 ára aldri en mega ekki vera eldri en 45 ára. Þeir skulu vera hjón eða einstaklingar í sambúð sem er skráð í þjóðskrá og eiga samkvæmt frumvarpinu að standa saman að umsókn um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Þá skulu foreldrarnir ekki hafa verið skemur í samfelldri sambúð en þrjú ár þegar umsókn er lögð fram. Hjúskapur eða skráð sambúð þar af skal hafa varað í eitt ár hið minnsta. Í frumvarpinu segir að einhleypir geti „fengið leyfi til staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni ef sérstaklega stendur á og ótvírætt þykir að hagsmunir barns verði tryggðir og að uppfylltum öðrum skilyrðum laga þessara.“Þriggja manna nefnd mun veita leyfi til staðgöngumæðrunar Væntanlegir foreldrar mega þar að auki hvorki eiga barn undir tveggja ára aldri né bera ábyrgð á uppeldi svo ungs barns. Þá er sett það skilyrði að „væntanlegir foreldrar geti af læknisfræðilegum ástæðum ekki tekist á við það álag sem fylgir meðgöngu og fæðingu barns eða líffræðilegar ástæður útiloki meðgöngu. Miða skal við alvarleg, skaðleg áhrif meðgöngu og fæðingar með hliðsjón af almennum læknisfræðilegum og fæðingarfræðilegum viðmiðum.“ Samkvæmt frumvarpinu mun ráðherra skipa þriggja manna nefnd sem veita mun leyfi til staðgöngumæðrunar í velgjörðarskyni. Nefndin verður skipuð til fjögurra ára í senn og í henni eiga að sitja einn lögfræðingur, einn læknir auk sálfræðings eða félagsráðgjafa.
Tengdar fréttir Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00 Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00 „Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Sjá meira
Vill umræðu um staðgöngumæðrun: „Kraftaverk ef ég get sjálf gengið með barn“ Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. 15. ágúst 2015 09:00
Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni gæti orðið að veruleika innan tíðar Frumvarp þess efnis kynnt á ríkisstjórnarfundi í dag. 6. október 2015 20:00
„Ættleiðingar eru bara óafturkræfur gjörningur“ Leikkonan Guðlaug Elísabet fjallar um reynslu sína af staðgöngumæðrun í Kastljósinu. 24. september 2015 14:30