Innlent

Hvalurinn dreginn út á sjó

Samúel Karl Ólason skrifar
Úr Youtube myndbandi.
Úr Youtube myndbandi.
Hvalurinn sem fannst í fjörunni við Stakksey, nærri Stykkishólmi í Breiðafirði, var í gær dreginn út á sjó. Til að koma í veg fyrir lyktar og grútarmengun drógu meðlimir úr björgunarsveitinni Berserkjum hvalinn á flot og sökktu honum.

Á vef Skessuhorns kemur fram að björgunarsveitarmenn hafi fengið dráttarbáturinn Björg frá Lífsbjörgu í Snæfellsbæ.

Um var að ræða 17 metra langa langreyði.

Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, segir líklegt að hvalurinn hafi synt sjálfur upp í fjöru. Líklegast sé að hann hafi verið meiddur eða veikur. Óvenjulegt þykir að sjá langreyði við Stykkishólm að sumarlagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×