Opnun Dunkin' Donuts: "Nóttin köld en fljót að líða“ Atli Ísleifsson skrifar 5. ágúst 2015 07:42 Agatha Rún Karlsdóttir mætti fyrir utan staðinn klukkan 19 í gærkvöldi. Vísir/Atli „Nóttin var köld en samt frekar fljót að líða,“ segir Agatha Rún Karlsdóttir, sem var fremst í röðinni fyrir utan stað Dunkin‘ Donuts á Laugavegi þegar blaðamaður tók hana tali klukkan 7 í morgun. Rúmlega fimmtíu manns bíða nú í röð fyrir utan staðinn en eigendur staðarins höfðu áður gefið út að fyrstu fimmtíu gestirnir fái stimpilkort fyrir frían kassa af kleinuhringjum í hverri viku í heilt ár. Staðurinn opnar klukkan níu. Agatha Rún mætti sjálf klukkan 19 í gærkvöldi og segir hún að þegar líða hafi tekið á kvöldið og nóttina hafi fleiri bæst í hópinn. Rúmlega fimmtíu manns biðu fyrir utan staðinn klukkan sjö í morgun. Aðspurð um ástæður þess að hún leggi þessa bið á sig fyrir kleinuhringi segir hún að hún hafi lifað á þessu á þeim tíma sem hún bjó í Bandaríkjunum. „Mig langar svo til að fá þessa kleinuhringi aftur. Þeir eru öðruvísi en íslensku kleinuhringirnir, ekki bara karamellu og súkkulaði. Það er bara meira bragð af þeim.“Þreytt eftir nóttinaAgatha Rún segist frekar þreytt eftir nóttina en að nóttin hafi engu að síður verið fín. „Það var stemning og margir að spjalla saman. Maður var því alveg að kynnast fólki sem er með sömu ást á kleinuhringjum.“ Hún segir það algjörlega þess virði að vera í röð í þrettán tíma til þess að fá þessa kleinuhringi. Við þá sem hlæja og hrista hausinn yfir þeim sem standa næturlangt í röð vill Agatha Rún segja að þeir séu að missa af miklu. „Þeir ættu bara að koma og smakka.“ Agatha Rún segir að það hafi byrjað að kólna þegar tók að dimma. „Ég var þó vel klædd og með útilegustólinn þannig að ég var alveg til í þetta.“Hvað ætlar þú að gera þegar þú færð fyrsta kassann?„Fara með hann heim og borða hann. Gef kannski mömmu og pabba einn og borða svo restina sjálf,“ segir Agatha Rún og hlær.Uppfært kl. 8:06: Að sögn viðstaddra voru um áttatíu manns í röðinni um klukkan átta í morgun.Vísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliFyrsta sendingin komin í hús.Vísir/AtliVísir/Atli Tengdar fréttir Fyrsti staðurinn tekur 50 manns í sæti Fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður á Laugavegi 3 klukkan níu í fyrramálið. 4. ágúst 2015 18:23 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
„Nóttin var köld en samt frekar fljót að líða,“ segir Agatha Rún Karlsdóttir, sem var fremst í röðinni fyrir utan stað Dunkin‘ Donuts á Laugavegi þegar blaðamaður tók hana tali klukkan 7 í morgun. Rúmlega fimmtíu manns bíða nú í röð fyrir utan staðinn en eigendur staðarins höfðu áður gefið út að fyrstu fimmtíu gestirnir fái stimpilkort fyrir frían kassa af kleinuhringjum í hverri viku í heilt ár. Staðurinn opnar klukkan níu. Agatha Rún mætti sjálf klukkan 19 í gærkvöldi og segir hún að þegar líða hafi tekið á kvöldið og nóttina hafi fleiri bæst í hópinn. Rúmlega fimmtíu manns biðu fyrir utan staðinn klukkan sjö í morgun. Aðspurð um ástæður þess að hún leggi þessa bið á sig fyrir kleinuhringi segir hún að hún hafi lifað á þessu á þeim tíma sem hún bjó í Bandaríkjunum. „Mig langar svo til að fá þessa kleinuhringi aftur. Þeir eru öðruvísi en íslensku kleinuhringirnir, ekki bara karamellu og súkkulaði. Það er bara meira bragð af þeim.“Þreytt eftir nóttinaAgatha Rún segist frekar þreytt eftir nóttina en að nóttin hafi engu að síður verið fín. „Það var stemning og margir að spjalla saman. Maður var því alveg að kynnast fólki sem er með sömu ást á kleinuhringjum.“ Hún segir það algjörlega þess virði að vera í röð í þrettán tíma til þess að fá þessa kleinuhringi. Við þá sem hlæja og hrista hausinn yfir þeim sem standa næturlangt í röð vill Agatha Rún segja að þeir séu að missa af miklu. „Þeir ættu bara að koma og smakka.“ Agatha Rún segir að það hafi byrjað að kólna þegar tók að dimma. „Ég var þó vel klædd og með útilegustólinn þannig að ég var alveg til í þetta.“Hvað ætlar þú að gera þegar þú færð fyrsta kassann?„Fara með hann heim og borða hann. Gef kannski mömmu og pabba einn og borða svo restina sjálf,“ segir Agatha Rún og hlær.Uppfært kl. 8:06: Að sögn viðstaddra voru um áttatíu manns í röðinni um klukkan átta í morgun.Vísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliVísir/AtliFyrsta sendingin komin í hús.Vísir/AtliVísir/Atli
Tengdar fréttir Fyrsti staðurinn tekur 50 manns í sæti Fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður á Laugavegi 3 klukkan níu í fyrramálið. 4. ágúst 2015 18:23 Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Fyrsti staðurinn tekur 50 manns í sæti Fyrsti Dunkin´ Donuts staðurinn á Íslandi verður opnaður á Laugavegi 3 klukkan níu í fyrramálið. 4. ágúst 2015 18:23
Röð fyrir utan Dunkin' Donuts á Laugavegi Staðurinn opnar klukkan níu í fyrramálið en nú, tólf tímum áður, hafa spenntir viðskiptavinir raðað sér upp við innganginn. 4. ágúst 2015 21:13