Vill að Gunnar Bragi sanni fullyrðingar um að hvalveiðar skaði ímynd þjóðarinnar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 12:51 Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill að utanríkisráðherra sanni fullyrðingar sínar þess efnis að hvalveiðar skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Þá segir hann fráleitt að tala um að þær hafi áhrif á viðskiptahagsmuni landsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær mikilvægt væri að ná samstöðu um hvalveiðar Íslendinga. Ljóst sé að draga þyrfti úr þeim því þær hafi áhrif á ímynd íslensku þjóðarinnar. Jón Gunnarsson er þessu ósammála. „Því hefur verið haldið fram síðan við hófum hvalveiðar hér fyrir nokkuð mörgum árum síðan að þetta hafi átt að skaða mjög hagsmuni Íslands, bæði einhverja svokallaða ímynd og eins á útflutningsiðnað okkar og ferðaþjónustu. Það hefur ekkert af þessu að mínu mati gengið eftir og hvalveiðar hafa bara verið hér stundaðar og af því hafa skapast mikil og verðmæt störf,” segir Jón. „Ég tel ekki að það muni skipta neinu máli í þessu stóra samhengi hvort þú sért að veiða hundrað hvali eða fimmtíu hvali,” segir hann. Jón segist ekki ætla að boða utanríkisráðherra á fund atvinnuveganefndar, en ætlar að krefja hann svara um málið. „Ég vil fá að sjá einhverja kortlagningu á því hvar þetta á sér stað. Ef hann telur sig eiga erindi við okkur með einhverjar nýjar upplýsingar á þessum vettvangi sem eiga erindi við atvinnuveganefnd þingsins þá að sjálfsögðu munum við hitta hann en ég bara tel að hann verði að gera betur grein fyrir sínu máli og því sem hann er að leggja á borðið núna.” Þá segir hann afleitt að Gunnar Bragi telji hugsanlegt að Ísland hafi ekki fengið aðild að samkomulagi ríkjanna fimm; Bandaríkjunum, Rússlands, Grænlands, Noregs og Kanada sökum hvalveiða. „Það stenst enga skoðun að mínu mati. Ég vil fá að sjá eitthvað ábyggilegra um þetta og hvaða samningsmarkmið ráðherrann er að vitna til og hvaða samningum hann telur sig geta náð innan alþjóðahvalveiðiráðsins. Ég tel það stórfrétt ef okkar utanríkisráðherra hefur einhverja formúlu til að ná sátt við þann helming af þjóðum innan alþjóðahvalveiðiráðsins sem andvígt hvalveiðum,” segir Jón.Gunnar Bragi sagði í gær að mikilvægt væri að ná samstöðu um hvalveiðar. Tengdar fréttir Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. 4. ágúst 2015 12:46 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill að utanríkisráðherra sanni fullyrðingar sínar þess efnis að hvalveiðar skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. Þá segir hann fráleitt að tala um að þær hafi áhrif á viðskiptahagsmuni landsins. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær mikilvægt væri að ná samstöðu um hvalveiðar Íslendinga. Ljóst sé að draga þyrfti úr þeim því þær hafi áhrif á ímynd íslensku þjóðarinnar. Jón Gunnarsson er þessu ósammála. „Því hefur verið haldið fram síðan við hófum hvalveiðar hér fyrir nokkuð mörgum árum síðan að þetta hafi átt að skaða mjög hagsmuni Íslands, bæði einhverja svokallaða ímynd og eins á útflutningsiðnað okkar og ferðaþjónustu. Það hefur ekkert af þessu að mínu mati gengið eftir og hvalveiðar hafa bara verið hér stundaðar og af því hafa skapast mikil og verðmæt störf,” segir Jón. „Ég tel ekki að það muni skipta neinu máli í þessu stóra samhengi hvort þú sért að veiða hundrað hvali eða fimmtíu hvali,” segir hann. Jón segist ekki ætla að boða utanríkisráðherra á fund atvinnuveganefndar, en ætlar að krefja hann svara um málið. „Ég vil fá að sjá einhverja kortlagningu á því hvar þetta á sér stað. Ef hann telur sig eiga erindi við okkur með einhverjar nýjar upplýsingar á þessum vettvangi sem eiga erindi við atvinnuveganefnd þingsins þá að sjálfsögðu munum við hitta hann en ég bara tel að hann verði að gera betur grein fyrir sínu máli og því sem hann er að leggja á borðið núna.” Þá segir hann afleitt að Gunnar Bragi telji hugsanlegt að Ísland hafi ekki fengið aðild að samkomulagi ríkjanna fimm; Bandaríkjunum, Rússlands, Grænlands, Noregs og Kanada sökum hvalveiða. „Það stenst enga skoðun að mínu mati. Ég vil fá að sjá eitthvað ábyggilegra um þetta og hvaða samningsmarkmið ráðherrann er að vitna til og hvaða samningum hann telur sig geta náð innan alþjóðahvalveiðiráðsins. Ég tel það stórfrétt ef okkar utanríkisráðherra hefur einhverja formúlu til að ná sátt við þann helming af þjóðum innan alþjóðahvalveiðiráðsins sem andvígt hvalveiðum,” segir Jón.Gunnar Bragi sagði í gær að mikilvægt væri að ná samstöðu um hvalveiðar.
Tengdar fréttir Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. 4. ágúst 2015 12:46 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Sjá meira
Hvalveiðar skaði ímynd Íslands og því mikilvægt að ná sátt um þær Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir mikilvægt að Íslendingar nái samstöðu um hvalveiðar. Ekki eigi að leggja þær niður en að draga þurfi úr þeim því þær skaði ímynd íslensku þjóðarinnar á alþjóðlegum vettvangi. 4. ágúst 2015 12:46