Fiskidagurinn mikli fær hlýjar kveðjur frá nígerískum góðvinum hátíðarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 5. ágúst 2015 16:14 Frá Fiskideginum mikla í fyrra. Vísir/Auðunn Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli á Dalvík hefst á föstudag og stendur mikið til þar á bæ líkt og áður. Þessi hátíð er haldin ár hvert helgina eftir verslunarmannahelgi og streyma þangað mörg þúsund manns en þekktastur er sá siður Dalvíkinga að bjóða gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Nýverið var borið í hús kynningarblað fyrir Fiskidaginn mikla en þar eru að finna kveðjur frá nígerískum fyrirtækjum sem eru í miklum viðskiptum við Sölku – Fiskmiðlun hf. Fyrirtækið var stofnað á Dalvík árið 1987 og sérhæfir sig í útflutningi á þurrkuðum fiskafurðum á Nígeríumarkað. „Þeir eru sérlegir styrktaraðilar fiskidagsins mikla, þessir höfðingjar“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku – Fiskmiðlunar hf., um þessar hlýju kveðjur sem berast frá forsvarsmönnum þessara nígerísku fyrirtækja.Kveðjurnar sem forsvarsmenn nígerísku fyrirtækjanna senda í tilefni af Fiskideginum mikla en þær birtust í kynningarblaði fyrir hátíðina.Vísir/Fiskidagurinn mikliTil að mynda sendir Fish Way Limited bestu kveðjur til allra framleiðenda á þurrkuðum afurðum og óskar Sölku - Fiskmiðlun hf. langra lífdaga í viðskiptum. Izunna Onwadike sendir sínar hlýjustu kveðjur til íbúa Dalvíkur og gesta Fiskidagsins mikla í ár. Herra Forster Chinkata hjá First Olive Co. Ltd. í Lagos í Nígeríu sendir einnig hlýjar kveðjur og minnir á að fiskurinn sé líf Íslendinga sem og þeirra í Nígeríu. Þá sendir einnig stjórn og starfsfólk fyrirtækisins G.N.IHEAKU hlýjar kveðjur til Sölku – Fiskmiðlun hf., skipuleggjendum Fiskidagsins mikla, íslenskum sjómönnum, fiskverkendum og útflutningsaðilum vegna Fiskidagsins mikla á Dalvík. „Eina tungumálið sem við tölum og skiljum í okkar fyrirtæki er FISKUR. Þegar við heyrum það orð, færir það okkur hlýju og þess vegna höfum við alltaf viljað tengjast Fiskideginum mikla, og erum mjög ánægð með að geta gert það einnig í ár,“ segir í kveðjunni. „Þeir hafa flestir komið á Fiskidaginn,“ segir Katrín en Fiskidagurinn mikli hefur verið haldinn í fimmtán ár og segir Katrín gesti frá Nígeríu sækja hátíðina á hverju ári. „Þeir eru sérstakir góðvinir Fiskidagsins mikla. Kaupa auglýsingar í blaðið og styrkja hann þannig. Svo gefum við hjá Sölku – Fiskmiðlun ásamt þeim harðfisk allan laugardaginn sem smakk á Fiskideginum mikla,“ segir Katrín. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli á Dalvík hefst á föstudag og stendur mikið til þar á bæ líkt og áður. Þessi hátíð er haldin ár hvert helgina eftir verslunarmannahelgi og streyma þangað mörg þúsund manns en þekktastur er sá siður Dalvíkinga að bjóða gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Nýverið var borið í hús kynningarblað fyrir Fiskidaginn mikla en þar eru að finna kveðjur frá nígerískum fyrirtækjum sem eru í miklum viðskiptum við Sölku – Fiskmiðlun hf. Fyrirtækið var stofnað á Dalvík árið 1987 og sérhæfir sig í útflutningi á þurrkuðum fiskafurðum á Nígeríumarkað. „Þeir eru sérlegir styrktaraðilar fiskidagsins mikla, þessir höfðingjar“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku – Fiskmiðlunar hf., um þessar hlýju kveðjur sem berast frá forsvarsmönnum þessara nígerísku fyrirtækja.Kveðjurnar sem forsvarsmenn nígerísku fyrirtækjanna senda í tilefni af Fiskideginum mikla en þær birtust í kynningarblaði fyrir hátíðina.Vísir/Fiskidagurinn mikliTil að mynda sendir Fish Way Limited bestu kveðjur til allra framleiðenda á þurrkuðum afurðum og óskar Sölku - Fiskmiðlun hf. langra lífdaga í viðskiptum. Izunna Onwadike sendir sínar hlýjustu kveðjur til íbúa Dalvíkur og gesta Fiskidagsins mikla í ár. Herra Forster Chinkata hjá First Olive Co. Ltd. í Lagos í Nígeríu sendir einnig hlýjar kveðjur og minnir á að fiskurinn sé líf Íslendinga sem og þeirra í Nígeríu. Þá sendir einnig stjórn og starfsfólk fyrirtækisins G.N.IHEAKU hlýjar kveðjur til Sölku – Fiskmiðlun hf., skipuleggjendum Fiskidagsins mikla, íslenskum sjómönnum, fiskverkendum og útflutningsaðilum vegna Fiskidagsins mikla á Dalvík. „Eina tungumálið sem við tölum og skiljum í okkar fyrirtæki er FISKUR. Þegar við heyrum það orð, færir það okkur hlýju og þess vegna höfum við alltaf viljað tengjast Fiskideginum mikla, og erum mjög ánægð með að geta gert það einnig í ár,“ segir í kveðjunni. „Þeir hafa flestir komið á Fiskidaginn,“ segir Katrín en Fiskidagurinn mikli hefur verið haldinn í fimmtán ár og segir Katrín gesti frá Nígeríu sækja hátíðina á hverju ári. „Þeir eru sérstakir góðvinir Fiskidagsins mikla. Kaupa auglýsingar í blaðið og styrkja hann þannig. Svo gefum við hjá Sölku – Fiskmiðlun ásamt þeim harðfisk allan laugardaginn sem smakk á Fiskideginum mikla,“ segir Katrín.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Óslóartréð fellt í Heiðmörk Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira