Margra barna mæður: Ótrúleg tilfinning að vera í Kína og fá barnið þitt í hendurnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. mars 2015 13:25 „Að ganga með barn er náttúrulega bara æðislegt. Þú ert með kúluna og finnur fyrir barninu þínu og þú tengist bumbubúanum. En þú tengist líka þessu barni úti og þú gengur með það. Þú gengur bara með það í huganum og hjartanu og það er alveg sama tilfinning að fá það í fangið. Hún er alveg jafndásamleg.“ Þetta segir Linda Jónsdóttir, fimm barna móðir og viðmælandi í þriðja þætti af Margra barna mæðrum á Stöð 2. Hún eignaðist dætur sínar þrjár ung að árum en þegar hún var að nálgast fertugt kynntist hún Valtý Bergmann Ármannssyni sem var þá barnlaus og starfaði sem smiður á Barbados. Þau hafa verið saman frá því daginn sem þau hittust og fyrir sex árum ættleiddu þau dreng frá Kína sem fékk nafnið Valtýr Bergmann. Tveimur árum síðar ættleiddu þau annan dreng, Kristján Karl. Tvær dætra hennar voru þá komnar í háskóla og sú yngsta í framhaldsskóla. Linda lýsir því sem ótrúlegri tilfinningu að vera stödd í Kína og fá barn í hendurnar sem er þitt. Hún segir það ekkert öðruvísi tilfinningu en þegar ljósmóðir réttir móður barn sem hún hefur fætt. „Ég átti þau öll alveg jafnmikið og ég var alveg jafnástfangin af þeim öllum.“ Linda segir þó að henni hafi fundist það sárt að missa af tímanum hjá strákunum þegar þeir voru úti. „Þeir höfðu upplifað ýmislegt án mín. Mér finnst það kannski stærsti munurinn. Ég fæ stelpurnar mínar sem óskrifað blað en strákarnir mínir eru búnir að lenda í einhverju sem ég veit ekki alveg hvað er og kem aldrei til með að vita nákvæmlega hvað er. Það finnst mér kannski einna verst af þessu, það er að hafa ekki verið með þeim frá byrjun.“ Innslag úr þættinum má sjá í spilaranum hér að ofan. Margra barna mæður Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Að ganga með barn er náttúrulega bara æðislegt. Þú ert með kúluna og finnur fyrir barninu þínu og þú tengist bumbubúanum. En þú tengist líka þessu barni úti og þú gengur með það. Þú gengur bara með það í huganum og hjartanu og það er alveg sama tilfinning að fá það í fangið. Hún er alveg jafndásamleg.“ Þetta segir Linda Jónsdóttir, fimm barna móðir og viðmælandi í þriðja þætti af Margra barna mæðrum á Stöð 2. Hún eignaðist dætur sínar þrjár ung að árum en þegar hún var að nálgast fertugt kynntist hún Valtý Bergmann Ármannssyni sem var þá barnlaus og starfaði sem smiður á Barbados. Þau hafa verið saman frá því daginn sem þau hittust og fyrir sex árum ættleiddu þau dreng frá Kína sem fékk nafnið Valtýr Bergmann. Tveimur árum síðar ættleiddu þau annan dreng, Kristján Karl. Tvær dætra hennar voru þá komnar í háskóla og sú yngsta í framhaldsskóla. Linda lýsir því sem ótrúlegri tilfinningu að vera stödd í Kína og fá barn í hendurnar sem er þitt. Hún segir það ekkert öðruvísi tilfinningu en þegar ljósmóðir réttir móður barn sem hún hefur fætt. „Ég átti þau öll alveg jafnmikið og ég var alveg jafnástfangin af þeim öllum.“ Linda segir þó að henni hafi fundist það sárt að missa af tímanum hjá strákunum þegar þeir voru úti. „Þeir höfðu upplifað ýmislegt án mín. Mér finnst það kannski stærsti munurinn. Ég fæ stelpurnar mínar sem óskrifað blað en strákarnir mínir eru búnir að lenda í einhverju sem ég veit ekki alveg hvað er og kem aldrei til með að vita nákvæmlega hvað er. Það finnst mér kannski einna verst af þessu, það er að hafa ekki verið með þeim frá byrjun.“ Innslag úr þættinum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Margra barna mæður Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira