Engin neyðaráætlun vegna uppsagna – Tómas Guðbjartsson er ósáttur Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. júní 2015 13:47 Vísir/Vilhelm Engin áætlun liggur fyrir að hálfu stjórnvalda um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra staðfesti þetta í þættinum Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir á lungna og hjartadeild segist engan veginn sáttur við það. Stjórnvöld virðist ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Tómas segist ekki mega til þess til þess hugsa hvað gerist við ef uppsagnirnar verða ofan á. Hann segir að nánast allir hjúkrunarfræðingar á lungna og hjartadeild hafi sagt upp. Þetta séu sérhæfðir hjúkrunarfræðingar og það sé ekki hægt að þjálfa aðra í þeirra stað á nokkurum vikum eða mánuðum. Þetta sér grafalvalegt og lami alla starfsemina Fyrsta júlí rennur út frestur til að semja í deilunni en eftir það fer hún í gerðardóm. „Ég er ekki viss um að stjórnvöld hafi áttað sig á því hversu mikil viðbrögðin yrðu uppi á spítala,“ segir Tómas. „Bæði hjá þeim stéttum sem hafa staðið í þessum deilum og eins öðrum sem hafa sýnt þeim stuðning,“ segir hann og bendir á það hafi í raun verið neyðarástand á spítalanum um langt skeið. Hver brotsjórinn taki við af öðrum og fólk sé orðið dauðþreytt.. „Það er þúsundir af rannsóknum sem bíða og biðlistarnir bara lengjast og lengjast. Ég held að það sé alveg augljóst að þetta getur ekki gengið svona.“ Kristján Þór Júlíusson segir að lagasetning hafi verið neyðarúrræði eftir að ekkert þokaðist í viðræðunum. Hann viðurkennir að það sé mjög sérstakt þegar annar samningsaðilinn geti gripið til lagasetningar með þessum leiðinlega hætti. Hann segir hinsvegar líka að mögulega hefði átt að setja lög fyrr. Hann segist leggja mesta áherslu á að ná samningum en það sé hægt til fyrsta júlí. Hann hafi trú á því að það takist fyrir þann tíma. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Engin áætlun liggur fyrir að hálfu stjórnvalda um hvernig bregðast eigi við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra staðfesti þetta í þættinum Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson skurðlæknir á lungna og hjartadeild segist engan veginn sáttur við það. Stjórnvöld virðist ekki gera sér grein fyrir alvarleika málsins. Tómas segist ekki mega til þess til þess hugsa hvað gerist við ef uppsagnirnar verða ofan á. Hann segir að nánast allir hjúkrunarfræðingar á lungna og hjartadeild hafi sagt upp. Þetta séu sérhæfðir hjúkrunarfræðingar og það sé ekki hægt að þjálfa aðra í þeirra stað á nokkurum vikum eða mánuðum. Þetta sér grafalvalegt og lami alla starfsemina Fyrsta júlí rennur út frestur til að semja í deilunni en eftir það fer hún í gerðardóm. „Ég er ekki viss um að stjórnvöld hafi áttað sig á því hversu mikil viðbrögðin yrðu uppi á spítala,“ segir Tómas. „Bæði hjá þeim stéttum sem hafa staðið í þessum deilum og eins öðrum sem hafa sýnt þeim stuðning,“ segir hann og bendir á það hafi í raun verið neyðarástand á spítalanum um langt skeið. Hver brotsjórinn taki við af öðrum og fólk sé orðið dauðþreytt.. „Það er þúsundir af rannsóknum sem bíða og biðlistarnir bara lengjast og lengjast. Ég held að það sé alveg augljóst að þetta getur ekki gengið svona.“ Kristján Þór Júlíusson segir að lagasetning hafi verið neyðarúrræði eftir að ekkert þokaðist í viðræðunum. Hann viðurkennir að það sé mjög sérstakt þegar annar samningsaðilinn geti gripið til lagasetningar með þessum leiðinlega hætti. Hann segir hinsvegar líka að mögulega hefði átt að setja lög fyrr. Hann segist leggja mesta áherslu á að ná samningum en það sé hægt til fyrsta júlí. Hann hafi trú á því að það takist fyrir þann tíma. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Erlent „Loksins ljós við enda ganganna“ Innlent Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Innlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Fleiri fréttir Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Sjá meira