Engin aðgerðaráætlun og enginn hvati til að semja Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. júní 2015 19:30 Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, undrast að stjórnvöld hafi ekki gert neina aðgerðaráætlun vegna fjöldauppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann segir til lítils að treysta á að málin leysist við samningaborðið þegar deiluaðilar hittist ekki einu sinni til að ræða málin. Heilbrigðisráðherra sagði í þættinum á Sprengisandi í morgun að engin viðbragðsáætlun hefði verið gerð vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann treysti enn á það að sættir næðust í deilunni en enginn sáttafundur hefur verið haldinn síðan 10. júní. Enginn fundur í deilunniFrestur til þess að ná sáttum rennur út 1. júlí. Þá fer málið í gerðardóm. Lögin setja honum strangar skorður og að óbreyttu gæti niðurstaða hans hleypt meiri hörku í deiluna. „Ég tel það mjög alvarlegt ef það er ekki hafist handa við að gera einhverja aðgerðaráætlun til að takast á við þetta vandamál,“ segir Ólafur G. Skúlason. Hann segist telja að stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir hversu reitt fólk sé orðið. Það virðist vera full alvara á bak við uppsagnirnar. „Það blasir við hættuástand í heilbrigðiskerfinu ef til þessara uppsagna kemur.“ Ólafur bendir hinsvegar á að lögin setji þröngar skorður og hvetji menn ekki til að setjast við samningaborðið. „Það virðist ekki vera mikill samningsvilji hjá stjórnvöldum þar sem ekki hefur verið boðað til fundar frá 10. Júní. Þegar maður skoðar þessi lög sem fela í sér þær forsendur að Gerðardómur getur illa komist að annarri niðurstöðu en þegar hafa verið í boði við samningaborðið. Þá er enginn hvati til að semja.“Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir.vísir/pjeturÓsáttur við aðgerðarleysiðTómas Guðbjartsson skurðlæknir á lungna og hjartadeild er ósáttur við aðgerðaleysi stjórnvalda. Þau geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Tómas segist ekki mega til þess til þess hugsa hvað bætist við ef uppsagnirnar verða ofan á. Hann segir að nánast allir hjúkrunarfræðingar á lungna og hjartadeild hafi sagt upp. Þetta séu sérhæfðir hjúkrunarfræðingar og það sé ekki hægt að þjálfa aðra í þeirra stað á nokkrum vikum eða mánuðum. Þetta sé grafalvarlegt og lami alla starfsemina Þann 1. júlí rennur út frestur til að semja í deilunni en eftir það fer hún í gerðardóm. „Ég er ekki viss um að stjórnvöld hafi áttað sig á því hversu mikil viðbrögðin yrðu uppi á spítala,“ segir Tómas. „Bæði hjá þeim stéttum sem hafa staðið í þessum deilum og eins öðrum sem hafa sýnt þeim stuðning,“ segir hann og bendir á það hafi í raun verið neyðarástand á spítalanum um langt skeið. Hver brotsjórinn taki við af öðrum og fólk sé orðið dauðþreytt. „Það eru þúsundir af rannsóknum sem bíða og biðlistarnir bara lengjast og lengjast. Ég held að það sé alveg augljóst að þetta getur ekki gengið svona.“ Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, undrast að stjórnvöld hafi ekki gert neina aðgerðaráætlun vegna fjöldauppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann segir til lítils að treysta á að málin leysist við samningaborðið þegar deiluaðilar hittist ekki einu sinni til að ræða málin. Heilbrigðisráðherra sagði í þættinum á Sprengisandi í morgun að engin viðbragðsáætlun hefði verið gerð vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann treysti enn á það að sættir næðust í deilunni en enginn sáttafundur hefur verið haldinn síðan 10. júní. Enginn fundur í deilunniFrestur til þess að ná sáttum rennur út 1. júlí. Þá fer málið í gerðardóm. Lögin setja honum strangar skorður og að óbreyttu gæti niðurstaða hans hleypt meiri hörku í deiluna. „Ég tel það mjög alvarlegt ef það er ekki hafist handa við að gera einhverja aðgerðaráætlun til að takast á við þetta vandamál,“ segir Ólafur G. Skúlason. Hann segist telja að stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir hversu reitt fólk sé orðið. Það virðist vera full alvara á bak við uppsagnirnar. „Það blasir við hættuástand í heilbrigðiskerfinu ef til þessara uppsagna kemur.“ Ólafur bendir hinsvegar á að lögin setji þröngar skorður og hvetji menn ekki til að setjast við samningaborðið. „Það virðist ekki vera mikill samningsvilji hjá stjórnvöldum þar sem ekki hefur verið boðað til fundar frá 10. Júní. Þegar maður skoðar þessi lög sem fela í sér þær forsendur að Gerðardómur getur illa komist að annarri niðurstöðu en þegar hafa verið í boði við samningaborðið. Þá er enginn hvati til að semja.“Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir.vísir/pjeturÓsáttur við aðgerðarleysiðTómas Guðbjartsson skurðlæknir á lungna og hjartadeild er ósáttur við aðgerðaleysi stjórnvalda. Þau geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Tómas segist ekki mega til þess til þess hugsa hvað bætist við ef uppsagnirnar verða ofan á. Hann segir að nánast allir hjúkrunarfræðingar á lungna og hjartadeild hafi sagt upp. Þetta séu sérhæfðir hjúkrunarfræðingar og það sé ekki hægt að þjálfa aðra í þeirra stað á nokkrum vikum eða mánuðum. Þetta sé grafalvarlegt og lami alla starfsemina Þann 1. júlí rennur út frestur til að semja í deilunni en eftir það fer hún í gerðardóm. „Ég er ekki viss um að stjórnvöld hafi áttað sig á því hversu mikil viðbrögðin yrðu uppi á spítala,“ segir Tómas. „Bæði hjá þeim stéttum sem hafa staðið í þessum deilum og eins öðrum sem hafa sýnt þeim stuðning,“ segir hann og bendir á það hafi í raun verið neyðarástand á spítalanum um langt skeið. Hver brotsjórinn taki við af öðrum og fólk sé orðið dauðþreytt. „Það eru þúsundir af rannsóknum sem bíða og biðlistarnir bara lengjast og lengjast. Ég held að það sé alveg augljóst að þetta getur ekki gengið svona.“
Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira