Engin aðgerðaráætlun og enginn hvati til að semja Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. júní 2015 19:30 Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, undrast að stjórnvöld hafi ekki gert neina aðgerðaráætlun vegna fjöldauppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann segir til lítils að treysta á að málin leysist við samningaborðið þegar deiluaðilar hittist ekki einu sinni til að ræða málin. Heilbrigðisráðherra sagði í þættinum á Sprengisandi í morgun að engin viðbragðsáætlun hefði verið gerð vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann treysti enn á það að sættir næðust í deilunni en enginn sáttafundur hefur verið haldinn síðan 10. júní. Enginn fundur í deilunniFrestur til þess að ná sáttum rennur út 1. júlí. Þá fer málið í gerðardóm. Lögin setja honum strangar skorður og að óbreyttu gæti niðurstaða hans hleypt meiri hörku í deiluna. „Ég tel það mjög alvarlegt ef það er ekki hafist handa við að gera einhverja aðgerðaráætlun til að takast á við þetta vandamál,“ segir Ólafur G. Skúlason. Hann segist telja að stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir hversu reitt fólk sé orðið. Það virðist vera full alvara á bak við uppsagnirnar. „Það blasir við hættuástand í heilbrigðiskerfinu ef til þessara uppsagna kemur.“ Ólafur bendir hinsvegar á að lögin setji þröngar skorður og hvetji menn ekki til að setjast við samningaborðið. „Það virðist ekki vera mikill samningsvilji hjá stjórnvöldum þar sem ekki hefur verið boðað til fundar frá 10. Júní. Þegar maður skoðar þessi lög sem fela í sér þær forsendur að Gerðardómur getur illa komist að annarri niðurstöðu en þegar hafa verið í boði við samningaborðið. Þá er enginn hvati til að semja.“Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir.vísir/pjeturÓsáttur við aðgerðarleysiðTómas Guðbjartsson skurðlæknir á lungna og hjartadeild er ósáttur við aðgerðaleysi stjórnvalda. Þau geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Tómas segist ekki mega til þess til þess hugsa hvað bætist við ef uppsagnirnar verða ofan á. Hann segir að nánast allir hjúkrunarfræðingar á lungna og hjartadeild hafi sagt upp. Þetta séu sérhæfðir hjúkrunarfræðingar og það sé ekki hægt að þjálfa aðra í þeirra stað á nokkrum vikum eða mánuðum. Þetta sé grafalvarlegt og lami alla starfsemina Þann 1. júlí rennur út frestur til að semja í deilunni en eftir það fer hún í gerðardóm. „Ég er ekki viss um að stjórnvöld hafi áttað sig á því hversu mikil viðbrögðin yrðu uppi á spítala,“ segir Tómas. „Bæði hjá þeim stéttum sem hafa staðið í þessum deilum og eins öðrum sem hafa sýnt þeim stuðning,“ segir hann og bendir á það hafi í raun verið neyðarástand á spítalanum um langt skeið. Hver brotsjórinn taki við af öðrum og fólk sé orðið dauðþreytt. „Það eru þúsundir af rannsóknum sem bíða og biðlistarnir bara lengjast og lengjast. Ég held að það sé alveg augljóst að þetta getur ekki gengið svona.“ Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, undrast að stjórnvöld hafi ekki gert neina aðgerðaráætlun vegna fjöldauppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann segir til lítils að treysta á að málin leysist við samningaborðið þegar deiluaðilar hittist ekki einu sinni til að ræða málin. Heilbrigðisráðherra sagði í þættinum á Sprengisandi í morgun að engin viðbragðsáætlun hefði verið gerð vegna uppsagna hjúkrunarfræðinga. Hann treysti enn á það að sættir næðust í deilunni en enginn sáttafundur hefur verið haldinn síðan 10. júní. Enginn fundur í deilunniFrestur til þess að ná sáttum rennur út 1. júlí. Þá fer málið í gerðardóm. Lögin setja honum strangar skorður og að óbreyttu gæti niðurstaða hans hleypt meiri hörku í deiluna. „Ég tel það mjög alvarlegt ef það er ekki hafist handa við að gera einhverja aðgerðaráætlun til að takast á við þetta vandamál,“ segir Ólafur G. Skúlason. Hann segist telja að stjórnvöld geri sér ekki grein fyrir hversu reitt fólk sé orðið. Það virðist vera full alvara á bak við uppsagnirnar. „Það blasir við hættuástand í heilbrigðiskerfinu ef til þessara uppsagna kemur.“ Ólafur bendir hinsvegar á að lögin setji þröngar skorður og hvetji menn ekki til að setjast við samningaborðið. „Það virðist ekki vera mikill samningsvilji hjá stjórnvöldum þar sem ekki hefur verið boðað til fundar frá 10. Júní. Þegar maður skoðar þessi lög sem fela í sér þær forsendur að Gerðardómur getur illa komist að annarri niðurstöðu en þegar hafa verið í boði við samningaborðið. Þá er enginn hvati til að semja.“Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir.vísir/pjeturÓsáttur við aðgerðarleysiðTómas Guðbjartsson skurðlæknir á lungna og hjartadeild er ósáttur við aðgerðaleysi stjórnvalda. Þau geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Tómas segist ekki mega til þess til þess hugsa hvað bætist við ef uppsagnirnar verða ofan á. Hann segir að nánast allir hjúkrunarfræðingar á lungna og hjartadeild hafi sagt upp. Þetta séu sérhæfðir hjúkrunarfræðingar og það sé ekki hægt að þjálfa aðra í þeirra stað á nokkrum vikum eða mánuðum. Þetta sé grafalvarlegt og lami alla starfsemina Þann 1. júlí rennur út frestur til að semja í deilunni en eftir það fer hún í gerðardóm. „Ég er ekki viss um að stjórnvöld hafi áttað sig á því hversu mikil viðbrögðin yrðu uppi á spítala,“ segir Tómas. „Bæði hjá þeim stéttum sem hafa staðið í þessum deilum og eins öðrum sem hafa sýnt þeim stuðning,“ segir hann og bendir á það hafi í raun verið neyðarástand á spítalanum um langt skeið. Hver brotsjórinn taki við af öðrum og fólk sé orðið dauðþreytt. „Það eru þúsundir af rannsóknum sem bíða og biðlistarnir bara lengjast og lengjast. Ég held að það sé alveg augljóst að þetta getur ekki gengið svona.“
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira