Ísland ekki lengur sagt umsóknarríki á heimasíðu ESB Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2015 17:03 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Vísir/GVA/Getty Ísland er ekki lengur sagt umsóknarríki sambandsins á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.Á upplýsingasíðu um umsóknarríki og möguleg umsóknarríki má sjá að Ísland hafi verið fjarlægt af listanum. Albanía, Makedónía, Svartfjallaland, Serbía og Tyrkland eru á listanum yfir umsóknarríki, auk þess að Bosnía og Kósóvó eru flokkuð sem „möguleg umsóknarríki“.Á sérstakri undirsíðu um Ísland segir um stöðu aðildarumsóknar landsins: „Aðildarviðræður hófust í júlí 2010, en íslensk stjórnvöld gerðu hlé á viðræðum í maí 2013.“ Áður stóð einnig að Ísland væri „umsóknarríki“. Ísland er þó enn með eigin undirsíðu á heimasíðu framkvæmdastjórnarinnar um stækkunarmál, ólíkt til dæmis Noregi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra barst svar við bréfi sínu til Edgar Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands sem nú gegnir formennsku í ráðherraráði ESB í lok aprílmálaðar. Í bréfi Gunnars Braga, sem mikið var tekist á um á sínum tíma, var óskað eftir því að Ísland teldist ekki lengur umsóknarríki að sambandinu og að verklag sambandsins yrði lagað að því. Í svari Rinkevics, sem lesa má í heild sinni hér, sagði að ráðherraráðið hafi vandlega íhugað bréf Gunnars og að þessi afstaða ríkisstjórnar Íslands sé tekin til greina. Í ljósi þessa muni ráðið íhuga ákveðnar praktískar breytingar á verklagi sínu. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Ísland er ekki lengur sagt umsóknarríki sambandsins á heimasíðu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.Á upplýsingasíðu um umsóknarríki og möguleg umsóknarríki má sjá að Ísland hafi verið fjarlægt af listanum. Albanía, Makedónía, Svartfjallaland, Serbía og Tyrkland eru á listanum yfir umsóknarríki, auk þess að Bosnía og Kósóvó eru flokkuð sem „möguleg umsóknarríki“.Á sérstakri undirsíðu um Ísland segir um stöðu aðildarumsóknar landsins: „Aðildarviðræður hófust í júlí 2010, en íslensk stjórnvöld gerðu hlé á viðræðum í maí 2013.“ Áður stóð einnig að Ísland væri „umsóknarríki“. Ísland er þó enn með eigin undirsíðu á heimasíðu framkvæmdastjórnarinnar um stækkunarmál, ólíkt til dæmis Noregi. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra barst svar við bréfi sínu til Edgar Rinkevics, utanríkisráðherra Lettlands sem nú gegnir formennsku í ráðherraráði ESB í lok aprílmálaðar. Í bréfi Gunnars Braga, sem mikið var tekist á um á sínum tíma, var óskað eftir því að Ísland teldist ekki lengur umsóknarríki að sambandinu og að verklag sambandsins yrði lagað að því. Í svari Rinkevics, sem lesa má í heild sinni hér, sagði að ráðherraráðið hafi vandlega íhugað bréf Gunnars og að þessi afstaða ríkisstjórnar Íslands sé tekin til greina. Í ljósi þessa muni ráðið íhuga ákveðnar praktískar breytingar á verklagi sínu.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira