Innlent

Börnum opnast ævintýraheimur

Tónlistarmaðurinn Oculus, Friðfinnur Sigurðsson, sýndi börnunum réttu tökin.
Tónlistarmaðurinn Oculus, Friðfinnur Sigurðsson, sýndi börnunum réttu tökin. vísir/Valli
Hópur krakka kom saman í Hörpu í gær til að læra að búa til tónlist með snjallforritum á námskeiði, sem tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík efndi til.

„Við erum að kynna fyrir krökkunum nokkur snjallforrit og kenna þeim á þau,“ segir Rúna Esradóttir, sem ásamt Birni Kristjánssyni, Borko, hefur haft umsjón með námskeiðinu.

Börnin eru á aldrinum tíu til 15 ára, alls 24 og halda áfram í dag að búa til tónlist, sem svo verður flutt annað kvöld í Hörpu. „Þetta er eiginlega algjör ævintýraheimur,“ segir Rúna. Hún segir suma krakkana kunna á hljóðfæri og hafa verið að kynna sér sjálf forrit af þessu tagi, en önnur hafa litla reynslu. Allur gangur sé á því.

Annað námskeið verður svo haldið á morgun og fimmtudag, en tónlistarhátíðin sjálf hefst svo á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×