Leggja til mikla aukningu framlaga til Landspítala og lífeyrisþega Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2015 20:30 Stjórnarandstaðan leggur sameiginlega til að orðið verði við óskum stjórnenda Landspítalans um auknar fjárheimildir á fjárlögum næsta árs. Þá verði um fimm milljörðum bætt í lífeyri eldri borgara og öryrkja þannig að þeir fái sömu hækkanir og almennt launafólk. Forystufólk stjórnarandstöðunnar og fulltrúar hennar í fjárlaganefnd kynntu breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í Iðnó í dag. Þau leggja áherslu á að fjárlagafrumvarpið sé ekki þeirra en leggja til að útgjöld hækki um 16 milljarða og tekjur um 17 milljarða. Afgangur verði því á fjárlögum upp á 12 milljarða króna.Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar.Breytingatillögur stjórnarandstöðunnar eru í samræmi við málflutning hennar í fjárlagaumræðunni og koma því ekki mikið á óvart. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna koma til móts við óskir Landspítalans með auknum fjárframlögum upp á tæpa þrjá milljarða. „Þá viljum við leggja fé til að ellilífeyrisþegar og örorkulífeyrisþegar fái sambærilegar hækkanir og fólk á almennum vinnumarkaði á næsta ári. Sitji ekki eftir eins og ríkisstjórnin hefur nú ákveðið,“ segir Árni Páll. Því eigi að hækka framlög til lífeyrisgreiðslna um 5,3 milljarða króna.Aukin framlög til skóla og barnafjölskyldna Stjórnarandstaðan leggur til að framlög til framhaldsskólanna og háskólanna verði samanlagt aukin um 800 milljónir króna. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir tillögurnar allar miða að því að auka jöfnuð og því sé lagt til að barnabætur og hámarks fæðingarorlof hækki samanlagt um 4,1 milljarða. Þá fari 200 milljónir til að vinna á kynbundnu ofbeldi. Þeim konum sem gefi sig fram vegna þeirra mála hafi fjölgað mjög mikið undanfarin misseri.Útlitstun yfir útgjaldatillögur.„Við viljum halda því fram að þarna sé um að ræða hamfarir. Samfélagslegar hamfarir sem samfélagið og þar með Alþingi og fjárveitingavaldið þurfi að bregðast við. Þess vegna leggjum við til umtalsverða upphæð til að styrkja bæði saksóknina, lögregluembættin og dómstólana,“ segir Svandís. Stjórnarandstaðan vill bæta 70 milljónum í græna hagkerfið og Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir einnig nauðsynlegt að styrkja loftlagssjóð þar sem lagt er til viðbótarframlag upp á 200 milljónir króna til að vinna að markmiðum Íslands í loftlagsmálum. „Við erum líka að leggja til að bætt verði inn í málaflokk innflytjenda og útlendinga. Það er nú bæði til að geta staðið betur í lappirnar gagnvart flóttamönnum og þessu neyðarástandi sem er í gangi akkúrat núna þessi árin,“ segir Óttarr. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir stjórnarandstöðuna sammála um að verða við óskum Fangelsismálastofnunar um 80 milljón króna viðbótarframlag. Þetta sé ekki vinsælasti málaflokkur stjórnmálamanna. „Þetta er málaflokkur sem oft og reyndar yfirleitt dregst aftur úr og hefur fengið að sitja á hakanum mjög lengi. Nú er fjárhagur ríkisins farinn að taka við sér og það eru einfaldlega engar afsakanir lengur fyrir því að taka ekki á þessum málaflokki eins og við þurfum að gera,“ segir Helgi Hrafn. Alþingi Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggur sameiginlega til að orðið verði við óskum stjórnenda Landspítalans um auknar fjárheimildir á fjárlögum næsta árs. Þá verði um fimm milljörðum bætt í lífeyri eldri borgara og öryrkja þannig að þeir fái sömu hækkanir og almennt launafólk. Forystufólk stjórnarandstöðunnar og fulltrúar hennar í fjárlaganefnd kynntu breytingartillögur sínar við fjárlagafrumvarpið á fréttamannafundi í Iðnó í dag. Þau leggja áherslu á að fjárlagafrumvarpið sé ekki þeirra en leggja til að útgjöld hækki um 16 milljarða og tekjur um 17 milljarða. Afgangur verði því á fjárlögum upp á 12 milljarða króna.Breytingartillögur stjórnarandstöðunnar.Breytingatillögur stjórnarandstöðunnar eru í samræmi við málflutning hennar í fjárlagaumræðunni og koma því ekki mikið á óvart. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna koma til móts við óskir Landspítalans með auknum fjárframlögum upp á tæpa þrjá milljarða. „Þá viljum við leggja fé til að ellilífeyrisþegar og örorkulífeyrisþegar fái sambærilegar hækkanir og fólk á almennum vinnumarkaði á næsta ári. Sitji ekki eftir eins og ríkisstjórnin hefur nú ákveðið,“ segir Árni Páll. Því eigi að hækka framlög til lífeyrisgreiðslna um 5,3 milljarða króna.Aukin framlög til skóla og barnafjölskyldna Stjórnarandstaðan leggur til að framlög til framhaldsskólanna og háskólanna verði samanlagt aukin um 800 milljónir króna. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir tillögurnar allar miða að því að auka jöfnuð og því sé lagt til að barnabætur og hámarks fæðingarorlof hækki samanlagt um 4,1 milljarða. Þá fari 200 milljónir til að vinna á kynbundnu ofbeldi. Þeim konum sem gefi sig fram vegna þeirra mála hafi fjölgað mjög mikið undanfarin misseri.Útlitstun yfir útgjaldatillögur.„Við viljum halda því fram að þarna sé um að ræða hamfarir. Samfélagslegar hamfarir sem samfélagið og þar með Alþingi og fjárveitingavaldið þurfi að bregðast við. Þess vegna leggjum við til umtalsverða upphæð til að styrkja bæði saksóknina, lögregluembættin og dómstólana,“ segir Svandís. Stjórnarandstaðan vill bæta 70 milljónum í græna hagkerfið og Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir einnig nauðsynlegt að styrkja loftlagssjóð þar sem lagt er til viðbótarframlag upp á 200 milljónir króna til að vinna að markmiðum Íslands í loftlagsmálum. „Við erum líka að leggja til að bætt verði inn í málaflokk innflytjenda og útlendinga. Það er nú bæði til að geta staðið betur í lappirnar gagnvart flóttamönnum og þessu neyðarástandi sem er í gangi akkúrat núna þessi árin,“ segir Óttarr. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata segir stjórnarandstöðuna sammála um að verða við óskum Fangelsismálastofnunar um 80 milljón króna viðbótarframlag. Þetta sé ekki vinsælasti málaflokkur stjórnmálamanna. „Þetta er málaflokkur sem oft og reyndar yfirleitt dregst aftur úr og hefur fengið að sitja á hakanum mjög lengi. Nú er fjárhagur ríkisins farinn að taka við sér og það eru einfaldlega engar afsakanir lengur fyrir því að taka ekki á þessum málaflokki eins og við þurfum að gera,“ segir Helgi Hrafn.
Alþingi Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent